Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2025 22:02 Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah hafa fagnað mörgum sætum sigrum saman. Getty Mohamed Salah segir að liðsfélagi sinn Trent Alexander-Arnold hafi ekki átt það skilið að þurfa að hlusta á baul frá hluta stuðningsmanna Liverpool, þrátt fyrir ákvörðun sína um að yfirgefa félagið og semja við Real Madrid. Alexander-Arnold er fæddur og uppalinn í Liverpool og lék í fyrsta sinn með aðalliði félagsins árið 2016. Hann yfirgefur Englandsmeistarana í sumar og sú ákvörðun hans virðist fara afar illa í suma af stuðningsmönnum liðsins sem bauluðu á hann í 2-2 jafnteflinu við Arsenal síðasta sunnudag. Aðrir klöppuðu hins vegar fyrir honum. „Mér fannst einhvern veginn að stuðningsmennirnir væru of harkalegir við hann,“ sagði Salah við Sky Sports. „Mér fannst hann ekki verðskulda þetta á þessum tímapunkti. Hann á skilið að stuðningsmennirnir fari eins vel með hann og hægt er því hann hefur gefið þeim allt sem hann getur,“ sagði Salah. „Ímyndið ykkur einhvern sem gefur ykkur allt sem hann á í tuttugu ár. Svona á þetta ekki að vera. Vonandi breytist þetta í næsta leik, gegn Brighton eða í síðasta leik tímabilsins, því hann á skilið að vera kvaddur með virktum,“ sagði Salah. Alexander-Arnold, sem er 26 ára gamall, hefur spilað 353 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum og skorað 23 mörk. Hann hefur meðal annars unnið tvo Englandsmeistaratitla með liðinu, Meistaradeild Evrópu, enska bikarinn og enska deildabikarinn. „Ég elska hann,“ sagði Salah um sinn fráfarandi liðsfélaga. „Mér finnst hann eiga skilið að vera kvaddur með allra besta hætti. Hann hefur gert svo mikið fyrir borgina og fyrir félagið og hann er líklega einn besti leikmaður í sögu félagsins. Hann lagði allt í sölurnar,“ sagði Salah sem sjálfur ákvað að vera áfram hjá Liverpool og skrifaði undir samning til tveggja ára í síðasta mánuði. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Alexander-Arnold er fæddur og uppalinn í Liverpool og lék í fyrsta sinn með aðalliði félagsins árið 2016. Hann yfirgefur Englandsmeistarana í sumar og sú ákvörðun hans virðist fara afar illa í suma af stuðningsmönnum liðsins sem bauluðu á hann í 2-2 jafnteflinu við Arsenal síðasta sunnudag. Aðrir klöppuðu hins vegar fyrir honum. „Mér fannst einhvern veginn að stuðningsmennirnir væru of harkalegir við hann,“ sagði Salah við Sky Sports. „Mér fannst hann ekki verðskulda þetta á þessum tímapunkti. Hann á skilið að stuðningsmennirnir fari eins vel með hann og hægt er því hann hefur gefið þeim allt sem hann getur,“ sagði Salah. „Ímyndið ykkur einhvern sem gefur ykkur allt sem hann á í tuttugu ár. Svona á þetta ekki að vera. Vonandi breytist þetta í næsta leik, gegn Brighton eða í síðasta leik tímabilsins, því hann á skilið að vera kvaddur með virktum,“ sagði Salah. Alexander-Arnold, sem er 26 ára gamall, hefur spilað 353 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum og skorað 23 mörk. Hann hefur meðal annars unnið tvo Englandsmeistaratitla með liðinu, Meistaradeild Evrópu, enska bikarinn og enska deildabikarinn. „Ég elska hann,“ sagði Salah um sinn fráfarandi liðsfélaga. „Mér finnst hann eiga skilið að vera kvaddur með allra besta hætti. Hann hefur gert svo mikið fyrir borgina og fyrir félagið og hann er líklega einn besti leikmaður í sögu félagsins. Hann lagði allt í sölurnar,“ sagði Salah sem sjálfur ákvað að vera áfram hjá Liverpool og skrifaði undir samning til tveggja ára í síðasta mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira