„Talaði um það síðustu þrjár vikur að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. apríl 2023 22:40 Rúnar Ingi Erlingsson var svekktur með tíu stiga tap gegn Keflavík Vísir/Snædís Bára Njarðvík tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tíu stiga tap 74-64 í Blue-höllinni. „Tapaðir boltar fóru með þennan leik. Við vorum með ellefu tapaða bolta í fyrri hálfleik en vorum samt í fínum málum. Á þessu sviði snýst leikurinn mikið um hvort liðið er betra í að halda skipulagi og við bognuðum í kvöld og við þurfum að skoða það. Við vorum við það að brotna þegar við vorum fimm stigum yfir og það er eitthvað sem við þurfum að breyta í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir tap gegn Keflavík. Aliyah A'taeya Collier, leikmaður Njarðvíkur, spilaði afar vel en fór meidd af velli og Rúnar sagði að það hafi verið vendipunkturinn í leiknum. „Vendipunkturinn var þegar Aliyah [A'taeya Collier] meiddist þar sem við vorum tveimur stigum undir. Okkur tókst ekki að bregðast við boltapressunni og þær ýttu okkur úr því sem við vildum gera og okkur tókst ekki að halda aga.“ „Ég veit ekki hvernig meiðslin hennar líta út og það verður að koma í ljós. Við munum reyna að gera allt til að koma henni í lag.“ Njarðvík gaf aðeins átta stoðsendingar í leiknum og Rúnar hafði miklar áhyggjur af því. „Það er vandamál. Ég talaði um það í öllum leikhléum og síðustu þrjár vikurnar að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing. Að hreyfa bolta, vera á réttum stöðum og fylla réttu svæðin við fórum í gegnum það á æfingum en við framkvæmdum það ekki í kvöld. Það er auðvelt að gera hlutina í tómu íþróttahúsi. Þegar þú ert kominn í fullt hús og með leikmenn í hvítu sem eru að berja þig þá svöruðum við með röngum aðferðum þar sem við drippluðum allt of mikið.“ „Ég mun tala enn þá meira um það að við verðum að dreifa boltanum betur um völlinn til þess að fá opin skot og þannig ætlum við að vinna Keflavík,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur með litla boltahreyfingu Njarðvíkur. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
„Tapaðir boltar fóru með þennan leik. Við vorum með ellefu tapaða bolta í fyrri hálfleik en vorum samt í fínum málum. Á þessu sviði snýst leikurinn mikið um hvort liðið er betra í að halda skipulagi og við bognuðum í kvöld og við þurfum að skoða það. Við vorum við það að brotna þegar við vorum fimm stigum yfir og það er eitthvað sem við þurfum að breyta í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir tap gegn Keflavík. Aliyah A'taeya Collier, leikmaður Njarðvíkur, spilaði afar vel en fór meidd af velli og Rúnar sagði að það hafi verið vendipunkturinn í leiknum. „Vendipunkturinn var þegar Aliyah [A'taeya Collier] meiddist þar sem við vorum tveimur stigum undir. Okkur tókst ekki að bregðast við boltapressunni og þær ýttu okkur úr því sem við vildum gera og okkur tókst ekki að halda aga.“ „Ég veit ekki hvernig meiðslin hennar líta út og það verður að koma í ljós. Við munum reyna að gera allt til að koma henni í lag.“ Njarðvík gaf aðeins átta stoðsendingar í leiknum og Rúnar hafði miklar áhyggjur af því. „Það er vandamál. Ég talaði um það í öllum leikhléum og síðustu þrjár vikurnar að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing. Að hreyfa bolta, vera á réttum stöðum og fylla réttu svæðin við fórum í gegnum það á æfingum en við framkvæmdum það ekki í kvöld. Það er auðvelt að gera hlutina í tómu íþróttahúsi. Þegar þú ert kominn í fullt hús og með leikmenn í hvítu sem eru að berja þig þá svöruðum við með röngum aðferðum þar sem við drippluðum allt of mikið.“ „Ég mun tala enn þá meira um það að við verðum að dreifa boltanum betur um völlinn til þess að fá opin skot og þannig ætlum við að vinna Keflavík,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur með litla boltahreyfingu Njarðvíkur.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira