Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. maí 2025 14:15 Lineker hefur áður ollið uppnámi vegna ummæla um pólitísk málefni. EPA-EFE/WILL OLIVER Sjónvarpsmaðurinn og fyrrum fótboltamaðurinn Gary Lineker lætum af störfum hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, á sunnudag. Hann hættir í skugga ásakana um gyðingahatur. Staðið hafði til um hríð að Lineker myndi stýra sínum síðasta þætti af Match of the Day (MOTD) á sunnudaginn kemur en í þeim þætti er hver umferð ensku úrvalsdeildarinnar gerð upp. MOTD hefur verið á dagskrá hverja helgi í kringum deildina frá árinu 1964 en enginn hefur stýrt þættinum eins lengi og Lineker. Hann tók við stjórnartaumunum árið 1999 og er því að klára sitt 26. tímabil. Lineker átti ekki að ljúka alfarið störfum hjá BBC eftir þátt sunnudagsins en átti að starfa áfram í kringum landsleiki Englands, og fylgja liðinu á HM 2026. View this post on Instagram A post shared by Gary Lineker (@garylineker) Í síðustu viku deildi Lineker Instagram-sögu frá hópnum „Palestine Lobby“ sem bar titilinn „Zionism explained in two minutes“ og innihélt mynd af rottu. Rotta hefur sögulega verið notuð sem tákn í gyðingahatri. Lineker eyddi færslunni fljótlega og baðst afsökunar, sagðist ekki hafa tekið eftir rottumyndinni og að hann myndi aldrei vísvitandi deila efni sem væri gyðingahatur Eftir færslu Linekers sætti hann töluverðri gagnrýni. Hann birti myndbandsyfirlýsingu á Instagram-síðu sinni í dag þar sem hann tilkynnti um brottför sína alfarið frá BBC. „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli,“ segir Lineker meðal annars í myndbandinu sem hann birti á Instagram. Hann sagði „að hætta núna er ábyrgðarfulla leiðin að fara.“ Lineker er þó að líkindum ekki hættur fótboltaumfjöllun en hann hefur haldið uppi hlaðvarpinu The Rest is Football ásamt þeim Alan Shearer og Micah Richards síðustu misseri. Lineker er á meðal fremri markaskorara í sögu Englands og skoraði 48 mörk í 80 landsleikjum milli 1984 og 1992. Á leikmannaferli hans spilaði hann fyrir Leicester, Everton og Tottenham á Englandi auk Barcelona á Spáni og Nagoya Grampus í Japan. Myndbandsyfirlýsingu Linekers má sjá í færslunni að ofan. Enski boltinn England Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Staðið hafði til um hríð að Lineker myndi stýra sínum síðasta þætti af Match of the Day (MOTD) á sunnudaginn kemur en í þeim þætti er hver umferð ensku úrvalsdeildarinnar gerð upp. MOTD hefur verið á dagskrá hverja helgi í kringum deildina frá árinu 1964 en enginn hefur stýrt þættinum eins lengi og Lineker. Hann tók við stjórnartaumunum árið 1999 og er því að klára sitt 26. tímabil. Lineker átti ekki að ljúka alfarið störfum hjá BBC eftir þátt sunnudagsins en átti að starfa áfram í kringum landsleiki Englands, og fylgja liðinu á HM 2026. View this post on Instagram A post shared by Gary Lineker (@garylineker) Í síðustu viku deildi Lineker Instagram-sögu frá hópnum „Palestine Lobby“ sem bar titilinn „Zionism explained in two minutes“ og innihélt mynd af rottu. Rotta hefur sögulega verið notuð sem tákn í gyðingahatri. Lineker eyddi færslunni fljótlega og baðst afsökunar, sagðist ekki hafa tekið eftir rottumyndinni og að hann myndi aldrei vísvitandi deila efni sem væri gyðingahatur Eftir færslu Linekers sætti hann töluverðri gagnrýni. Hann birti myndbandsyfirlýsingu á Instagram-síðu sinni í dag þar sem hann tilkynnti um brottför sína alfarið frá BBC. „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli,“ segir Lineker meðal annars í myndbandinu sem hann birti á Instagram. Hann sagði „að hætta núna er ábyrgðarfulla leiðin að fara.“ Lineker er þó að líkindum ekki hættur fótboltaumfjöllun en hann hefur haldið uppi hlaðvarpinu The Rest is Football ásamt þeim Alan Shearer og Micah Richards síðustu misseri. Lineker er á meðal fremri markaskorara í sögu Englands og skoraði 48 mörk í 80 landsleikjum milli 1984 og 1992. Á leikmannaferli hans spilaði hann fyrir Leicester, Everton og Tottenham á Englandi auk Barcelona á Spáni og Nagoya Grampus í Japan. Myndbandsyfirlýsingu Linekers má sjá í færslunni að ofan.
Enski boltinn England Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira