Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 73-79 | Ótrúlegur viðsnúningur á Hlíðarenda Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 29. mars 2023 21:05 Aliyah A'taeya Collier átti góðan leik í liði Njarðvíkur. Vísir/Snædís Bára Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa nú unnið sjö leiki í röð eftir frábæran sigur á Val að Hlíðarenda í lokaumferð Subway-deildar kvenna. Valur leiddi framan af en ótrúlegur viðsnúningur undir lok leiks sneri taflinu við. Valskonur byrjuðu mun betur og framan af stefndi þetta bara í eina átt. Valur þurfti að vinna þennan leik til þess að tryggja sér annað sæti deildarinnar og þar með heimavallarrétt gegn Haukum í undanúrslitunum. Haukar spiluðu á sama tíma gegn Breiðabliki í Ólafssal og þar voru alltaf yfirgnæfandi líkur á sigri Hauka. Valur vissi því að þær þurftu sigur, og þær mættu grimmar til leiks. Njarðvík skaut hörmulega í fyrsta leikhlutanum – rétt yfir 20 prósent – og náðu engum takti. Valur leiddi með níu stigum eftir fyrsta leikhluta og héldu áfram að brúa bilið í eftir því sem leið á annan leikhluta. Þegar Valur komst í 30-18 þá tók Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, mjög áhugavert leikhlé. Hann skellti kerfistöflu sinni í gólfið og lét leikmenn sína heyra það. Aliyah Collier, besti leikmaður Njarðvíkur og líklega besti leikmaður deildarinnar, gargaði á þjálfara sinn til baka. Það var hiti á bekknum en þetta markaði innkomu Njarðvík í leikinn. Fram að þessu höfðu þær verið hálfsofandi en eftir þetta leikhlé - þar sem miklar tilfinningar brutust út – þá mættu þær almennilega til leiks. Munurinn var tíu stig í hálfleik og í byrjun seinni hálfleiks mætti allt annað Njarðvíkurlið til leiks. Þær náðu að minnka muninn í tvö stig en Valur svaraði því vel. Munurinn á milli liðanna fór aftur upp í tólf stig, en gestirnir gáfust engan veginn upp. Fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var sjö stiga munur, en fjórði leikhlutinn var algjörlega eign Njarðvíkur. Þær voru að fara að enda í fjórða sæti sama hvernig leikurinn myndi fara en það sást hvað þeim langaði mikið að vinna og fara með sjöunda sigurinn í röð inn í úrslitakeppnina. Með Collier fremsta í flokki þá tók Njarðvík yfir leikinn á meðan Valskonur voru heillum horfnar. Njarðvík skoraði 30 stig gegn 17 stigum Vals í fjórða leikhluta og stemningin í liðinu var hreint út sagt mögnuð. Að lokum var frábær sigur Njarðvíkur staðreynd og þær mæta inn í úrslitakeppnina sem heitasta lið deildarinnar. Af hverju vann Njarðvík? Það var þetta leikhlé í öðrum leikhluta sem skilaði þessum sigri, allavega var það upphafið að því að Njarðvík sneri leiknum sér í vil. Þær mættu ótrúlega áræðnar inn í seinni hálfleikinn og sýndu styrk sinn eftir að þær fengu högg á sig í þriðja leikhluta. Þær voru staðráðnar í að vinna sjöunda leik sinn í röð og gerðu það. Hverjar stóðu upp úr? Allir erlendu leikmenn Njarðvíkur spiluðu vel og stigu upp fyrir liðið þegar það þurfti mest á því að halda. Aliyah Collier var líkt og oft áður ótrúlega mikilvæg fyrir sitt lið þar sem hún skoraði 25 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hún setti niður mjög mikilvæg skot í fjórða leikhlutanum. Þá má minnast á það að Bríet Sif Hinriksdóttir kom sterk inn í fjórða leikhlutanum hjá gestunum. Hún hjálpaði sínum gömlu félögum í Haukum að ná öðru sætinu. Hjá Val var Kiana Jonson með 14 stig og 14 stoðsendingar. Simone Gabriel Costa átti þá góða innkomu í Valsliðið. Hvað gekk illa? Þegar allt var undir í fjórða leikhlutanum þá fóru leikmenn Vals að hiksta. Í körfubolta verðurðu að halda einbeitingu allan tímann. Þetta var mjög mikilvægur leikur og þær stóðust ekki prófið. Ekki góð merki fyrir úrslitakeppnina þar sem pressan er mikil. Hvað næst? Úrslitakeppnin hefst í næstu viku og bæði þessi lið byrja á útivelli; Njarðvík gegn Keflavík og Valur gegn Haukum. Þetta verða mjög fróðleg einvígi svo ekki sé meira sagt. „Hik er sama og tap“ Ólafur Jónas á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Við fáum 30 stig á okkur í fjórða leikhluta sem er náttúrulega bara glatað,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, eftir mjög svo svekkjandi gegn Njarðvík í kvöld. „Þær setja erfið skot en við erum hægar í öllum róteringum og hikandi sóknarlega. Ég skil það ekki. Við hikum og hik er sama og tap. Því fór sem fór.