Árþingið fer fram í Laugardalshöll og hófst núna í morgun. Fjölmargar áhugaverðar tillögur liggja fyrir þinginu og má þar helst nefna tillögu um fjölgun liða í úrvalsdeild kvenna, um fyrirkomulag vegna erlendra leikmanna í meistaraflokki sem og tillaga Stjörnunnar um að framkvæmdastjóri sambandsins geti ekki jafnframt setið í stjórn þess.
Sérlega áhugavert verður að fylgjast með umræðu um fjölgun liða í Subway-deild kvenna en í þættinum Subway Körfuboltakvöld á fimmtudag var fjallað ítarlega um tillögurnar sem fyrir liggja. Hægt er að lesa um málið og horfa á umfjöllunina í fréttinni hér fyrir ofan.
KKÍ sýnir beint frá þinginu á Youtube rás sinni en hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.