Ætla að halda meistaratitlinum fyrir norðan Birgir H. Stefánsson skrifar 2. maí 2013 08:00 Þór/KA vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fyrra. Mynd/Auðunn Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni norðan heiða í gær og ætlar sér mikið í sumar. Eftir sjö mánaða undirbúningstímabil hefst keppni í Pepsi-deild kvenna á þriðjudaginn. Þór/KA á titil að verja. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA, fer ekki í neinar grafgötur með markmið komandi tímabils. Þór/KA lagði Stjörnuna í leik Íslands- og bikarmeistara síðustu leiktíðar norðan heiða í gær. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma en hinn 18 ára markvörður Helena Jónsdóttir tryggði norðankonum titilinn með því að verja tvær spyrnur Stjörnukvenna í vítaspyrnukeppninni. „Við setjum okkur þau markmið að halda titlinum fyrir norðan. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara í eitthvað annað, við erum að stefna hátt og við getum ekki stefnt neðar en í fyrra. Við erum búin að leggja mikið á okkur í vetur til að ná þessu markmiði og við ætlum að standa við það.“ Jóhann Kristinn sá stelpurnar sínar skila fyrsta titlinum í hús í gær þegar Stjarnan var lögð að velli í vítaspyrnukeppni í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna. Markvörðurinn Helena Jónsdóttir, sem verður nítján ára í næstu viku, var hetja Þórs/KA en hún varði tvö af fjórum vítum Stjörnukvenna. Helena stóð í markinu í fjarveru hinnar bandarísku Kaitlyn Savage sem meiddist í frumraun sinni með Akureyrarliðinu á dögunum. Óttast er að Savage sé með slitin krossbönd. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu Helenu í gær reiknar Jóhann með því að fá nýjan markvörð til liðsins. „Við erum með stóran og öflugan meistaraflokk sem 2. flokk og ætlum að vera í toppbaráttunni á báðum stöðum. Hins vegar höfum við bara einn markvörð (Helenu) eins og er. Þótt hún sé frábær þá er það ekki á hana leggjandi. Ef við fáum inn markmann með henni þá erum við líklegast mjög vel sett,“ segir Jóhann. Hann reiknar með því að sömu lið raði sér í efstu fimm sætin í deildinni í ár og í fyrra. „Stjarnan var í bílstjórasætinu í leiknum í dag og liðið er mjög líklegt til afreka eins og Breiðablik og við. Svo er ÍBV með nánast nýtt lið og ef Valur finnur flugið aftur þá getur allt gerst.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. 1. maí 2013 12:46 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni norðan heiða í gær og ætlar sér mikið í sumar. Eftir sjö mánaða undirbúningstímabil hefst keppni í Pepsi-deild kvenna á þriðjudaginn. Þór/KA á titil að verja. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA, fer ekki í neinar grafgötur með markmið komandi tímabils. Þór/KA lagði Stjörnuna í leik Íslands- og bikarmeistara síðustu leiktíðar norðan heiða í gær. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma en hinn 18 ára markvörður Helena Jónsdóttir tryggði norðankonum titilinn með því að verja tvær spyrnur Stjörnukvenna í vítaspyrnukeppninni. „Við setjum okkur þau markmið að halda titlinum fyrir norðan. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara í eitthvað annað, við erum að stefna hátt og við getum ekki stefnt neðar en í fyrra. Við erum búin að leggja mikið á okkur í vetur til að ná þessu markmiði og við ætlum að standa við það.“ Jóhann Kristinn sá stelpurnar sínar skila fyrsta titlinum í hús í gær þegar Stjarnan var lögð að velli í vítaspyrnukeppni í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna. Markvörðurinn Helena Jónsdóttir, sem verður nítján ára í næstu viku, var hetja Þórs/KA en hún varði tvö af fjórum vítum Stjörnukvenna. Helena stóð í markinu í fjarveru hinnar bandarísku Kaitlyn Savage sem meiddist í frumraun sinni með Akureyrarliðinu á dögunum. Óttast er að Savage sé með slitin krossbönd. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu Helenu í gær reiknar Jóhann með því að fá nýjan markvörð til liðsins. „Við erum með stóran og öflugan meistaraflokk sem 2. flokk og ætlum að vera í toppbaráttunni á báðum stöðum. Hins vegar höfum við bara einn markvörð (Helenu) eins og er. Þótt hún sé frábær þá er það ekki á hana leggjandi. Ef við fáum inn markmann með henni þá erum við líklegast mjög vel sett,“ segir Jóhann. Hann reiknar með því að sömu lið raði sér í efstu fimm sætin í deildinni í ár og í fyrra. „Stjarnan var í bílstjórasætinu í leiknum í dag og liðið er mjög líklegt til afreka eins og Breiðablik og við. Svo er ÍBV með nánast nýtt lið og ef Valur finnur flugið aftur þá getur allt gerst.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. 1. maí 2013 12:46 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. 1. maí 2013 12:46
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast