Árangur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur vakið athygli um allan heim. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er í viðtali við heimasíðu alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hún segir frá landsliðinu.
"Liðið setur sér há markmið og við erum ekki að fara á EM næsta sumar bara til þess að vera með. Við höfum sett okkur háleit markmið," segir Margrét Lára í viðtalinu.
"Ég hef mikla trú á liðinu og þjálfarateyminu. Það er sterkur liðsandi hjá okkur og liðið er búið að vera saman í mörg ár. Sumar okkar hafa spilað saman síðan við vorum 15 ára þannig að við þekkjumst mjög vel."
Hægt er að lesa viðtalið við Margréti Láru í heild sinni hér.
Margrét Lára í viðtali hjá FIFA

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
