Litli frændi bjargaði lífi Hilmis með einu símtali Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 11:56 Hilmir var langt leiddur af þunglyndi og hafði ákveðið að yfirgefa þessa jarðvist. Hilmir Hilmir Peteresen Hjálmarsson öndunarþjálfari og bakari ræðir við Marín Möndu Magnúsdóttir í hlaðvarpsþættinum, Spegilmyndin, um það þegar litli frændi hans bjargaði lífi hans með einu símtali daginn sem hann hafði ákveðið að yfirgefa þessa jarðvist. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Hilmir hafði misst sjónar af því hver hann var og þótti lífið tilgangslaust. „Í um 15 til 20 ár lenti ég aftur og aftur í því að vera mjög þunglyndur. Á þeim tímapunkti var ég búinn að ákveða að taka mitt eigið líf og var búinn að ákveða hvar, hvenær og hvernig. Það er náttúrulega mjög erfitt að vita þegar maður hugsar um sjálfan sig sem lítið barn því hann er hluti af þér og nú er ég búinn að kynnast sjálfum mér upp á nýtt og það særir mig mjög mikið í dag að ég hafi viljað enda líf mitt. Því þá vildi ég enda líf hans, því ég er þessi litli strákur,“ segir Hilmir klökkur og tárin renna niður kinnar hans. Í þættinum segir Hilmir frá því þegar hann starfði sem bakari en skorti ástríðuna fyrir starfinu. Hann var leitandi og vildi starfa við mikilvægari hluti þar sem hann gat gefið af sér. „Þetta var bara skortur á sjálfsöryggi og slæm öndun, mjög slæm öndun. Mikill kvíði og ótti þannig að reglulega slokknar á mér algjörlega. Ég er bara að reyna að þrauka og vinna, vinna og vinna og finn í rauninni ekki neitt gildi í því sem ég er að gera. Ég er að hugsa um heilsuna en er að baka kökur og bollur og allt þetta, en sé ekki gildi í þessu,“ segir Hilmir. Litli frændi bjargaði lífi hans Að sögn Hilmis gekk honum illa í skóla sem barn og var búinn að útiloka það að geta menntað sig. „Þetta byrjar upp úr því þegar unglingsárin fara að koma en þegar ég var krakki hugsaði ég alltaf, ég á aldrei eftir að fara menntaveginn því ég er svo vitlaus. Bara trúði því, því mér gekk illa í skóla, var með ADHD og var bara vitlausi gæinn og hélt ég gæti aldrei orðið einkaþjálfari því nöfnin á anatómíunni voru svo flókin. Svo tók ég einkaþjálfarann um þrítugt og fékk 8,8. Ég komst í gegnum þetta tímabil og er heppinn að eiga lítinn frænda sem sá mig sem algjöra hetju og ég gat eiginlega ekki skilið hann svona eftir. Hann hringir í mig daginn sem ég var búinn að ákveða að gera þetta. Ég get ekki kvatt hann svona og skilið hann eftir þegar hetjan hans fer á þennan hátt. Ég er hér þökk sé Degi frænda mín. Nú er ég bara hér, nýr og bættur maður og búinn að finna tilgang í sársaukanum, tilgang í þjáningunni, annars er ég bara fórnarlamb sem þjáist áfram,“ segir Hilmir með kökkinn í hálsinum. Gat ekki haldið á syni sínum „Ég lenti í því að anda of hratt og konan mín var búin að taka eftir þessu. Ég var í rauninni útkeyrður, kominn með útbrot, þurr augu og stífa liði og svo bara slökknaði á mér. Ég var heima en það voru bara öll ljós slökkt. Ég bara sit þarna og held á syni mínum en ég gat ekki haldið á honum því ég fann ekki neitt,“ segir Hilmir sem setti færslu um ástand sitt á Facebook. Einar Carl hjá Primal Iceland sendi honum skilaboð eftir lesturinn og kynnti hann fyrir öndunarþjálfun sem breytti lífi hans til frambúðar. Hilmir „Hann kennir mér Butayko til að hægja á önduninni og það bjargaði lífi mínu algjörlega. Ég sendi honum bara póst, þú bara bjargaðir lífi mínu. Ég gerði öndunaræfingar reglulega í fimm mánuði, fimm til sex sinnum á dag og líf mitt bara breyttist,“ segir Hilmir: „Útbrotin hættu að koma, flasan byrjaði að minnka og ég hætti að vera þurr í augunum og ég byrjaði að vaska upp öðruvísi. Ég byrjaði að setjast inn í bílinn minn öðruvísi. Ég slóst alltaf við íþróttatöskuna þegar ég fór inn í bílinn en allt í einu kom ég að bílnum og það var svona værð yfir mér. Opnaði bílhurðina og lagði töskuna í aftursætið, lokaði og settist fram í og hugsaði með mér, svona getur bara lífið verið.