Ekki bruna af stað án brunavarna Eyrún Viktorsdóttir skrifar 19. júlí 2021 11:01 Íslenska sumarið er dásamlegt og töfrandi – svo töfrandi að það fær okkur til að gleyma hinum dimmu vetrardögum. Með fullan tank og fullt skott fyllum við helstu tjaldsvæði landsins og tæmum matvöruverslanir. En áður en heimilið er yfirgefið er að mörgu að huga. Lokaði ég öllum gluggum? Læsti ég geymslunni? Var sléttujárnið nokkuð í sambandi? Hvað með spjaldtölvuna í herbergi dætra minna, var hún í hleðslu? Síðan þegar brunað er af stað úr bænum leitar hugurinn gjarnan í „hverju gleymdi ég, ég gleymdi einhverju ég veit það – en hverju?“ Þessi hugsun hverfur síðan við fyrsta strangheiðarlega bensínstöðvar kaffibollann. Það er gott að fá frí frá eigin hugsunum og það er gott að vera öruggur. Öryggið kemur þó ekki að sjálfu sér og sjaldnast er það alveg upp á tíu. Öryggið þarf nefnilega að hugsa aftur og aftur og það spyr hvorki um stað né stund þar sem hættan getur bankað upp á hvenær sem er og hvar sem er. Öryggið er hringur sem hefur hvorki byrjun né endi en við getum verið skrefinu á undan og unnið með örygginu og þar með aukið það. Breyttur bíll – húsbíll – tjaldvagn – fellihýsi – hjólhýsi – sumarbústaður – hótel – tjald? Um liðna helgi áttu sér stað tveir hjólhýsabrunar. Sem betur fer sakaði engan og því mikilvægt fyrir okkur að nota tækifærið og læra af þessum brunum, átta okkur á því hve raunveruleg hættan er þegar ferðavagnar eiga í hlut. Við getum gert betur og því vil ég hvetja alla til þess að bæta brunavörnum á tjékklistann áður en lagt er af stað í ferðalagið. Hvort sem ferðinni er heitið á næsta tjaldsvæði, í notalegan sumarbústaðinn eða nýjasta hótelið þarf að huga að brunavörnum. Hvort sem þú kemst ferðar þinnar á breyttum bíl, húsbíl eða smábíl þarf að huga að brunavörnum. Þá er gríðarlega mikilvægt að huga vel að öllum gas- og rafmagnstengingum sem kunna að vera til staðar í ferðavögnum sérstaklega. Eldklár ferðaráð Slökkvitæki skulu vera til staðar í öllum breyttum bílum, húsbílum og ferðavögnum. Hlaðið og yfirfarið slökkvitæki árlega hið minnsta. Reykskynjarar og gasskynjarar eru frábærir ferðafélagar. Sömu reglur gilda um brunavarnir heimilanna og í bústöðum. Kynnið ykkur flóttaleiðir og gerið flóttaáætlun. Verið á varðbergi gagnvart gróðureldum. Staðsetjið hvorki hefðbundin grill, ferðagrill né einnota grill of nálægt mannvirkjum, skjólveggjum eða gróðri. Nauðsynlegt er að prófa gaskútinn og ganga úr skugga að búnaðurinn sé þéttur og rækilega skorðaður. Góð regla er að skrúfa fyrir gaskúta áður en lagt er af stað. Sama á við um rafmagnstengingar – mikilvægt er að yfirfara þær og skorða vel. Farið almennt varlega með opinn eld. Ef eldur kemur upp, hringið strax í 112. Ekki leyfa eldhættunni að skyggja á sólina, gleðina og fríið. Vertu skrefinu á undan með okkur í sumar og bættu brunavörnum á tjékklistann! Fleiri góð ráð má finna á vertueldklar.is. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjaldsvæði Ferðalög Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenska sumarið er dásamlegt og töfrandi – svo töfrandi að það fær okkur til að gleyma hinum dimmu vetrardögum. Með fullan tank og fullt skott fyllum við helstu tjaldsvæði landsins og tæmum matvöruverslanir. En áður en heimilið er yfirgefið er að mörgu að huga. Lokaði ég öllum gluggum? Læsti ég geymslunni? Var sléttujárnið nokkuð í sambandi? Hvað með spjaldtölvuna í herbergi dætra minna, var hún í hleðslu? Síðan þegar brunað er af stað úr bænum leitar hugurinn gjarnan í „hverju gleymdi ég, ég gleymdi einhverju ég veit það – en hverju?“ Þessi hugsun hverfur síðan við fyrsta strangheiðarlega bensínstöðvar kaffibollann. Það er gott að fá frí frá eigin hugsunum og það er gott að vera öruggur. Öryggið kemur þó ekki að sjálfu sér og sjaldnast er það alveg upp á tíu. Öryggið þarf nefnilega að hugsa aftur og aftur og það spyr hvorki um stað né stund þar sem hættan getur bankað upp á hvenær sem er og hvar sem er. Öryggið er hringur sem hefur hvorki byrjun né endi en við getum verið skrefinu á undan og unnið með örygginu og þar með aukið það. Breyttur bíll – húsbíll – tjaldvagn – fellihýsi – hjólhýsi – sumarbústaður – hótel – tjald? Um liðna helgi áttu sér stað tveir hjólhýsabrunar. Sem betur fer sakaði engan og því mikilvægt fyrir okkur að nota tækifærið og læra af þessum brunum, átta okkur á því hve raunveruleg hættan er þegar ferðavagnar eiga í hlut. Við getum gert betur og því vil ég hvetja alla til þess að bæta brunavörnum á tjékklistann áður en lagt er af stað í ferðalagið. Hvort sem ferðinni er heitið á næsta tjaldsvæði, í notalegan sumarbústaðinn eða nýjasta hótelið þarf að huga að brunavörnum. Hvort sem þú kemst ferðar þinnar á breyttum bíl, húsbíl eða smábíl þarf að huga að brunavörnum. Þá er gríðarlega mikilvægt að huga vel að öllum gas- og rafmagnstengingum sem kunna að vera til staðar í ferðavögnum sérstaklega. Eldklár ferðaráð Slökkvitæki skulu vera til staðar í öllum breyttum bílum, húsbílum og ferðavögnum. Hlaðið og yfirfarið slökkvitæki árlega hið minnsta. Reykskynjarar og gasskynjarar eru frábærir ferðafélagar. Sömu reglur gilda um brunavarnir heimilanna og í bústöðum. Kynnið ykkur flóttaleiðir og gerið flóttaáætlun. Verið á varðbergi gagnvart gróðureldum. Staðsetjið hvorki hefðbundin grill, ferðagrill né einnota grill of nálægt mannvirkjum, skjólveggjum eða gróðri. Nauðsynlegt er að prófa gaskútinn og ganga úr skugga að búnaðurinn sé þéttur og rækilega skorðaður. Góð regla er að skrúfa fyrir gaskúta áður en lagt er af stað. Sama á við um rafmagnstengingar – mikilvægt er að yfirfara þær og skorða vel. Farið almennt varlega með opinn eld. Ef eldur kemur upp, hringið strax í 112. Ekki leyfa eldhættunni að skyggja á sólina, gleðina og fríið. Vertu skrefinu á undan með okkur í sumar og bættu brunavörnum á tjékklistann! Fleiri góð ráð má finna á vertueldklar.is. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun