
Helena: Gaman að mæta góðum leikmönnum
"Þetta var ógeðslega gaman," sagði Helena Jónsdóttir, markmaður Þórs/KA eftir leikinn gegn Potsdam í Meistaradeildinni í dag. Potsdam vann leikinn 0-6 á Akureyri.
"Þetta var ógeðslega gaman," sagði Helena Jónsdóttir, markmaður Þórs/KA eftir leikinn gegn Potsdam í Meistaradeildinni í dag. Potsdam vann leikinn 0-6 á Akureyri.
Ísland verður bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári en Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út þátttökulista fyrir næstu keppni í Meistaradeild kvenna. Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar verða því einu fulltrúar Íslands í keppninni 2012-2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.
Breiðablik gekk í gær frá ráðningu Hlyns Eiríkssonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hlynur þjálfaði lið Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á síðasta tímabili.
"Þessi viðurkenning er fyrst og fremst fyrir liðið sjálft,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, en hann var í dag valinn besti þjálfari umferða 10-18 í Pepsi-deild kvenna.
„Þetta er bara frábær viðurkenning og ég er mjög ánægð,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir, markvörður ÍBV, en hún var valinn besti markvörður umferð 10-18 í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu.
"Mér líður bara mjög vel eftir þessa viðurkenningu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, en hún var valinn besti leikmaður umferða 10-18 í Pepsi-deild kvenna í dag.
Val á liði umferða 10-18 í Pepsi deild kvenna fór fram í hádeginu í dag, en verðlaunin voru afhent í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.
Stjarnan tók í dag við Íslandsbikarnum í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaleiknum sínum. Stjörnstúlkur voru búnir að tryggja sér titilinn fyrir ellefu dögum en fengu ekki bikarinn afhentan fyrr en eftir síðasta heimaleik sinn sem var í dag.
Stjarnan jafnaði stigamet Vals í úrvalsdeild kvenna í dag með því að vinna 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan náði í 51 af 54 mögulegum stigum og jafnaði met Vals frá árinu 2008.
Ashley Bares skoraði eitt marka Stjörnunnar í 5-0 sigri á Breiðabliki í dag og varð markadrottning deildarinnar með 21 mark í 18 leikjum. Hún var í viðtali á Sporttv í leikslok.
Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, sá sínar stelpur enda Íslandsmótið með stæl og vinna 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Stjörnustelpur fengu Íslandsbikarinn afhentan í leikslok.
Eyjastúlkur náðu ótrúlegu 4-4 jafntefli á móti Val í lokaumferð Pepsi-deild kvenna í dag en Valskonur náðu tvisvar þriggja marka forskoti í leiknum. Grindavíkurstúlkur náðu ekki að framkalla kraftaverk og eru fallnar úr Pepsi-deildinni en KR-stúlkur björguðu sæti sínu á markatölu.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í dag með því að vinna 5-0 sigur á nágrönnum sínum í Breiðabliki í lokaumferðinni. Stjörnustúlkur fengu síðan Íslandsbikarinn afhendan í leikslok en þetta var fimmtándi deildarsigur liðsins í röð.
Það verður mikil hátíð í Garðabænum í dag þar sem Stjörnustúlkur fá Íslandsbikarinn afhentan eftir lokaleik sinn í Pepsi-deild kvenna sem er á móti Breiðabliki. Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 13.00 en öll lokaumferðin fer á sama tíma.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar gefa ekkert eftir þó svo bikarinn sé í höfn. Í dag rúllaði Stjarnan yfir Grindavík, 1-7, á meðan Valur pakkaði KR saman.
Stjörnukonur fögnuðu fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins eftir 3-0 sigur á Aftureldingu í gær. Stjarnan er sjöunda félagið sem nær að verða Íslandsmeistari kvenna í fótbolta en það eru liðin 18 ár síðan að nýtt nafn var skrifað á bikarinn.
„Þetta er geðveikt tilfinning og það er ekki hægt að lýsa þessu," sagði Stjörnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í viðtali á SportTV í kvöld eftir að Stjarnan hafði tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn. Stjarnan þurfti einn sigur í síðustu þremur leikjum sínum og hann kom á móti Aftureldingu í kvöld.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var kát eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld en með honum tryggði Stjörnuliðið sér Íslandsmeistarabikarinn í fyrsta skiptið.
„Mér líður mjög vel," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir að stelpurnar hans höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Þetta er fyrsti stóri titill félagsins í meistaraflokki í fótbolta og hann kom á fyrsta ári Þorláks með liðið.
„Við lögðum ansi mikið á okkur og loksins náum við að uppskera eins og við sáðum, þetta er ljúft. Það er fullkomið að ná að landa titlinum á heimavelli,“ sagði sigurreif Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitlinum með Stjörnunni í kvöld.
ÍBV og Þór/KA unnu bæði leiki sína í 16. umferð Pepsi-deild kvenna í kvöld en liðin eru að berjast um þriðja sætið í deildinni. Eyjakonur hafa því fjögurra stiga forskot á norðankonur þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.
Stjörnukonur unnu í kvöld fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins í meistaraflokki karla og kvenna í fótbolta með því að vinna 3-0 sigur á Aftureldingu í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan þurfti bara einn sigur í síðustu þremur umferðunum en með þessum sigri er ljóst að Valskonur geta ekki náð Stjörnunni að stigum.
FH og Selfoss tryggðu sér örugglega sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta sumri eftir sigra í seinni leikjum sínum í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í kvöld. FH vann 6-0 sigur á Haukum og því 14-1 samanlagt en Selfoss vann 6-1 sigur á Keflavík og þar með 8-4 samanlagt.
Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil.
Þróttur er í slæmri stöðu á botni Pepsi-deildar kvenna en liðið tapaði í dag fyrir Fylki, 2-1. FH-ingar eru á leið upp úr 1. deildinni eftir stórsigur á grönnum sínum í Haukum.
KR vann 2-1 sigur á Grindavík í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Sigurinn var afar dýrmætur fyrir Vesturbæjarliðið en liðin voru bæði með 10 stig í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á KR-vellinum og smellti af.
KR-konur unnu 2-1 sigur á Grindavík í afar mikilvægum leik í fallbaráttu Pepsi-deildar kvenna sem fram fór á KR-vellinum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í 8. og 9. sæti deildarinnar en með þessum sigri slapp KR-liðið úr allra mestu fallhættunni.
Stjarnan náði aftur sjö stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 2-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Þessi sigur þýðir að Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn með því að vinna Aftureldingu á heimavelli á þriðjudaginn kemur.
Afturelding vann óvæntan 1-0 sigur á Þór/KA á Varmá í kvöld í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna en bæjarhátíð er nú í fullum gangi í Mosfellsbænum og því vel við hæfi að heimastúlkur skyldu vinna góðan sigur.
Nýkrýndir bikarmeistarar Vals minnkuðu forskot Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna í fjögur stig með því að vinna 3-1 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stjarnan getur aftur aukið forskotið á morgun þegar liðið heimsækir ÍBV út í Eyjar.