Mesta eldhættan þegar ekið er með hjólhýsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2021 12:03 Tveir dælubílar slökkviliðs voru sendir á vettvang þegar eldur kom upp í hjólhýsi á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Það var í annað sinn sem eldur kom upp í hjólhýsi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Martin Meyer Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikilvægt að fólk gangi vel frá gasi og rafmagni áður en lagt er af stað í ferðalög með hjólhýsi og aðra aftanívagna. Mest hætta sé á ferðum við akstur með slíka ferðavagna í eftirdragi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti elda í tveimur hjólhýsum í gær. Fyrra útkall slökkviliðs vegna elds í hjólhýsi barst rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi í Kópavogi, en það var gjörónýtt eftir eldinn. Í seinna tilvikinu kom upp eldur í hjólhýsi sem var í afturdragi á Vesturlandsvegi, sem skemmdist talsvert minna. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir mikilvægt að fólk skrúfi fyrir gas og slökkvi á rafmagni í hýsunum, áður en farið er af stað slíka vagna, sem oft geta verið eldfimir. „Mesta hættan í kringum svona hjólhýsi er þegar verið er að ferðast með þau. Þá er mjög mikið atriði að fólk gæti að því að slökkva á öllu rafmagni, skrúfa fyrir gaskútana og vera ekki með gas á kerfunum í hjólhýsunum. Það á náttúrulega líka við þegar þau standa bara og eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón og bendir á að öruggast sé að skrúfa fyrir gaskúta, þar sem ekki sé nóg að slökkva á gasinu með rofa í hjólhýsunum sjálfum. Gott að hafa bil á milli Hann segir alltaf talsverða hættu á því að eldur í hjólhýsum dreifi úr sér í nærliggjandi bíla eða mannvirki, enda logi hýsin glatt þegar eldur kemur upp. „Þetta er eitt af því sem slökkvistjórar, sérstaklega úti á landi, hafa verið að ræða við þessar hjólhýsabyggðir sem eru orðnar vinsælar. Það er gott fyrir fólk að hafa það í huga þegar það er með þetta í geymslu eða á tjaldsvæði að vera ekki of nálægt næsta hýsi. Að reyna að hafa smá bil á milli þeirra,“ segir Sigurjón. „Þetta er öryggisatriði sem fólk hugsar kannski ekki um þegar það er að ferðast eða leggur hjólhýsunum á tjaldsvæði. En ef eitthvað kemur upp á getur verið voða gott að vera búinn að leiða hugann að þessu,“ segir Sigurjón og hvetur ferðalanga með hjólhýsi og aðra ferðavagna til að fara að öllu með gát og gefa sér tíma í ferðalagið. Slökkvilið Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03 Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14 Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fyrra útkall slökkviliðs vegna elds í hjólhýsi barst rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi í Kópavogi, en það var gjörónýtt eftir eldinn. Í seinna tilvikinu kom upp eldur í hjólhýsi sem var í afturdragi á Vesturlandsvegi, sem skemmdist talsvert minna. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir mikilvægt að fólk skrúfi fyrir gas og slökkvi á rafmagni í hýsunum, áður en farið er af stað slíka vagna, sem oft geta verið eldfimir. „Mesta hættan í kringum svona hjólhýsi er þegar verið er að ferðast með þau. Þá er mjög mikið atriði að fólk gæti að því að slökkva á öllu rafmagni, skrúfa fyrir gaskútana og vera ekki með gas á kerfunum í hjólhýsunum. Það á náttúrulega líka við þegar þau standa bara og eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón og bendir á að öruggast sé að skrúfa fyrir gaskúta, þar sem ekki sé nóg að slökkva á gasinu með rofa í hjólhýsunum sjálfum. Gott að hafa bil á milli Hann segir alltaf talsverða hættu á því að eldur í hjólhýsum dreifi úr sér í nærliggjandi bíla eða mannvirki, enda logi hýsin glatt þegar eldur kemur upp. „Þetta er eitt af því sem slökkvistjórar, sérstaklega úti á landi, hafa verið að ræða við þessar hjólhýsabyggðir sem eru orðnar vinsælar. Það er gott fyrir fólk að hafa það í huga þegar það er með þetta í geymslu eða á tjaldsvæði að vera ekki of nálægt næsta hýsi. Að reyna að hafa smá bil á milli þeirra,“ segir Sigurjón. „Þetta er öryggisatriði sem fólk hugsar kannski ekki um þegar það er að ferðast eða leggur hjólhýsunum á tjaldsvæði. En ef eitthvað kemur upp á getur verið voða gott að vera búinn að leiða hugann að þessu,“ segir Sigurjón og hvetur ferðalanga með hjólhýsi og aðra ferðavagna til að fara að öllu með gát og gefa sér tíma í ferðalagið.
Slökkvilið Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03 Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14 Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03
Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14
Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12