„Ný sýklalyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vandamáli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Draga þarf úr notkun sýklalyfja eins og kostur er og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Þetta er á meðal tillagna starfshóps um leiðir til að sporna gegn sýklalyfjaónæmi. Ný lyf munu ekki bjarga okkur úr þeim vanda sem blasir við vegna sýklalyfjaónæmra baktería að sögn fyrrverandi sóttvarnalæknis. Í skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra setti á laggirnar, segir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn standi frammi fyrir í dag og að ógnin fari vaxandi með hverju ári. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á tímann fyrir uppgötvun sýklalyfja. Þverfaglegur starfshópur hefur nú skilað skýrslu með aðgerðum til að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, sat í starfshópnum en tillögurnar eru viðamiklar og nálgunin heildstæð. „Þetta eru aðgerðir sem snúa að mönnum, dýrum, umhverfi, matvælum og fleira þannig að við reynum að hafa þetta eins viðamikið og við getum,“ segir Þórólfur. Verkefnum er forgangsraðað eftir mikilvægi. „Helstu atriðin sem skipta þarna máli er fræðsla um sýklalyfjanotkun; að grípa til aðgerða til að reyna að minnka sýklalyfjanotkun og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Reyndar er sýklalyfjanotkun á dýrum í góðu horfi eins og er. Svo snýr þetta mikið að vöktun, að geta fylgst vel með hvað er að gerast.“ Draga þarf úr útbreiðslu sýkinga til að byrja með, til dæmis með bólusetningu, hreinlæti og sóttvörnum. „Það eru ýmsar bólusetningar sem koma í veg fyrir sýkingar hjá mönnum og börnum til dæmis, sem eru núna í gangi og gætu orðið þýðingamiklar á næstunni sem geta komið í veg fyrir alls konar sýkingar og komið þannig í veg fyrir sýklalyfjanotkun.“ Þórólfur segir ekki von á nýrri og öflugri sýklalyfjum sem geti bjargað okkur úr þessum vanda. „Það eru mjög fá sýklalyf í þróun og jafnvel þó þau kæmu á markað þá væru þau örugglega mjög dýr, mjög breiðvirk og yrðu örugglega ekki notuð nema í svona völdum tilvikum og það er einmitt þess vegna sem við erum að fram hefja það að það þurfi að grípa til svona aðgerða til að koma í veg fyrir svona hluti, útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, því ný sýklalyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vandamáli.“ Lyf Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. 10. febrúar 2023 07:38 Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13. júlí 2022 11:07 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Í skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra setti á laggirnar, segir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn standi frammi fyrir í dag og að ógnin fari vaxandi með hverju ári. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á tímann fyrir uppgötvun sýklalyfja. Þverfaglegur starfshópur hefur nú skilað skýrslu með aðgerðum til að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, sat í starfshópnum en tillögurnar eru viðamiklar og nálgunin heildstæð. „Þetta eru aðgerðir sem snúa að mönnum, dýrum, umhverfi, matvælum og fleira þannig að við reynum að hafa þetta eins viðamikið og við getum,“ segir Þórólfur. Verkefnum er forgangsraðað eftir mikilvægi. „Helstu atriðin sem skipta þarna máli er fræðsla um sýklalyfjanotkun; að grípa til aðgerða til að reyna að minnka sýklalyfjanotkun og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Reyndar er sýklalyfjanotkun á dýrum í góðu horfi eins og er. Svo snýr þetta mikið að vöktun, að geta fylgst vel með hvað er að gerast.“ Draga þarf úr útbreiðslu sýkinga til að byrja með, til dæmis með bólusetningu, hreinlæti og sóttvörnum. „Það eru ýmsar bólusetningar sem koma í veg fyrir sýkingar hjá mönnum og börnum til dæmis, sem eru núna í gangi og gætu orðið þýðingamiklar á næstunni sem geta komið í veg fyrir alls konar sýkingar og komið þannig í veg fyrir sýklalyfjanotkun.“ Þórólfur segir ekki von á nýrri og öflugri sýklalyfjum sem geti bjargað okkur úr þessum vanda. „Það eru mjög fá sýklalyf í þróun og jafnvel þó þau kæmu á markað þá væru þau örugglega mjög dýr, mjög breiðvirk og yrðu örugglega ekki notuð nema í svona völdum tilvikum og það er einmitt þess vegna sem við erum að fram hefja það að það þurfi að grípa til svona aðgerða til að koma í veg fyrir svona hluti, útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, því ný sýklalyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vandamáli.“
Lyf Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. 10. febrúar 2023 07:38 Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13. júlí 2022 11:07 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. 10. febrúar 2023 07:38
Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30
Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13. júlí 2022 11:07