

Bónus-deild kvenna
Leikirnir

„Markmiðið er að hafa 10 liða efstu deild“
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að markmið stjórnar KKÍ sé að fjölga liðum í Subway-deild kvenna úr átta liðum í tíu á næstu árum. Fjölgunin megi þó ekki bitna á 1. deildinni, sem gæti þar að leiðandi bitnað á íþróttinni í heild.

Sjáðu myndirnar frá sigri Njarðvíkinga sem tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn
Njarðvík varð í gærkvöldi Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir 14 stiga sigur gegn Haukum í oddaleik, 65-51.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 51-65 | Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar
Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta eftir 14 stiga sigur gegn Haukum í oddaleik í kvöld, 51-65.

Rúnar Ingi: Ég er ekki að fara neitt
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir að liðið varð Íslandsmeistari í kvöld.

Átján stigum frá því að taka stigametið af leikmanni sem er í hinu liðinu
Stiga- og frákastametið í lokaúrslitum kvenna í körfubolta er í stórhættu í oddaleiknum um sigur í Subway-deild kvenna.

Helena Sverris: Ég hrinti henni
Helenu Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var létt að hafa náð sigri í Njarðvík í kvöld, 51-60. Haukar ná þar með knýja fram oddaleik og forðast sumarfrí.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 51-60 | Haukakonur tryggðu sér oddaleik
Haukar og Njarðvík munu mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna eftir níu stiga sigur Haukakvenna í Ljónagryfjunni í kvöld, 51-60.

Njarðvíkingar geta lyft Íslandsbikarnum í Ljónagryfjunni í fyrsta skipti í 31 ár
Njarðvíkingar tryggðu sér síðast Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryjfunni árið 1991 en geta endað þá bið í kvöld.

Að lágmarki fjórir Íslendingar á vellinum hverju sinni í körfuboltanum næsta vetur
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur, í samræmi við óskir félaganna í Subway-deildunum, samþykkt nýjar reglur um hlutgengi erlendra leikmanna. Reglurnar taka gildi fyrir næstu leiktíð.

Mótherjar nýliðanna úr Njarðvík ráða ekkert við hina mögnuðu Collier
Njarðvíkurkonur eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Haukum á Ásvöllum í gærkvöldi. Enn á ný réðu Haukakonur ekkert við hina mögnuðu bandarísku körfuboltakonu Aliyuh Collier.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn
Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Aliyah Collier: Börðumst allar mínúturnar
Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn fyrir Njarðvíkinga þegar þær grænklæddu lögðu Hauka í leik númer þrjú í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna fyrr í kvöld.

Með miklu betra sigurhlutfall á Ásvöllum í vetur heldur en heimakonur
Haukakonur taka á móti stöllum sínum úr Njarðvík í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway deildar kvenna í körfubolta. Staðan er 1-1 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari 2022.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 62-82 | Haukar tóku heimavallarréttinn til baka í Ljónagryfjunni
Haukar svöruðu fyrir tapið á heimavelli í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Liðið gjörsigraði Njarðvík í Ljónagryfjunni og hefur nú náð heimavallarréttinum til baka.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar – Njarðvík 59-70 | Njarðvíkingar tóku forystu á útivelli
Njarðvíkingar eru komnir með forystu í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna eftir góðan 11 stiga útisigur gegn Haukum í kvöld, 59-70.

„Trúi á frasann vörn vinnur titla“
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í skýjunum með ellefu stiga sigur í Ólafssal 59-70. Njarðvík leiðir því úrslitaeinvígið 1-0 í Subway-deild kvenna.

Nýliðarnir ætla að endurtaka leikinn frá 2012 og skemma fullkomna endurkomu þeirra bestu
Úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í Ólafssal í kvöld þegar Haukar taka á móti Njarðvík. Fyrir ári síðan virtist var ekkert í kortunum sem benti til þess að þessi tvö lið myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2022.

ÍR lagði Ármann og spilar í efstu deild á næstu leiktíð
ÍR verður meðal þátttakenda í Subway deildinni í körfubolta á næstu leiktíð eftir að hafa lagt Ármannskonur að velli í oddaleik í Kennaraháskólanum í dag.

Oddaleikur Ármanns og ÍR sýndur í beinni útsendingu
Oddaleikur Ármanns og ÍR um laust sæti í Subway-deild kvenna sem fram fer í dag verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Fjölnir 64-58| Deildarmeistararnir í sumarfrí og Njarðvík mætir Haukum í úrslitum
Tímabilinu er lokið fyrir deildarmeistara Fjölnis eftir tap í undanúrslitaeinvíginu gegn Njarðvík 3-1 sem er nýliði í deildinni. Njarðvík vann fjórða leikinn 64-58 og mætir Haukum í úrslitum Subway-deildar kvenna.

„Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi“
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í skýjunum eftir að Njarðvík tryggði sér farseðilinn í úrslit Subway-deildar kvenna gegn Haukum.

Haukar sýndu yfirburði sína | Íslandsmeistarar Vals í sumarfrí
Hauka konur eru komnar áfram í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitil Subway-deildar kvenna eftir 73-80 sigur á Val í kvöld á Hlíðarenda. Haukar sópa því Íslandsmeisturum Vals út úr undanúrslitum eftir 3-0 sigur í einvíginu.

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Njarðvík 51-72| Njarðvík tók forystuna eftir stórsigur í Dalhúsum
Njarðvík vann þriðja leikinn í einvíginu gegn Fjölni með 21 stigi 51-72. Fyrri hálfleikur Njarðvíkur var frábær sem skilaði gestunum 24 stiga forystu í hálfleik og heimakonum tókst engan veginn að vinna niður það forskot.

Rúnar: Áttum glimrandi fyrri hálfleik
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með stórsigur í Dalhúsum 51-72. Úrslit leiksins þýddu að Njarðvík leiðir einvígið 1-2.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík – Fjölnir 80-66| Njarðvík jafnaði einvígið
Njarðvík jafnaði einvígið gegn Fjölni 1-1 eftir sigur í Ljónagryfjunni. Njarðvík byrjaði afar vel og var með forystuna nánast út allan leikinn sem skilaði 14 stiga sigri 80-66.

„Hefðum tapað þessum leik í október“
Njarðvík jafnaði einvígið gegn Fjölni með sigri í Ljónagryfjunni 80-66. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar – Valur 72-70 | Haukakonur einum sigri frá úrslitum
Haukar unnu nauman tveggja stiga sigur gegn Valskonum í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í kvöld. Haukar leiða því einvígið 2-0 og eru einum sigri frá úrslitum.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 58-61 | Bikarmeistararnir tóku forystuna gegn Íslandsmeisturunum
Haukar unnu þriggja stiga sigur á Val 58-61 og tóku þar með forystuna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í einvígi gegn Val.

„Sóknarfráköstin í fjórða leikhluta skilaði sigrinum“
Haukar unnu fyrsta leikinn gegn Val í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með útisigurinn.

Við vorum bara að hlaupa út um allan völl og það kann ekki góðri lukku að stýra
Njarðvík tapaði með sjö stiga mun fyrir deildarmeisturum Fjölnis í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir margt mega betur fara.