Snýst ekki um kynjamisrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2013 11:22 „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudómarar fá 156 prósent hærri laun fyrir að dæma í efstu deild karla og kvenna. Munurinn hefur vakið töluverð viðbrögð og hefur þingkona Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagst ósátt með gang mála. „Ég get ekki séð að það eigi að gera minni kröfu til dómara í karlaleikjum en kvennaleikjum. Leikirnir eru 90 mínútur hver, það eru jafnmargir leikmenn inni á vellinum og það á að miða við," sagði þingkonan í útvarpsþættinum Ísland í bítið í morgun. Ragnheiður Elín segist hissa og svekkt á stöðu mála sem sé á skjön við það sem hún taldi eiga sér stað innan KSÍ. Hún segir að karlmenn megi líta til árangurs kvennalandsliðsins í knattspyrnu hvað varði markmiðasetningu og metnað. „Ég vil að kvennaleikirnir séu vel dæmdir og þar séu bestu dómararnir líka að dæma. KSÍ er ekki einkafyrirtæki úti í bæ. KSÍ er knattspyrnusamband Íslands sem fær tekjur meðal annars frá opinberum aðilum. Það er þeirra skylda að sömu kröfur séu gerðar til dómara í karla- og kvennaleikjum," segir Ragnheiður og kallar á svör frá KSÍ. Viðbrögð þeirra séu aftan úr forneskju. „Eru gerðar kröfur um betri dómgæslu, eru dómarar í betra formi?" spyr þingkonan.Gunnar Jarl Jónsson dæmir í efstu deild karla.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, svaraði athugasemdum þingkonunnar síðar í þættinum. Sagði hann að hvert knattspyrnumót, bæði hér heima og erlendis, væri metið samkvæmt ákveðnum erfiðleikastuðlum hvað við kemur dómgæslu. Munur sé á leikjum í efstu deild karla og kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og gerðar eru meiri kröfur til dómaranna (innsk: í Pepsi-deild karla) af þeim sökum," segir Þórir. Hann bendir á að það séu dómararnir sjálfir sem semji um laun og meti erfiðleikastig hverrar deildar. „Það er því skoðun dómaranna sjálfra að það sé mun erfiðara að dæma leiki í efstu deild karla en öðrum deildum. Hvort að launamunurinn eigi að vera svo mikill má hins vegar ræða," segir Þórir. Ekki sé um kynjamisrétti að ræða enda gildi hið sama þegar leikur í Meistaradeild Evrópu sé borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn sé hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Rétt er að taka fram að kvendómarar hér á landi eru mun færri karldómarar. Karlmenn sinna undantekningalítið dómgæslu hvort sem er í Pepsi-deild karla eða kvenna. Hægt er að hlusta á innslagið með Ragnheiði Elínu og Þóri Hákonarsyni í spilaranum hér fyrir ofan.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
„Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudómarar fá 156 prósent hærri laun fyrir að dæma í efstu deild karla og kvenna. Munurinn hefur vakið töluverð viðbrögð og hefur þingkona Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagst ósátt með gang mála. „Ég get ekki séð að það eigi að gera minni kröfu til dómara í karlaleikjum en kvennaleikjum. Leikirnir eru 90 mínútur hver, það eru jafnmargir leikmenn inni á vellinum og það á að miða við," sagði þingkonan í útvarpsþættinum Ísland í bítið í morgun. Ragnheiður Elín segist hissa og svekkt á stöðu mála sem sé á skjön við það sem hún taldi eiga sér stað innan KSÍ. Hún segir að karlmenn megi líta til árangurs kvennalandsliðsins í knattspyrnu hvað varði markmiðasetningu og metnað. „Ég vil að kvennaleikirnir séu vel dæmdir og þar séu bestu dómararnir líka að dæma. KSÍ er ekki einkafyrirtæki úti í bæ. KSÍ er knattspyrnusamband Íslands sem fær tekjur meðal annars frá opinberum aðilum. Það er þeirra skylda að sömu kröfur séu gerðar til dómara í karla- og kvennaleikjum," segir Ragnheiður og kallar á svör frá KSÍ. Viðbrögð þeirra séu aftan úr forneskju. „Eru gerðar kröfur um betri dómgæslu, eru dómarar í betra formi?" spyr þingkonan.Gunnar Jarl Jónsson dæmir í efstu deild karla.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, svaraði athugasemdum þingkonunnar síðar í þættinum. Sagði hann að hvert knattspyrnumót, bæði hér heima og erlendis, væri metið samkvæmt ákveðnum erfiðleikastuðlum hvað við kemur dómgæslu. Munur sé á leikjum í efstu deild karla og kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og gerðar eru meiri kröfur til dómaranna (innsk: í Pepsi-deild karla) af þeim sökum," segir Þórir. Hann bendir á að það séu dómararnir sjálfir sem semji um laun og meti erfiðleikastig hverrar deildar. „Það er því skoðun dómaranna sjálfra að það sé mun erfiðara að dæma leiki í efstu deild karla en öðrum deildum. Hvort að launamunurinn eigi að vera svo mikill má hins vegar ræða," segir Þórir. Ekki sé um kynjamisrétti að ræða enda gildi hið sama þegar leikur í Meistaradeild Evrópu sé borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn sé hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Rétt er að taka fram að kvendómarar hér á landi eru mun færri karldómarar. Karlmenn sinna undantekningalítið dómgæslu hvort sem er í Pepsi-deild karla eða kvenna. Hægt er að hlusta á innslagið með Ragnheiði Elínu og Þóri Hákonarsyni í spilaranum hér fyrir ofan.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast