Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Keflavík 89-85 | Njarðvík vann án Collier og jafnaði einvígið Jakob Snævar Ólafsson skrifar 6. apríl 2023 22:10 vísir/snædís Njarðvík er búið að jafna metin í einvíginu gegn Keflavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Njarðvík vann 89-85 sigur á heimavelli sínum í kvöld eftir spennandi leik. Keflavík vann sigur í fyrsta leik liðanna og var 1-0 yfir í einvíginu. Þar að auki meiddist lykilmaður Njarðvíkur, Aliyah Collier, í leiknum í Keflavík og verður ekki meira með á tímabilinu en hún er hæst í öllum tölfræðiþáttum deildarinnar á tímabilinu. Njarðvík mætti hins vegar af miklum krafti í leikinn án síns besta leikmanns. Þær höfðu frumkvæðið lengst af þó Keflavík væri aldrei langt undan og næði forystunni inn á milli. Í fjórða leikhluta náði Njarðvík ellefu stiga forystu og virtist ætla að sigla sigrinum í höfn. Keflavík kom þó til baka og náði að minnka muninn í eitt stig eftir að hafa stolið boltanum af Njarðvík en misnotaði tækifærið í næstu sókn til að komast yfir. Keflvíkingar fengu á sig klaufalega óíþróttamannslega villu í sókn heimakvenna og leikmenn Njarðvíkur sýndu stáltaugar á vítalínunni í kjölfarið. Raquel Laneiro kom Njarðvík fjórum stigum yfir með tveimur vítaskotum þegar rúmar níu sekúndur voru eftir og tryggði þeim sigurinn. Lokatölur 89-85 og Njarðvík fagnaði góðum sigri enda búnar að jafna metin í þessum frábæra Suðurnesjaslag. Áðurnefnd Laneiro var stigahæst hjá Njarðvík með 21 stig auk þess að gefa 11 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Ísabella Ósk Sigurðardóttir átti sömuleiðis góðan leik og skoraði 20 stig. Hjá Keflavík var Daniela Wallen langatkvæðamest með 32 stig og 16 fráköst en löngum köflum hélt hún Keflavík algjörlega á floti. Liðin mætast á nýjan leik í Keflavík á sunnudag en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið.| Af hverju vann Njarðvík? Heimakonur voru án sinnar stærstu stjörnu og þurftu nauðsynlega að þjappa sér enn betur saman. Byrjunarliðið auk sjöttu konunnar, Bríetar Sifjar, báru leikinn uppi í sameiningu og spiluðu allar vel bæði sóknarlega og varnarlega. Sóknarleikur heimakvenna gekk mun betur en oft áður og skotnýting þeirra var mjög góð, Njarðvíkingar urðu að koma saman sem lið fyrst þær gátu ekki lengur treyst á Aliyah Collier. Það tókst þeim heldur betur og það skóp fyrst og fremst þennan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Fimm leikmenn Njarðvíkinga skoruðu tíu stig eða fleiri. Raquel Laneiro var stigahæst með 21 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Isabella Ósk Sigurðardóttir átti einn sinn besta leik síðan hún gekk til liðs við Njarðvík. Hún skoraði 20 stig, tók tólf fráköst og var með 72 prósent skotnýtingu. Í liði Keflavíkur bar lang mest á Daniela Morillo sem skoraði 32 stig og tók sextán fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur einkenndist oft af talsverðu hnoði. Liðinu gekk illa að láta boltann flæða og finna góð skotfæri. Skotnýting þeirra var verri en oftast áður á þessari leiktíð og fór á tímabili niður fyrir 30 prósent. Daniela Morillo dró vagninn að miklu leyti og það skilar seint árangri. Keflvíkingar gerðu sig líklegar í þriðja leikhluta og aftur undir lokin til að keyra yfir Njarðvíkinga með sínum ákafa varnarleik eins og hefur gerst í fyrri leikjum þessara liða í vetur. Lið Njarðvíkur lifði