“ Valur var með tök á leiknum í fyrri hálfleik og voru tíu stigum yfir í hléinu. Þær náðu svo 12 stiga forskoti í þriðja leikhluta en misstu það frá sér og töpuðu leiknum. Því endar liðið í þriðja sæti og verður ekki með heimavallarforskot í undanúrslitunum í úrslitakeppninni. „Við vorum ekkert að hika í fyrri hálfleik. Við vissum nákvæmlega hvað við ætluðum að gera en hættum að gera það í seinni hálfleik. Þær voru ekki að breyta neinu í seinni hálfleik. Þær voru kannski aðeins hægari í þessari hedge-vörn í fyrri hálfleik og minnkuðu það aðeins, en annars voru engar breytingar. Við vorum hikandi. Mér fannst við hafa tök á leiknum í 30 mínútur eða meirihlutann af því. Ég þarf að skoða þetta aftur, maður segir yfirleitt aldrei neitt gáfulegt beint eftir svona leik.“ Er ekki mjög svekkjandi að missa af öðru sætinu í hendur Hauka? „Það skiptir ekki máli núna. Þetta fór svona og við erum í þriðja sæti,“ sagði Ólafur og bætti við: „Við eigum það þá skilið. Við gerðum okkur erfitt fyrir og núna þurfum við að vinna á Ásvöllum. Það er næsta verkefni, að leggjast yfir Haukana.“ Hann hefur ekki áhyggjur af því að þetta vonda tap muni hafa áhrif á liðið þegar í úrslitakeppnina er komið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Við þurfum bara að núlla þetta út, við erum að fara inn í nýtt mót. Við förum klárar inn í seríuna gegn Haukum,“ sagði þjálfari Valsliðsins að lokum. Subway-deild kvenna Valur UMF Njarðvík
Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa nú unnið sjö leiki í röð eftir frábæran sigur á Val að Hlíðarenda í lokaumferð Subway-deildar kvenna. Valur leiddi framan af en ótrúlegur viðsnúningur undir lok leiks sneri taflinu við. Valskonur byrjuðu mun betur og framan af stefndi þetta bara í eina átt. Valur þurfti að vinna þennan leik til þess að tryggja sér annað sæti deildarinnar og þar með heimavallarrétt gegn Haukum í undanúrslitunum. Haukar spiluðu á sama tíma gegn Breiðabliki í Ólafssal og þar voru alltaf yfirgnæfandi líkur á sigri Hauka. Valur vissi því að þær þurftu sigur, og þær mættu grimmar til leiks. Njarðvík skaut hörmulega í fyrsta leikhlutanum – rétt yfir 20 prósent – og náðu engum takti. Valur leiddi með níu stigum eftir fyrsta leikhluta og héldu áfram að brúa bilið í eftir því sem leið á annan leikhluta. Þegar Valur komst í 30-18 þá tók Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, mjög áhugavert leikhlé. Hann skellti kerfistöflu sinni í gólfið og lét leikmenn sína heyra það. Aliyah Collier, besti leikmaður Njarðvíkur og líklega besti leikmaður deildarinnar, gargaði á þjálfara sinn til baka. Það var hiti á bekknum en þetta markaði innkomu Njarðvík í leikinn. Fram að þessu höfðu þær verið hálfsofandi en eftir þetta leikhlé - þar sem miklar tilfinningar brutust út – þá mættu þær almennilega til leiks. Munurinn var tíu stig í hálfleik og í byrjun seinni hálfleiks mætti allt annað Njarðvíkurlið til leiks. Þær náðu að minnka muninn í tvö stig en Valur svaraði því vel. Munurinn á milli liðanna fór aftur upp í tólf stig, en gestirnir gáfust engan veginn upp. Fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var sjö stiga munur, en fjórði leikhlutinn var algjörlega eign Njarðvíkur. Þær voru að fara