
„Við erum búnir að skrifa okkur í sögubækurnar“
Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden lauk frábæru tímabili í ensku úrvalsdeildinni með tveimur mörkum er lokaumferðinni sem fram fór í gær.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden lauk frábæru tímabili í ensku úrvalsdeildinni með tveimur mörkum er lokaumferðinni sem fram fór í gær.
Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.
Alls voru 37 mörk skoruð í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Manchester City tryggði sér titilinn fjórða árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum.
Manchester City tryggði sér sinn fjórða Englandsmeistaratitil í röð er liðið vann 3-1 sigur gegn West Ham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Manchester United vann 2-0 útisigur er liðið heimsótti Brighton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Þetta var síðasti leikur Roberto De Zerbi sem knattspyrnustjóri Brighton.
Arsenal vann 2-1 sigur er liðið tók á móti Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Liðið þurfti á sigri að halda til að halda titilvonum sínum á lífi, en sigur Manchester City þýðir að Arsenal þarf að gera sér annað sæti að góðu.
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool unnu 2-0 sigur er liðið tók á móti Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Gærdagurinn var sannarlega góður fyrir Emmu Hayes, fráfarandi knattspyrnustjóra Chelsea. Hún missti þó af því að fá sér í glas með sjálfum Sir Alex Ferguson.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að eftirmaður sinn, Arne Slot, muni gera góða hluti hjá félaginu.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið sé í betri stöðu en fyrir ári síðan.
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur samþykkt að greiða 29 milljónir punda fyrir Estevao Willian frá Palmeiras.
Félögum Jóns Daða Böðvarssonar í Bolton mistókst í dag að vinna sér inn sæti í ensku B-deildinni í knattspyrnu er liðið mátti þola 2-0 tap gegn Oxford United á Wembley.
Chelsea tryggði sér enska meistaratitilinn fimmta árið í röð með stórsigri á Manchester United, 0-6, á Old Trafford í dag.
Roberto De Zerbi yfirgefur Brighton eftir tímabilið. Hann stýrir liðinu í síðasta sinn gegn Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.
Phil Foden hjá Manchester City var valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.
Mikel Arteta og strákarnir hans í Arsenal þurfa að treysta á hjálp frá West Ham United í lokaumferðinni á morgun til að verða Englandsmeistarar.
Eins og við sögðum frá fyrr í dag mun íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson leika sinn síðasta leik fyrir Burnley á morgun. Jóhann Berg er á förum frá félaginu sem hann hefur varið tíma sínum hjá undanfarin átta ár og auðsjáanlegt í viðtali, sem hefur nú birst á samfélagsmiðlareikningum Burnley, hversu mikils virði þessi tími hefur verið fyrir Jóhann Berg.
Jóhann Berg Guðmundsson yfirgefur Burnley þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Jürgen Klopp, fráfarandi knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann myndi kjósa með tillögu Wolves um að hætta notkun myndbandsdómgæslu í ensku úrvalsdeildinni.
Southampton tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik gegn Leeds um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann 3-1 sigur gegn WBA.
Liverpool mun ekki bjóða Thiago og Joel Matip samningsframlengingu að tímabilinu loknu.
Hollendingurinn Arne Slot staðfesti í dag að hann myndi taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool af Þjóðverjanum Jurgen Klopp sem lætur af störfum eftir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn kemur.
Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar mun vera viðstaddur leik Arsenal og Everton á Emirates leikvanginum í Lundúnum í komandi lokaumferð deildarinnar þar sem að baráttan um Englandsmeistaratitilinn ræðst. Það gerir Masters þrátt fyrir að líklegra þyki að Englandsmeistaratitillinn verði afhentur í Manchesterborg.
James Maddison er ekki á jólakortalista Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Þjóðverjinn hefur ekki enn fyrirgefið honum atvik fyrir fimm árum.
Leeds United er komið í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 4-0 sigur á Norwich City í síðari leik liðanna í undanúrslitum umspilsins. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en í kvöld var aldrei spurning um hvort liðið væri á leið á Wembley.
UEFA hefur sett City Football Group tvo valkosti fyrir næsta tímabil. Ef ekki verður farið eftir fyrirmælum fyrir 3. júní verður annað hvort Manchester City eða Girona lækkað um tign og látið spila í Evrópudeildinni á næsta ári.
Ederson, markvörður Manchester City, missir af síðustu tveimur leikjum tímabilsins vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Tottenham í fyrradag. Hann er með brákaða augntóft.
Chelsea setti nýtt met í sigurleik sínum á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi um leið og liðið bætti stöðu sína í baráttunni um Evrópusætin. Metið er nú ekki eftirsótt.
Ochirvaani Batbold, eða Ochiroo eins og hann er kallaður eftir helstu hetju sinni, Wayne Rooney, hjólaði rúmlega 14.000 kílómetra frá heimili sínu í Mongólíu til Englands þar sem hann heimsótti Old Trafford.
Glen Tweneboah, umboðsmaður Michael Olise, var dæmdur í sex mánaða bann af enska knattspyrnusambandinu eftir rannsóknir á samningi sem hann gekk frá við Reading árið 2019.