Skömmin sem getur fylgt því að örmagnast Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 25. febrúar 2024 15:00 Veistu hvað er erfitt? Þreyta. Síþreyta, örmögnunar þreyta, yfirþyrmandi þreyta, óyfirstíganleg þreyta. Það versta við þreytu, annað en ástandið sjálft, er hversu ósýnleg hún getur verið. Svo er hún líka bara aumingjaskapur og leti ekki satt? Þetta viðhorf virðist því miður rótgróið og vegna þessa sitjum við oftar en ekki uppi með niðurrif og skömm, í staðin fyrir sjálfsmildi og skilning. Mér finnst þessi setning svara ástæðu þessa viðhorfs nokkuð vel í stuttu máli: ,,Maður er alinn upp við að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og á ekki að sýna veikleika merki” en hún var send inn í kjölfar umræðu um þreytu á síðu pistlahöfundar. Það er kannski einna helst líkamlega þreytan, eftir áreynslu, sem við skömmumst okkar hvað minnst fyrir. Við höfum þá allavegana afsökun fyrir henni - við vorum svo dugleg. Þá er eftir þreytan vegna streitu, andlega þreytan, þreyta vegna veikinda, raskana og/eða sjúkdóma, aukaverkana lyfja, hormónaójafnvægis… Já, þreyta er víst ekki bara það sama og þreyta. Sé um streitu að ræða, vona ég að þú stoppir þig af áður en líkami þinn gerir það. Þú átt ekki að þurfa að vera með samviskubit yfir því að hvíla þig, í samfélagi sem ekki var byggt upp til þess að koma í veg fyrir streituna til þess að byrja með. Örmögnun Hér má sjá nokkur svör við eftirfarandi spurningu, sem nýlega var lögð fyrir fylgjendur: Hvernig leið þér með það að örmagnast (yfir lengra tímabil) og fannstu fyrir einhverri skömm vegna þessa? Ég er alveg að farast úr skömm! Finnst enginn skilja mig og að þetta sé nú bara væl. Já. Mér finnst ég vera að bregðast börnunum mínum og veit ekki hver ég er orðin. Ég er búin að gráta og gráta. Fann fyrir mikilli skömm. Reyndi svo mikið að leyna því og maki minn mátti engum segja. Niðurbrjótandi að upplifa það að geta ekki gert það sama og “allir” aðrir. Einfalda, daglega og sjálfsagða hluti. Ó já, skammast mín rosalega. Fór ekki út úr húsi nema eftir vinnutíma, því mér fannst erfitt að vera spurð/útskýra. Já mjög. Leið eins og sakamanni. Að ég væri að bregðast öllum. Fann og finn ennþá fyrir mikilli skömm. Búin að einangra mig mikið en ég var/er mikil félagsvera. Rosalega erfitt að vera kýldur svona niður og geta bara alls ekki staðið upp aftur. Mikil sorg líka. Ég dauðskammaðist mín. Því mér fannst ég svo mikill aumingi. Mikil skömm. Já og þegar maður hugsar um það, þá er það mjög skrítið. Eins og sjá má er það ekki á örmögnun bætandi að vera uppfullur af skömm. Það er meira en að segja það að reyna að takast á við heilsufarslegar áskoranir - skömm á ekki að vera partur af því. Það er nógu erfitt að vakna jafnþreyttur ef ekki þreyttari en þú varst þegar þú fórst að sofa, geta ekki gert það sem þú þarft og/eða vilt gera og um leið að þurfa að láta aðra horfa upp á þig í slíku ástandi. Langvarandi örmögnun er ekkert nema skerðing á lífsgæðum og því þarf að taka alvarlega. Lífsgæði okkar skipta máli. Viðhorf skipta máli. Hjálpumst að við að breyta þeim. Það langar engan að vera örmagna. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagram-síðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Veistu hvað er erfitt? Þreyta. Síþreyta, örmögnunar þreyta, yfirþyrmandi þreyta, óyfirstíganleg þreyta. Það versta við þreytu, annað en ástandið sjálft, er hversu ósýnleg hún getur verið. Svo er hún líka bara aumingjaskapur og leti ekki satt? Þetta viðhorf virðist því miður rótgróið og vegna þessa sitjum við oftar en ekki uppi með niðurrif og skömm, í staðin fyrir sjálfsmildi og skilning. Mér finnst þessi setning svara ástæðu þessa viðhorfs nokkuð vel í stuttu máli: ,,Maður er alinn upp við að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og á ekki að sýna veikleika merki” en hún var send inn í kjölfar umræðu um þreytu á síðu pistlahöfundar. Það er kannski einna helst líkamlega þreytan, eftir áreynslu, sem við skömmumst okkar hvað minnst fyrir. Við höfum þá allavegana afsökun fyrir henni - við vorum svo dugleg. Þá er eftir þreytan vegna streitu, andlega þreytan, þreyta vegna veikinda, raskana og/eða sjúkdóma, aukaverkana lyfja, hormónaójafnvægis… Já, þreyta er víst ekki bara það sama og þreyta. Sé um streitu að ræða, vona ég að þú stoppir þig af áður en líkami þinn gerir það. Þú átt ekki að þurfa að vera með samviskubit yfir því að hvíla þig, í samfélagi sem ekki var byggt upp til þess að koma í veg fyrir streituna til þess að byrja með. Örmögnun Hér má sjá nokkur svör við eftirfarandi spurningu, sem nýlega var lögð fyrir fylgjendur: Hvernig leið þér með það að örmagnast (yfir lengra tímabil) og fannstu fyrir einhverri skömm vegna þessa? Ég er alveg að farast úr skömm! Finnst enginn skilja mig og að þetta sé nú bara væl. Já. Mér finnst ég vera að bregðast börnunum mínum og veit ekki hver ég er orðin. Ég er búin að gráta og gráta. Fann fyrir mikilli skömm. Reyndi svo mikið að leyna því og maki minn mátti engum segja. Niðurbrjótandi að upplifa það að geta ekki gert það sama og “allir” aðrir. Einfalda, daglega og sjálfsagða hluti. Ó já, skammast mín rosalega. Fór ekki út úr húsi nema eftir vinnutíma, því mér fannst erfitt að vera spurð/útskýra. Já mjög. Leið eins og sakamanni. Að ég væri að bregðast öllum. Fann og finn ennþá fyrir mikilli skömm. Búin að einangra mig mikið en ég var/er mikil félagsvera. Rosalega erfitt að vera kýldur svona niður og geta bara alls ekki staðið upp aftur. Mikil sorg líka. Ég dauðskammaðist mín. Því mér fannst ég svo mikill aumingi. Mikil skömm. Já og þegar maður hugsar um það, þá er það mjög skrítið. Eins og sjá má er það ekki á örmögnun bætandi að vera uppfullur af skömm. Það er meira en að segja það að reyna að takast á við heilsufarslegar áskoranir - skömm á ekki að vera partur af því. Það er nógu erfitt að vakna jafnþreyttur ef ekki þreyttari en þú varst þegar þú fórst að sofa, geta ekki gert það sem þú þarft og/eða vilt gera og um leið að þurfa að láta aðra horfa upp á þig í slíku ástandi. Langvarandi örmögnun er ekkert nema skerðing á lífsgæðum og því þarf að taka alvarlega. Lífsgæði okkar skipta máli. Viðhorf skipta máli. Hjálpumst að við að breyta þeim. Það langar engan að vera örmagna. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagram-síðunnar Lífið og líðan.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun