Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Ég tók þetta á mig og gerði það með stæl“

Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir spilaði í fremstu víglínu fyrir Selfyssinga er liðið tók á móti Stjörnunni í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Hún þakkaði traustið og skoraði fyrra mark liðsins í langþráðum 2-1 sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðni: Þetta var erfiður sigur

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með 2-1 sigur á ÍBV á Kaplakrikavelli í níunda umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var í annað sinn á sex dögum sem liðin mætast og í bæði skiptin sigraði FH en í þetta sinn var sigurinn torsóttari fyrir Hafnfirðinga.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er heimskuleg spurning“

Alexandra Popp, liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg og fyrirliði þýska landsliðsins í fótbolta, fékk furðulega spurningu frá blaðamanni í undirbúningi þýska liðsins fyrir HM í næsta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Diljá Ýr til Belgíu

Framherjinn Diljá Ýr Zomers hefur gengið í raðir belgíska félagsins Leuven frá sænska félaginu Norrköping. Ekki kemur fram um hversu langan samning er að ræða.

Fótbolti
Fréttamynd

Ljóst hvað bíður KA og Víkings ef þau vinna

Nú hefur verið dregið í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, þar sem KA og Víkingur spila takist þeim að vinna mótherja sína í 1. umferð. Einnig er aðeins skýrara hvaða liði Breiðablik mætir, falli liðið úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Ha­vertz svo gott sem genginn í raðir Arsenal

Þýski framherjinn Kai Havertz er svo gott genginn í raðir Arsenal frá Chelsea. Það stefnir því að hann muni leika áfram í Lundúnum á næstu leiktíð. Skytturnar borga rúmlega 65 milljónir punda [rúma 11 milljarða íslenskra króna].

Enski boltinn
Fréttamynd

Chelsea selur fjóra til Sádi-Arabíu

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er búið að selja einn af leikmönnum sínum til liðs í sádiarabísku deildinni og þrír aðrir eru að fara sömu leið. Þá hafa Úlfarnir selt einn sinn besta mann til Sádi-Arabíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo þakkar Íslandi fyrir sig

Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, komst í heimsmetabók Guinness er hann lék með portúgalska landsliðinu gegn því íslenska í gær.

Fótbolti