Hrein brjóst og legháls Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 12:30 Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsumál sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameins hefur aukist og er það mikið áhyggjuefni, hvað veldur því er sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig, margar tilgátur eru uppi og eru þekktar en þær verða ekki raktar hér. Rannsóknir á auknu nýgengi gætu gefið leiðarljós um þá áhættuþætti sem okkur ber að forðast og því mikilvægt að það verði farið í slíkar rannsóknir því þær gagnast okkur öllum. Breytt fyrirkomulag Fyrir nokkrum árum var breytt fyrirkomulag á skimunum fyrir brjóstakrabbameini og einnig fyrir leghálskrabbameinum. Skimun var flutt frá Krabbameinsfélaginu sem hefði staðið þá vakt með sóma frá upphafi. Brjóstaskimanir fara nú fram í Brjóstamiðstöð Landspítalans og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þá er skimað á öðrum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni eftir sem áður og er það skipulag að finna á vefnum skimanir.is. Öllum konum á aldrinum 40-69 ára er boðin skimum á tveggja ári festi og konum 70-74 ára á þriggja ára fresti. Leghálsskimanir fara reglulega fram á heilsugæslustöðvum um allt land. Þegar breytt fyrirkomulag var í umræðunni urðu margir áhyggjufullir að aðgengi að skimun yrði skert, konur þyrftu um langan veg að fara og hvatning og fræðsla yrði út undan. Eins og rakið var hér að ofan ætti aðgengi kvenna um land allt að vera í svipuðu formi og hefur verið þótt breytingar kalli alltaf á aðlögun. Berum ábyrgð á eigin heilsu Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hafi úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Það er áhyggjuefni sér í lagi þegar nýgengi brjóstakrabbameins hefur aukist. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópunum, en um 240 konur og 4 karlar greinast árlega með brjóstakrabbamein. Þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Í Danmörku hefur einnig dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á meðan finnskar og sænskar konur standa sig betur. Inn á Heilsuveru hvers og eins er hægt að sjá skimunarsögu okkar. Ég brýni fyrir konum að kíkja þar inn og sjá hvort og hvenær tímabært er að fara í skimun og setja inn í dagbókina að taka þátt. Þá er það einnig mikilvægt að fylgjast með einkennum og þukla brjóst reglulega og gera viðvart þegar eitthvað óvenjulegt er á seiði. Þörf er á vitundarvakningu Minni mæting í skimun kallar á vitundarvakningu , kostnaðurinn er ekki hár en getur verið hamlandi og hægt er að fá þetta endurgreitt frá stéttarfélögum, en þegar það er virkilega þörf á vitundarvakningu ætti að koma á móts við konur, t.d. með gjaldfrjálst í fyrsta sinn og eða fella niður gjald í eitt til tvö ár og sjá hvort mætingin aukist. Aukin fræðsla og þá á fleiri tungumálum en íslensku. Hvað eru frændur okkar Finnar að gera betur? Í rannsókn sem Krabbameinsfélagið lét gera var framtaksleysi eða tímaskortur algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun. Látum ekki tímaleysi eða framtaksleysi reisa okkur veggi gegn því að mæta skimun, það fer nefnilega svo fjandi mikill tími í krabbameinið sjálft! Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Kvenheilsa Framsóknarflokkurinn Heilsa Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsumál sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameins hefur aukist og er það mikið áhyggjuefni, hvað veldur því er sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig, margar tilgátur eru uppi og eru þekktar en þær verða ekki raktar hér. Rannsóknir á auknu nýgengi gætu gefið leiðarljós um þá áhættuþætti sem okkur ber að forðast og því mikilvægt að það verði farið í slíkar rannsóknir því þær gagnast okkur öllum. Breytt fyrirkomulag Fyrir nokkrum árum var breytt fyrirkomulag á skimunum fyrir brjóstakrabbameini og einnig fyrir leghálskrabbameinum. Skimun var flutt frá Krabbameinsfélaginu sem hefði staðið þá vakt með sóma frá upphafi. Brjóstaskimanir fara nú fram í Brjóstamiðstöð Landspítalans og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þá er skimað á öðrum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni eftir sem áður og er það skipulag að finna á vefnum skimanir.is. Öllum konum á aldrinum 40-69 ára er boðin skimum á tveggja ári festi og konum 70-74 ára á þriggja ára fresti. Leghálsskimanir fara reglulega fram á heilsugæslustöðvum um allt land. Þegar breytt fyrirkomulag var í umræðunni urðu margir áhyggjufullir að aðgengi að skimun yrði skert, konur þyrftu um langan veg að fara og hvatning og fræðsla yrði út undan. Eins og rakið var hér að ofan ætti aðgengi kvenna um land allt að vera í svipuðu formi og hefur verið þótt breytingar kalli alltaf á aðlögun. Berum ábyrgð á eigin heilsu Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hafi úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Það er áhyggjuefni sér í lagi þegar nýgengi brjóstakrabbameins hefur aukist. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópunum, en um 240 konur og 4 karlar greinast árlega með brjóstakrabbamein. Þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Í Danmörku hefur einnig dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á meðan finnskar og sænskar konur standa sig betur. Inn á Heilsuveru hvers og eins er hægt að sjá skimunarsögu okkar. Ég brýni fyrir konum að kíkja þar inn og sjá hvort og hvenær tímabært er að fara í skimun og setja inn í dagbókina að taka þátt. Þá er það einnig mikilvægt að fylgjast með einkennum og þukla brjóst reglulega og gera viðvart þegar eitthvað óvenjulegt er á seiði. Þörf er á vitundarvakningu Minni mæting í skimun kallar á vitundarvakningu , kostnaðurinn er ekki hár en getur verið hamlandi og hægt er að fá þetta endurgreitt frá stéttarfélögum, en þegar það er virkilega þörf á vitundarvakningu ætti að koma á móts við konur, t.d. með gjaldfrjálst í fyrsta sinn og eða fella niður gjald í eitt til tvö ár og sjá hvort mætingin aukist. Aukin fræðsla og þá á fleiri tungumálum en íslensku. Hvað eru frændur okkar Finnar að gera betur? Í rannsókn sem Krabbameinsfélagið lét gera var framtaksleysi eða tímaskortur algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun. Látum ekki tímaleysi eða framtaksleysi reisa okkur veggi gegn því að mæta skimun, það fer nefnilega svo fjandi mikill tími í krabbameinið sjálft! Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun