Snýst ekki um kynjamisrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2013 11:22 „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudómarar fá 156 prósent hærri laun fyrir að dæma í efstu deild karla og kvenna. Munurinn hefur vakið töluverð viðbrögð og hefur þingkona Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagst ósátt með gang mála. „Ég get ekki séð að það eigi að gera minni kröfu til dómara í karlaleikjum en kvennaleikjum. Leikirnir eru 90 mínútur hver, það eru jafnmargir leikmenn inni á vellinum og það á að miða við," sagði þingkonan í útvarpsþættinum Ísland í bítið í morgun. Ragnheiður Elín segist hissa og svekkt á stöðu mála sem sé á skjön við það sem hún taldi eiga sér stað innan KSÍ. Hún segir að karlmenn megi líta til árangurs kvennalandsliðsins í knattspyrnu hvað varði markmiðasetningu og metnað. „Ég vil að kvennaleikirnir séu vel dæmdir og þar séu bestu dómararnir líka að dæma. KSÍ er ekki einkafyrirtæki úti í bæ. KSÍ er knattspyrnusamband Íslands sem fær tekjur meðal annars frá opinberum aðilum. Það er þeirra skylda að sömu kröfur séu gerðar til dómara í karla- og kvennaleikjum," segir Ragnheiður og kallar á svör frá KSÍ. Viðbrögð þeirra séu aftan úr forneskju. „Eru gerðar kröfur um betri dómgæslu, eru dómarar í betra formi?" spyr þingkonan.Gunnar Jarl Jónsson dæmir í efstu deild karla.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, svaraði athugasemdum þingkonunnar síðar í þættinum. Sagði hann að hvert knattspyrnumót, bæði hér heima og erlendis, væri metið samkvæmt ákveðnum erfiðleikastuðlum hvað við kemur dómgæslu. Munur sé á leikjum í efstu deild karla og kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og gerðar eru meiri kröfur til dómaranna (innsk: í Pepsi-deild karla) af þeim sökum," segir Þórir. Hann bendir á að það séu dómararnir sjálfir sem semji um laun og meti erfiðleikastig hverrar deildar. „Það er því skoðun dómaranna sjálfra að það sé mun erfiðara að dæma leiki í efstu deild karla en öðrum deildum. Hvort að launamunurinn eigi að vera svo mikill má hins vegar ræða," segir Þórir. Ekki sé um kynjamisrétti að ræða enda gildi hið sama þegar leikur í Meistaradeild Evrópu sé borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn sé hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Rétt er að taka fram að kvendómarar hér á landi eru mun færri karldómarar. Karlmenn sinna undantekningalítið dómgæslu hvort sem er í Pepsi-deild karla eða kvenna. Hægt er að hlusta á innslagið með Ragnheiði Elínu og Þóri Hákonarsyni í spilaranum hér fyrir ofan.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudómarar fá 156 prósent hærri laun fyrir að dæma í efstu deild karla og kvenna. Munurinn hefur vakið töluverð viðbrögð og hefur þingkona Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagst ósátt með gang mála. „Ég get ekki séð að það eigi að gera minni kröfu til dómara í karlaleikjum en kvennaleikjum. Leikirnir eru 90 mínútur hver, það eru jafnmargir leikmenn inni á vellinum og það á að miða við," sagði þingkonan í útvarpsþættinum Ísland í bítið í morgun. Ragnheiður Elín segist hissa og svekkt á stöðu mála sem sé á skjön við það sem hún taldi eiga sér stað innan KSÍ. Hún segir að karlmenn megi líta til árangurs kvennalandsliðsins í knattspyrnu hvað varði markmiðasetningu og metnað. „Ég vil að kvennaleikirnir séu vel dæmdir og þar séu bestu dómararnir líka að dæma. KSÍ er ekki einkafyrirtæki úti í bæ. KSÍ er knattspyrnusamband Íslands sem fær tekjur meðal annars frá opinberum aðilum. Það er þeirra skylda að sömu kröfur séu gerðar til dómara í karla- og kvennaleikjum," segir Ragnheiður og kallar á svör frá KSÍ. Viðbrögð þeirra séu aftan úr forneskju. „Eru gerðar kröfur um betri dómgæslu, eru dómarar í betra formi?" spyr þingkonan.Gunnar Jarl Jónsson dæmir í efstu deild karla.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, svaraði athugasemdum þingkonunnar síðar í þættinum. Sagði hann að hvert knattspyrnumót, bæði hér heima og erlendis, væri metið samkvæmt ákveðnum erfiðleikastuðlum hvað við kemur dómgæslu. Munur sé á leikjum í efstu deild karla og kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og gerðar eru meiri kröfur til dómaranna (innsk: í Pepsi-deild karla) af þeim sökum," segir Þórir. Hann bendir á að það séu dómararnir sjálfir sem semji um laun og meti erfiðleikastig hverrar deildar. „Það er því skoðun dómaranna sjálfra að það sé mun erfiðara að dæma leiki í efstu deild karla en öðrum deildum. Hvort að launamunurinn eigi að vera svo mikill má hins vegar ræða," segir Þórir. Ekki sé um kynjamisrétti að ræða enda gildi hið sama þegar leikur í Meistaradeild Evrópu sé borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn sé hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Rétt er að taka fram að kvendómarar hér á landi eru mun færri karldómarar. Karlmenn sinna undantekningalítið dómgæslu hvort sem er í Pepsi-deild karla eða kvenna. Hægt er að hlusta á innslagið með Ragnheiði Elínu og Þóri Hákonarsyni í spilaranum hér fyrir ofan.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49