Átti Henderson að fá rautt spjald? Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2025 08:00 Dean Henderson slær hér boltann frá Erling Haaland sem var við það að sleppa í gegn. Vísir/Getty Dean Henderson átti stórleik í marki Crystal Palace þegar liðið tryggði sér enska bikarinn í knattspyrnu í gær. Wayne Rooney segir að Henderson hefði átt að fá rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í leiknum. Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik en þá sendi varnarmaðurinn Josko Gvardiol langan bolta fram á Erling Haaland. Dean Henderson markvörður Crystal Palace hikaði í úthlaupinu áður en hann rétti út höndina og blakaði boltanum burt frá Haaland. Snertingin átti sér augljóslega stað utan vítateigsins. VAR skoðaði atvikið en aðhafðist ekkert og sagði Henderson ekki hafa rænt Haaland augljósu marktækifæri. Það sem VAR tekur til greina þegar skera á úr um hvort um augljóst marktækifæri sé að ræða er fjarlægð frá markinu, í hvaða átt boltinn er að fara, hversu líklegt sé að sóknarmaður haldi eða nái stjórn á boltanum og loks staðsetning og fjöldi varnarmanna. Dean Henderson varði vítaspyrnu Omar Marmoush í leiknum.Vísir/Getty Handleiki markvörður knöttinn utan vítateigs þýðir það ekki sjálfkrafa rautt spjald og VAR skoðar aðeins hvort um sé að ræða brot sem verðskuldar rautt spjald. Þar sem boltinn var ekki á leið beint í átt að marki var úrskurður VAR að Henderson hefði ekki rænt Haaland augljósu marktækifæri en City hefði átt að fá aukaspyrnu við teiginn. „Burt með VAR“ Wayne Rooney var sérfræðingur í útsendingu BBC frá úrslitaleiknum og hann sagði í umfjöllun eftir leikinn að Dean Henderson hefði átt að fá rautt spjald í leiknum fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs. „Þetta er rautt spjald, þetta er 100% rautt spjald. Erling Haaland er við það að fara framhjá honum og Dean Henderson sópar boltanum í burtu. Þetta er rautt spjald, hvernig getað þeir klikkað á þessu?“ sagði Rooney eftir leikinn. Pep Guardiola lenti í orðaskaki við Henderson eftir leik en spænski knattspyrnustjórinn var ósáttur með hve mikið leikmenn Crystal Palace töfðu í leiknum.Vísir/Getty Eftir að hann heyrði af úrskurði VAR sagði hann. „Burt með VAR. Þeir gerðu mistök og nú eru þeir að reyna að bjarga sér. Þetta er rautt spjald og það sjá það allir. Að koma svo með þetta bull...“ Annar fyrrum enskur landsliðsmaður var einnig sérfræðingur hjá BBC og hann sagði Henderson hafa verið heppinn. „Reglan snýst um að hann er að hlaupa í átt frá marki en Henderson er líka að stoppa augljóst tækifæri til að skora. Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira
Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik en þá sendi varnarmaðurinn Josko Gvardiol langan bolta fram á Erling Haaland. Dean Henderson markvörður Crystal Palace hikaði í úthlaupinu áður en hann rétti út höndina og blakaði boltanum burt frá Haaland. Snertingin átti sér augljóslega stað utan vítateigsins. VAR skoðaði atvikið en aðhafðist ekkert og sagði Henderson ekki hafa rænt Haaland augljósu marktækifæri. Það sem VAR tekur til greina þegar skera á úr um hvort um augljóst marktækifæri sé að ræða er fjarlægð frá markinu, í hvaða átt boltinn er að fara, hversu líklegt sé að sóknarmaður haldi eða nái stjórn á boltanum og loks staðsetning og fjöldi varnarmanna. Dean Henderson varði vítaspyrnu Omar Marmoush í leiknum.Vísir/Getty Handleiki markvörður knöttinn utan vítateigs þýðir það ekki sjálfkrafa rautt spjald og VAR skoðar aðeins hvort um sé að ræða brot sem verðskuldar rautt spjald. Þar sem boltinn var ekki á leið beint í átt að marki var úrskurður VAR að Henderson hefði ekki rænt Haaland augljósu marktækifæri en City hefði átt að fá aukaspyrnu við teiginn. „Burt með VAR“ Wayne Rooney var sérfræðingur í útsendingu BBC frá úrslitaleiknum og hann sagði í umfjöllun eftir leikinn að Dean Henderson hefði átt að fá rautt spjald í leiknum fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs. „Þetta er rautt spjald, þetta er 100% rautt spjald. Erling Haaland er við það að fara framhjá honum og Dean Henderson sópar boltanum í burtu. Þetta er rautt spjald, hvernig getað þeir klikkað á þessu?“ sagði Rooney eftir leikinn. Pep Guardiola lenti í orðaskaki við Henderson eftir leik en spænski knattspyrnustjórinn var ósáttur með hve mikið leikmenn Crystal Palace töfðu í leiknum.Vísir/Getty Eftir að hann heyrði af úrskurði VAR sagði hann. „Burt með VAR. Þeir gerðu mistök og nú eru þeir að reyna að bjarga sér. Þetta er rautt spjald og það sjá það allir. Að koma svo með þetta bull...“ Annar fyrrum enskur landsliðsmaður var einnig sérfræðingur hjá BBC og hann sagði Henderson hafa verið heppinn. „Reglan snýst um að hann er að hlaupa í átt frá marki en Henderson er líka að stoppa augljóst tækifæri til að skora.
Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira