Handbolti

Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálf­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lukas Sandell var markahæstu í sænska landsliðinu og var valinn maður leiksins eftir sjö mörk úr níu skotum.
Lukas Sandell var markahæstu í sænska landsliðinu og var valinn maður leiksins eftir sjö mörk úr níu skotum. EPA/Andreas Hillergren

Svíar eru með fullt hús í okkar milliriðli eftir fjögurra marka sigur á Slóvenum í lokaleik dagsins á Evrópumótinu í handbolta í Malmö í kvöld.

Svíar unnu á endanum 35-31 sigur en þeir voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 15-13.

Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik með því að skora fjögur fyrstu mörk hálfleiksins og komust strax tveimur mörkum yfir.

Í hálfleik tók sænska landsliðsþjálfarinn Mikael Appelgren við af stjörnumarkverðinum Andreas Palicka og hann átti þátt í að snúa leiknum við með nokkrum góðum vörslum. 

Sænska liðið var skrefinu á undan eftir þessa frábæru byrjun á seinni hálfleik og munurinn varð að lokum fjögur mörk.

Lukas Sandell var markahæstur í sænska liðinu með sjö mörk, Eric Johansson skoraði sex mörk og Hampus Wanne var með fimm mörk. Domen Makuc skoraði mest fyrir Slóvena eða átta mörk.

Sænska liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í keppninni og er eina liðið með fjögur stig í okkar milliriðli. Slóvenía er með tvö stig eins og Króatía og Ísland en Ungverjar og Svisslendingar eru síðan með eitt stig eftir jafntefli sitt fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×