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan. Ástin og lífið Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Hilmir hafði misst sjónar af því hver hann var og þótti lífið tilgangslaust. „Í um 15 til 20 ár lenti ég aftur og aftur í því að vera mjög þunglyndur. Á þeim tímapunkti var ég búinn að ákveða að taka mitt eigið líf og var búinn að ákveða hvar, hvenær og hvernig. Það er náttúrulega mjög erfitt að vita þegar maður hugsar um sjálfan sig sem lítið barn því hann er hluti af þér og nú er ég búinn að kynnast sjálfum mér upp á nýtt og það særir mig mjög mikið í dag að ég hafi viljað enda líf mitt. Því þá vildi ég enda líf hans, því ég er þessi litli strákur,“ segir Hilmir klökkur og tárin renna niður kinnar hans. Í þættinum segir Hilmir frá því þegar hann starfði sem bakari en skorti ástríðuna fyrir starfinu. Hann var leitandi og vildi starfa við mikilvægari hluti þar sem hann gat gefið af sér. „Þetta var bara skortur á sjálfsöryggi og slæm öndun, mjög slæm öndun. Mikill kvíði og ótti þannig að reglulega slokknar á mér algjörlega. Ég er bara að reyna að þrauka og vinna, vinna og vinna og finn í rauninni ekki neitt gildi í því sem ég er að gera. Ég er að hugsa um heilsuna en er að baka kökur og bollur og allt þetta, en sé ekki gildi í þessu,“ segir Hilmir. Litli frændi bjargaði lífi hans Að sögn Hilmis gekk honum illa í skóla sem barn og var búinn að útiloka það að geta menntað sig. „Þetta byrjar upp úr því þegar unglingsárin fara að koma en þegar ég var krakki hugsaði ég alltaf, ég á aldrei eftir að fara menntaveginn því ég er svo vitlaus. Bara trúði því, því mér gekk illa í skóla, var með ADHD og var bara vitlausi gæinn og hélt ég gæti aldrei orðið einkaþjálfari því nöfnin á anatómíunni voru svo flókin. Svo tók ég einkaþjálfarann um þrítugt og fékk 8,8. Ég komst í gegnum þetta tímabil og er heppinn að eiga lítinn frænda sem sá mig sem algjöra hetju og ég gat eiginlega ekki skilið hann svona eftir. Hann hringir í mig daginn sem ég var búinn að ákveða að gera þetta. Ég get ekki kvatt hann svona og skilið hann eftir þegar hetjan hans fer á þennan hátt. Ég er hér þökk sé Degi frænda mín. Nú er ég bara hér, nýr og bættur maður og búinn að finna tilgang í sársaukanum, tilgang í þjáningunni, annars er ég bara fórnarlamb sem þjáist áfram,“ segir Hilmir með kökkinn í hálsinum. Gat ekki haldið á syni sínum „Ég lenti í því að anda of hratt og konan mín var búin að taka eftir þessu. Ég var í rauninni útkeyrður, kominn með útbrot, þurr augu og stífa liði og svo bara slökknaði á mér. Ég var heima en það voru bara öll ljós slökkt. Ég bara sit þarna og held á syni mínum en ég gat ekki haldið á honum því ég fann ekki neitt,“ segir Hilmir sem setti færslu um ástand sitt á Facebook. Einar Carl hjá Primal Iceland sendi honum skilaboð eftir lesturinn og kynnti hann fyrir öndunarþjálfun sem breytti lífi hans til frambúðar. Hilmir „Hann kennir mér Butayko til að hægja á önduninni og það bjargaði lífi mínu algjörlega. Ég sendi honum bara póst, þú bara bjargaðir lífi mínu. Ég gerði öndunaræfingar reglulega í fimm mánuði, fimm til sex sinnum á dag og líf mitt bara breyttist,“ segir Hilmir: „Útbrotin hættu að koma, flasan byrjaði að minnka og ég hætti að vera þurr í augunum og ég byrjaði að vaska upp öðruvísi. Ég byrjaði að setjast inn í bílinn minn öðruvísi. Ég slóst alltaf við íþróttatöskuna þegar ég fór inn í bílinn en allt í einu kom ég að bílnum og það var svona værð yfir mér. Opnaði bílhurðina og lagði töskuna í aftursætið, lokaði og settist fram í og hugsaði með mér, svona getur bara lífið verið.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Ástin og lífið Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp