Aftur með þrennu á afmælisdeginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 15:00 Felicia Schröder er sænsk unglingalandsliðskona og mjög efnilegur framherji. Það er líka gott að setja alltaf leik á afmælisdaginn hennar. Getty/Sam Barnes Sænska knattspyrnukonan Felicia Schröder kann heldur betur að halda upp á afmælið sitt í fótboltaskónum. Það hefur hún nú sýnt og sannað undanfarin tvö ár og gerði meira segja betur í ár en í fyrra. Schröder fæddist 13. apríl 2007 og hélt því upp á átján ára afmælið sitt í gær. Hún er löngu orðin lykilleikmaður síns liðs í sænsku deildinni en hún er liðsfélagi Fanneyjar Birkisdóttur hjá Häcken. Í fyrra hélt Schröder upp á sautján ára afmælið sitt með því að skora þrennu og í gær endurtók hún leikinn og gott betur með því að skora fernu fyrir BK Häcken í 5-1 sigri á Vittsjö í sænsku kvennadeildinni. Það tók hana heldur ekki langan tíma að ná afmælisþrennu annað árið í röð því hún skoraði þrjú fyrstu mörk Häcken á fyrstu 24 mínútum leiksins. Schröder skoraði síðan fjórða markið sitt á 77. mínútu og endaði síðan eftirminnilegan leik á því að næla sér í gult spjald. Schröder var búin að skora eitt mark í fyrstu tveimur leikjunum en er nú orðin markahæst í deildinni. Leikurinn hennar á afmælisdeginum í fyrra var á móti Norrköping og vannst 4-3. Schröder skoraði þá tvö fyrstu mörkin í þeim leik og svo sigurmarkið á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Hún hefur skorað alls 17 mörk í 27 deildarleikjum á síðustu tveimur tímabilum en sjö þeirra hafa komið á afmælisdegi hennar 13. apríl. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Schröder fæddist 13. apríl 2007 og hélt því upp á átján ára afmælið sitt í gær. Hún er löngu orðin lykilleikmaður síns liðs í sænsku deildinni en hún er liðsfélagi Fanneyjar Birkisdóttur hjá Häcken. Í fyrra hélt Schröder upp á sautján ára afmælið sitt með því að skora þrennu og í gær endurtók hún leikinn og gott betur með því að skora fernu fyrir BK Häcken í 5-1 sigri á Vittsjö í sænsku kvennadeildinni. Það tók hana heldur ekki langan tíma að ná afmælisþrennu annað árið í röð því hún skoraði þrjú fyrstu mörk Häcken á fyrstu 24 mínútum leiksins. Schröder skoraði síðan fjórða markið sitt á 77. mínútu og endaði síðan eftirminnilegan leik á því að næla sér í gult spjald. Schröder var búin að skora eitt mark í fyrstu tveimur leikjunum en er nú orðin markahæst í deildinni. Leikurinn hennar á afmælisdeginum í fyrra var á móti Norrköping og vannst 4-3. Schröder skoraði þá tvö fyrstu mörkin í þeim leik og svo sigurmarkið á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Hún hefur skorað alls 17 mörk í 27 deildarleikjum á síðustu tveimur tímabilum en sjö þeirra hafa komið á afmælisdegi hennar 13. apríl. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira