Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2021 10:45 Guðrún Aspelund, yfirlæknir sóttvarnasviðs Embættis landlæknis, varar við því að börn ferðist til útlanda. Vísir Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. Börnum með undirliggjandi sjúkdóma hefur verið boðið í bólusetningu en börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára stendur til boða að fá bólusetningarboð, óski foreldrar eftir því. Þó liggur fyrir að ekki verði ráðist í bólusetningar á börnum fyrr en í ágúst en starfsmenn heilsugæslu eru margir hverjir í sumarfríi þessa dagana. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki sé mælst með því að óbólusett börn ferðist til útlanda. Þá ítrekar hún að börn á tólf til fimmtán ára aldri verði aðeins bólusett óski foreldrar eftir því. „Það hefur verið talað um það að bólusetja börn 12-15 ára ef foreldrar óska þess en það myndi vera gert á heilsugæslunni og ekki fjöldabólusetning, eins og var gert í Laugardalshöllinni. Það er kannski ekki heppilegt að gera það við börn,“ sagði Guðrún. „Þá myndi heilsugæslan taka þetta að sér áfram, eins og þau hafa gert, en þetta yrði þá gert í gegn um lækni eða heilsugæslu viðkomandi. En þangað til eru börnin óbólusett og við erum þá ekki að mæla með að þau séu að fara erlendis, eins og er.“ Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítala, sagði í viðtali við Harmageddon á dögunum að það væri galið að bíða með bólusetningu barna. Kórónuveiran geti reynst börnum hættuleg og vísaði hann til þess að 500 börn hafi látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. „Nú hefur verið samþykkt bólusetning 12-16 ára barna við Covid-19 8 í samræmi við samþykki FDA/EMA) svo lengi sem óskað er eftir því. Þetta var skýrt í reglugerð frá Embætti landlæknis. Hins vegar virðist stefnan vera að bíða þar til skóli byrjar. Það ætti að vera augljóst af hverju það er galin hugmynd,“ skrifaði Jón Magnús í færslu á Facebook sem var til umræðu í Harmageddon. „Einnig orkar það tvímælis að bíða eftir meiri samfélagsdreifingu áður en bólusett er. Við vitum að klár ávinningur er af bólusetningu 12-16 ára barna við Covid-19 og öryggi er mjög gott. Hér er ekki verið að láta börn njóta vafans – hér er verið að takmarka aðgengi barna að mikilvægri heilbrigðisþjónustu.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ferðalög Tengdar fréttir Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54 Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Börnum með undirliggjandi sjúkdóma hefur verið boðið í bólusetningu en börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára stendur til boða að fá bólusetningarboð, óski foreldrar eftir því. Þó liggur fyrir að ekki verði ráðist í bólusetningar á börnum fyrr en í ágúst en starfsmenn heilsugæslu eru margir hverjir í sumarfríi þessa dagana. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki sé mælst með því að óbólusett börn ferðist til útlanda. Þá ítrekar hún að börn á tólf til fimmtán ára aldri verði aðeins bólusett óski foreldrar eftir því. „Það hefur verið talað um það að bólusetja börn 12-15 ára ef foreldrar óska þess en það myndi vera gert á heilsugæslunni og ekki fjöldabólusetning, eins og var gert í Laugardalshöllinni. Það er kannski ekki heppilegt að gera það við börn,“ sagði Guðrún. „Þá myndi heilsugæslan taka þetta að sér áfram, eins og þau hafa gert, en þetta yrði þá gert í gegn um lækni eða heilsugæslu viðkomandi. En þangað til eru börnin óbólusett og við erum þá ekki að mæla með að þau séu að fara erlendis, eins og er.“ Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítala, sagði í viðtali við Harmageddon á dögunum að það væri galið að bíða með bólusetningu barna. Kórónuveiran geti reynst börnum hættuleg og vísaði hann til þess að 500 börn hafi látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. „Nú hefur verið samþykkt bólusetning 12-16 ára barna við Covid-19 8 í samræmi við samþykki FDA/EMA) svo lengi sem óskað er eftir því. Þetta var skýrt í reglugerð frá Embætti landlæknis. Hins vegar virðist stefnan vera að bíða þar til skóli byrjar. Það ætti að vera augljóst af hverju það er galin hugmynd,“ skrifaði Jón Magnús í færslu á Facebook sem var til umræðu í Harmageddon. „Einnig orkar það tvímælis að bíða eftir meiri samfélagsdreifingu áður en bólusett er. Við vitum að klár ávinningur er af bólusetningu 12-16 ára barna við Covid-19 og öryggi er mjög gott. Hér er ekki verið að láta börn njóta vafans – hér er verið að takmarka aðgengi barna að mikilvægri heilbrigðisþjónustu.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ferðalög Tengdar fréttir Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54 Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54
Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22