að enda í fjórða sæti sama hvernig leikurinn myndi fara en það sást hvað þeim langaði mikið að vinna og fara með sjöunda sigurinn í röð inn í úrslitakeppnina. Með Collier fremsta í flokki þá tók Njarðvík yfir leikinn á meðan Valskonur voru heillum horfnar. Njarðvík skoraði 30 stig gegn 17 stigum Vals í fjórða leikhluta og stemningin í liðinu var hreint út sagt mögnuð. Að lokum var frábær sigur Njarðvíkur staðreynd og þær mæta inn í úrslitakeppnina sem heitasta lið deildarinnar. Af hverju vann Njarðvík? Það var þetta leikhlé í öðrum leikhluta sem skilaði þessum sigri, allavega var það upphafið að því að Njarðvík sneri leiknum sér í vil. Þær mættu ótrúlega áræðnar inn í seinni hálfleikinn og sýndu styrk sinn eftir að þær fengu högg á sig í þriðja leikhluta. Þær voru staðráðnar í að vinna sjöunda leik sinn í röð og gerðu það. Hverjar stóðu upp úr? Allir erlendu leikmenn Njarðvíkur spiluðu vel og stigu upp fyrir liðið þegar það þurfti mest á því að halda. Aliyah Collier var líkt og oft áður ótrúlega mikilvæg fyrir sitt lið þar sem hún skoraði 25 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hún setti niður mjög mikilvæg skot í fjórða leikhlutanum. Þá má minnast á það að Bríet Sif Hinriksdóttir kom sterk inn í fjórða leikhlutanum hjá gestunum. Hún hjálpaði sínum gömlu félögum í Haukum að ná öðru sætinu. Hjá Val var Kiana Jonson með 14 stig og 14 stoðsendingar. Simone Gabriel Costa átti þá góða innkomu í Valsliðið. Hvað gekk illa? Þegar allt var undir í fjórða leikhlutanum þá fóru leikmenn Vals að hiksta. Í körfubolta verðurðu að halda einbeitingu allan tímann. Þetta var mjög mikilvægur leikur og þær stóðust ekki prófið. Ekki góð merki fyrir úrslitakeppnina þar sem pressan er mikil. Hvað næst? Úrslitakeppnin hefst í næstu viku og bæði þessi lið byrja á útivelli; Njarðvík gegn Keflavík og Valur gegn Haukum. Þetta verða mjög fróðleg einvígi svo ekki sé meira sagt. „Hik er sama og tap“ Ólafur Jónas á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Við fáum 30 stig á okkur í fjórða leikhluta sem er náttúrulega bara glatað,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, eftir mjög svo svekkjandi gegn Njarðvík í kvöld. „Þær setja erfið skot en við erum hægar í öllum róteringum og hikandi sóknarlega. Ég skil það ekki. Við hikum og hik er sama og tap. Því fór sem fór.“ Valur var með tök á leiknum í fyrri hálfleik og voru tíu stigum yfir í hléinu. Þær náðu svo 12 stiga forskoti í þriðja leikhluta en misstu það frá sér og töpuðu leiknum. Því endar liðið í þriðja sæti og verður ekki með heimavallarforskot í undanúrslitunum í úrslitakeppninni. „Við vorum ekkert að hika í fyrri hálfleik. Við vissum nákvæmlega hvað við ætluðum að gera en hættum að gera það í seinni hálfleik. Þær voru ekki að breyta neinu í seinni hálfleik. Þær voru kannski aðeins hægari í þessari hedge-vörn í fyrri hálfleik og minnkuðu það aðeins, en annars voru engar breytingar. Við vorum hikandi. Mér fannst við hafa tök á leiknum í 30 mínútur eða meirihlutann af því. Ég þarf að skoða þetta aftur, maður segir yfirleitt aldrei neitt gáfulegt beint eftir svona leik.“ Er ekki mjög svekkjandi að missa af öðru sætinu í hendur Hauka? „Það skiptir ekki máli núna. Þetta fór svona og við erum í þriðja sæti,“ sagði Ólafur og bætti við: „Við eigum það þá skilið. Við gerðum okkur erfitt fyrir og núna þurfum við að vinna á Ásvöllum. Það er næsta verkefni, að leggjast yfir Haukana.“ Hann hefur ekki áhyggjur af því að þetta vonda tap muni hafa áhrif á liðið þegar í úrslitakeppnina er komið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Við þurfum bara að núlla þetta út, við erum að fara inn í nýtt mót. Við förum klárar inn í seríuna gegn Haukum,“ sagði þjálfari Valsliðsins að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti