
Sterk tengsl milli sóttkvíarbrota ferðalanga og smita innanlands
Fimmtíu og einn greindist og hátt á þriðja þúsund manns fóru í sóttkví í tengslum við þrjár hópsýkingar sem urðu hér á landi nýlega. Allar komu þær til vegna einstaklinga sem komu til landsins og héldu ekki sóttkví.