Keflvísku ákefðina hins vegar af og því fór sem fór. Hvað gerist næst? Staðan í einvíginu er núna 1-1 og þriðji leikur liðanna fer fram á páskadag, 9. apríl, á heimavelli Keflavíkur í Blue-höllinni. „Áttum ekki skilið að vinna“ Hörður Axel var ekki nógu ánægður með sitt lið í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sammála því að einn leikmaður, Daniela Morillo, hefði haldið Keflavíkurliðinu inn í leiknum. „Það var fullt af leikmönnum sem lögðu í púkkið en þetta var ekki nógu gott. Við vorum að flýta okkur of mikið í bæði sókn og vörn. Varnarlega vorum við að opna okkur allt of mikið og gáfum þeim auðveldar körfur. Þeim leið bara of þægilega. Sóknarlega flýttum við okkur of mikið og vorum að reyna að skora of oft á fyrsta tempói.“ Herði þótti það augljóst að leikáætlun Keflavíkur hefði ekki gengið upp í leiknum. „Nei, því annars hefðum við unnið. Það liggur í augum uppi. Á sama tíma á Njarðvík skilið hrós. Þær spiluðu virkilega vel. Í rauninni erum við að spila við nýtt lið þar sem Collier dettur út. Hún var stór hluti af öllu því sem þær gera bæði sóknarlega og varnarlega. Það breytir svolítið miklu fyrir bæði lið að hún detti út.“ Hörður neitaði því að Njarðvíkurliðið hefði komið Keflvíkingum að einhverju leyti á óvart. „Nei, við komum sjálfum okkur mest á óvart. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða hvað mest. Mér fannst við mæta svolítið værukærar sem er skrýtið þótt að besti leikmaðurinn í hinu liðinu hafi dottið út. Þetta er hörkulið sem við erum að spila við og þetta eru undanúrslit í Íslandsmóti. Sama hver er inni á vellinum þá þurfum að spila af hörku og krafti og mikilli orku til að eiga skilið að vinna og í kvöld áttum við ekki skilið að vinna.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Njarðvík er búið að jafna metin í einvíginu gegn Keflavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Njarðvík vann 89-85 sigur á heimavelli sínum í kvöld eftir spennandi leik. Keflavík vann sigur í fyrsta leik liðanna og var 1-0 yfir í einvíginu. Þar að auki meiddist lykilmaður Njarðvíkur, Aliyah Collier, í leiknum í Keflavík og verður ekki meira með á tímabilinu en hún er hæst í öllum tölfræðiþáttum deildarinnar á tímabilinu. Njarðvík mætti hins vegar af miklum krafti í leikinn án síns besta leikmanns. Þær höfðu frumkvæðið lengst af þó Keflavík væri aldrei langt undan og næði forystunni inn á milli. Í fjórða leikhluta náði Njarðvík ellefu stiga forystu og virtist ætla að sigla sigrinum í höfn. Keflavík kom þó til baka og náði að minnka muninn í eitt stig eftir að hafa stolið boltanum af Njarðvík en misnotaði tækifærið í næstu sókn til að komast yfir. Keflvíkingar fengu á sig klaufalega óíþróttamannslega villu í sókn heimakvenna og leikmenn Njarðvíkur sýndu stáltaugar á vítalínunni í kjölfarið. Raquel Laneiro kom Njarðvík fjórum stigum yfir með tveimur vítaskotum þegar rúmar níu sekúndur voru eftir og tryggði þeim sigurinn. Lokatölur 89-85 og Njarðvík fagnaði góðum sigri enda búnar að jafna metin í þessum frábæra Suðurnesjaslag. Áðurnefnd Laneiro var stigahæst hjá Njarðvík með 21 stig auk þess að gefa 11 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Ísabella Ósk Sigurðardóttir átti sömuleiðis góðan leik og skoraði 20 stig. Hjá Keflavík var Daniela Wallen langatkvæðamest með 32 stig og 16 fráköst en löngum köflum hélt hún Keflavík algjörlega á floti. Liðin mætast á nýjan leik í Keflavík á sunnudag en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið.