Rakel Logadóttir verður með Val í Pepsi-deild kvenna í sumar eftir að hún hafnaði tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Medkila en þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun.
„Norska liðið er klassa fyrir neðan Val og þar með fannst mér ekki ástæða til að fara þangað," sagði Rakel við Morgunblaðið. Hún ætlar þar með að hjálpa Val að endurheimta Íslandsbikarinn sem félagið vann síðast sumarið 2010.
Rakel Logadóttir sem er 32 ára gömul er fimmta leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi og vantar bara einn leik í 200. leikinn og sextán leiki til þess að komast upp í fjórða sætið.
Rakel vildi ekki fara frá Val
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
