Íslenski boltinn

Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga

Aron Guðmundsson skrifar
Rafael Máni kann vel við sig í gula litnum og hefur vanist honum vel eftir að hafa spilað fyrir Fjölni áður en hann gekk í raðir ÍA
Rafael Máni kann vel við sig í gula litnum og hefur vanist honum vel eftir að hafa spilað fyrir Fjölni áður en hann gekk í raðir ÍA Mynd: ÍA (Gísli J Guðmundsson)

Rafael Máni Þrastarson er orðinn leikmaður Bestu deildar liðs ÍA og skrifar undir samning hjá Skagamönnum út árið 2029.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Knattspyrnudeild ÍA núna í kvöld en Rafael, sem er átján ára gamall og fæddur árið 2007, kemur til félagsins frá Fjölni þar sem hann hafði getið af sér gott orð, spilað 51 meistaraflokksleik og skorað 20 mörk.

Rafael er sóknarmaður sem á að baki einn leik fyrir undir 19 ára landslið Íslands en hann á rætur að rekja upp á Skaga eins og rakið er í tilkynningu ÍA.

„Báðir foreldrar Rafaels eru fædd og uppalin á Akranesi – og þá er Rafael Máni sjálfur fæddur á sjúkrahúsinu á Akranesi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×