| Af hverju vann Njarðvík? Heimakonur voru án sinnar stærstu stjörnu og þurftu nauðsynlega að þjappa sér enn betur saman. Byrjunarliðið auk sjöttu konunnar, Bríetar Sifjar, báru leikinn uppi í sameiningu og spiluðu allar vel bæði sóknarlega og varnarlega. Sóknarleikur heimakvenna gekk mun betur en oft áður og skotnýting þeirra var mjög góð, Njarðvíkingar urðu að koma saman sem lið fyrst þær gátu ekki lengur treyst á Aliyah Collier. Það tókst þeim heldur betur og það skóp fyrst og fremst þennan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Fimm leikmenn Njarðvíkinga skoruðu tíu stig eða fleiri. Raquel Laneiro var stigahæst með 21 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Isabella Ósk Sigurðardóttir átti einn sinn besta leik síðan hún gekk til liðs við Njarðvík. Hún skoraði 20 stig, tók tólf fráköst og var með 72 prósent skotnýtingu. Í liði Keflavíkur bar lang mest á Daniela Morillo sem skoraði 32 stig og tók sextán fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur einkenndist oft af talsverðu hnoði. Liðinu gekk illa að láta boltann flæða og finna góð skotfæri. Skotnýting þeirra var verri en oftast áður á þessari leiktíð og fór á tímabili niður fyrir 30 prósent. Daniela Morillo dró vagninn að miklu leyti og það skilar seint árangri. Keflvíkingar gerðu sig líklegar í þriðja leikhluta og aftur undir lokin til að keyra yfir Njarðvíkinga með sínum ákafa varnarleik eins og hefur gerst í fyrri leikjum þessara liða í vetur. Lið Njarðvíkur lifði Keflvísku ákefðina hins vegar af og því fór sem fór. Hvað gerist næst? Staðan í einvíginu er núna 1-1 og þriðji leikur liðanna fer fram á páskadag, 9. apríl, á heimavelli Keflavíkur í Blue-höllinni. „Áttum ekki skilið að vinna“ Hörður Axel var ekki nógu ánægður með sitt lið í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sammála því að einn leikmaður, Daniela Morillo, hefði haldið Keflavíkurliðinu inn í leiknum. „Það var fullt af leikmönnum sem lögðu í púkkið en þetta var ekki nógu gott. Við vorum að flýta okkur of mikið í bæði sókn og vörn. Varnarlega vorum við að opna okkur allt of mikið og gáfum þeim auðveldar körfur. Þeim leið bara of þægilega. Sóknarlega flýttum við okkur of mikið og vorum að reyna að skora of oft á fyrsta tempói.“ Herði þótti það augljóst að leikáætlun Keflavíkur hefði ekki gengið upp í leiknum. „Nei, því annars hefðum við unnið. Það liggur í augum uppi. Á sama tíma á Njarðvík skilið hrós. Þær spiluðu virkilega vel. Í rauninni erum við að spila við nýtt lið þar sem Collier dettur út. Hún var stór hluti af öllu því sem þær gera bæði sóknarlega og varnarlega. Það breytir svolítið miklu fyrir bæði lið að hún detti út.“ Hörður neitaði því að Njarðvíkurliðið hefði komið Keflvíkingum að einhverju leyti á óvart. „Nei, við komum sjálfum okkur mest á óvart. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða hvað mest. Mér fannst við mæta svolítið værukærar sem er skrýtið þótt að besti leikmaðurinn í hinu liðinu hafi dottið út. Þetta er hörkulið sem við erum að spila við og þetta eru undanúrslit í Íslandsmóti. Sama hver er inni á vellinum þá þurfum að spila af hörku og krafti og mikilli orku til að eiga skilið að vinna og í kvöld áttum við ekki skilið að vinna.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti