Skömmin sem getur fylgt því að örmagnast Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 25. febrúar 2024 15:00 Veistu hvað er erfitt? Þreyta. Síþreyta, örmögnunar þreyta, yfirþyrmandi þreyta, óyfirstíganleg þreyta. Það versta við þreytu, annað en ástandið sjálft, er hversu ósýnleg hún getur verið. Svo er hún líka bara aumingjaskapur og leti ekki satt? Þetta viðhorf virðist því miður rótgróið og vegna þessa sitjum við oftar en ekki uppi með niðurrif og skömm, í staðin fyrir sjálfsmildi og skilning. Mér finnst þessi setning svara ástæðu þessa viðhorfs nokkuð vel í stuttu máli: ,,Maður er alinn upp við að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og á ekki að sýna veikleika merki” en hún var send inn í kjölfar umræðu um þreytu á síðu pistlahöfundar. Það er kannski einna helst líkamlega þreytan, eftir áreynslu, sem við skömmumst okkar hvað minnst fyrir. Við höfum þá allavegana afsökun fyrir henni - við vorum svo dugleg. Þá er eftir þreytan vegna streitu, andlega þreytan, þreyta vegna veikinda, raskana og/eða sjúkdóma, aukaverkana lyfja, hormónaójafnvægis… Já, þreyta er víst ekki bara það sama og þreyta. Sé um streitu að ræða, vona ég að þú stoppir þig af áður en líkami þinn gerir það. Þú átt ekki að þurfa að vera með samviskubit yfir því að hvíla þig, í samfélagi sem ekki var byggt upp til þess að koma í veg fyrir streituna til þess að byrja með. Örmögnun Hér má sjá nokkur svör við eftirfarandi spurningu, sem nýlega var lögð fyrir fylgjendur: Hvernig leið þér með það að örmagnast (yfir lengra tímabil) og fannstu fyrir einhverri skömm vegna þessa? Ég er alveg að farast úr skömm! Finnst enginn skilja mig og að þetta sé nú bara væl. Já. Mér finnst ég vera að bregðast börnunum mínum og veit ekki hver ég er orðin. Ég er búin að gráta og gráta. Fann fyrir mikilli skömm. Reyndi svo mikið að leyna því og maki minn mátti engum segja. Niðurbrjótandi að upplifa það að geta ekki gert það sama og “allir” aðrir. Einfalda, daglega og sjálfsagða hluti. Ó já, skammast mín rosalega. Fór ekki út úr húsi nema eftir vinnutíma, því mér fannst erfitt að vera spurð/útskýra. Já mjög. Leið eins og sakamanni. Að ég væri að bregðast öllum. Fann og finn ennþá fyrir mikilli skömm. Búin að einangra mig mikið en ég var/er mikil félagsvera. Rosalega erfitt að vera kýldur svona niður og geta bara alls ekki staðið upp aftur. Mikil sorg líka. Ég dauðskammaðist mín. Því mér fannst ég svo mikill aumingi. Mikil skömm. Já og þegar maður hugsar um það, þá er það mjög skrítið. Eins og sjá má er það ekki á örmögnun bætandi að vera uppfullur af skömm. Það er meira en að segja það að reyna að takast á við heilsufarslegar áskoranir - skömm á ekki að vera partur af því. Það er nógu erfitt að vakna jafnþreyttur ef ekki þreyttari en þú varst þegar þú fórst að sofa, geta ekki gert það sem þú þarft og/eða vilt gera og um leið að þurfa að láta aðra horfa upp á þig í slíku ástandi. Langvarandi örmögnun er ekkert nema skerðing á lífsgæðum og því þarf að taka alvarlega. Lífsgæði okkar skipta máli. Viðhorf skipta máli. Hjálpumst að við að breyta þeim. Það langar engan að vera örmagna. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagram-síðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Veistu hvað er erfitt? Þreyta. Síþreyta, örmögnunar þreyta, yfirþyrmandi þreyta, óyfirstíganleg þreyta. Það versta við þreytu, annað en ástandið sjálft, er hversu ósýnleg hún getur verið. Svo er hún líka bara aumingjaskapur og leti ekki satt? Þetta viðhorf virðist því miður rótgróið og vegna þessa sitjum við oftar en ekki uppi með niðurrif og skömm, í staðin fyrir sjálfsmildi og skilning. Mér finnst þessi setning svara ástæðu þessa viðhorfs nokkuð vel í stuttu máli: ,,Maður er alinn upp við að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og á ekki að sýna veikleika merki” en hún var send inn í kjölfar umræðu um þreytu á síðu pistlahöfundar. Það er kannski einna helst líkamlega þreytan, eftir áreynslu, sem við skömmumst okkar hvað minnst fyrir. Við höfum þá allavegana afsökun fyrir henni - við vorum svo dugleg. Þá er eftir þreytan vegna streitu, andlega þreytan, þreyta vegna veikinda, raskana og/eða sjúkdóma, aukaverkana lyfja, hormónaójafnvægis… Já, þreyta er víst ekki bara það sama og þreyta. Sé um streitu að ræða, vona ég að þú stoppir þig af áður en líkami þinn gerir það. Þú átt ekki að þurfa að vera með samviskubit yfir því að hvíla þig, í samfélagi sem ekki var byggt upp til þess að koma í veg fyrir streituna til þess að byrja með. Örmögnun Hér má sjá nokkur svör við eftirfarandi spurningu, sem nýlega var lögð fyrir fylgjendur: Hvernig leið þér með það að örmagnast (yfir lengra tímabil) og fannstu fyrir einhverri skömm vegna þessa? Ég er alveg að farast úr skömm! Finnst enginn skilja mig og að þetta sé nú bara væl. Já. Mér finnst ég vera að bregðast börnunum mínum og veit ekki hver ég er orðin. Ég er búin að gráta og gráta. Fann fyrir mikilli skömm. Reyndi svo mikið að leyna því og maki minn mátti engum segja. Niðurbrjótandi að upplifa það að geta ekki gert það sama og “allir” aðrir. Einfalda, daglega og sjálfsagða hluti. Ó já, skammast mín rosalega. Fór ekki út úr húsi nema eftir vinnutíma, því mér fannst erfitt að vera spurð/útskýra. Já mjög. Leið eins og sakamanni. Að ég væri að bregðast öllum. Fann og finn ennþá fyrir mikilli skömm. Búin að einangra mig mikið en ég var/er mikil félagsvera. Rosalega erfitt að vera kýldur svona niður og geta bara alls ekki staðið upp aftur. Mikil sorg líka. Ég dauðskammaðist mín. Því mér fannst ég svo mikill aumingi. Mikil skömm. Já og þegar maður hugsar um það, þá er það mjög skrítið. Eins og sjá má er það ekki á örmögnun bætandi að vera uppfullur af skömm. Það er meira en að segja það að reyna að takast á við heilsufarslegar áskoranir - skömm á ekki að vera partur af því. Það er nógu erfitt að vakna jafnþreyttur ef ekki þreyttari en þú varst þegar þú fórst að sofa, geta ekki gert það sem þú þarft og/eða vilt gera og um leið að þurfa að láta aðra horfa upp á þig í slíku ástandi. Langvarandi örmögnun er ekkert nema skerðing á lífsgæðum og því þarf að taka alvarlega. Lífsgæði okkar skipta máli. Viðhorf skipta máli. Hjálpumst að við að breyta þeim. Það langar engan að vera örmagna. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagram-síðunnar Lífið og líðan.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun