Systurnar Hugrún Lilja og Sigrún Inga Ólafsdætur skoruðu fyrir KR í 5-1 sigrinum á HK/Víkingi í Lengjubikar kvenna í gær. Áratugur er síðan systur skoruðu fyrir meistaraflokk KR í sama leiknum.
Fjallað er um leikinn á heimasíðu KR. Hugrún skoraði annað mark KR á 37. mínútu eftir sendingu frá Sonju Björk Jóhannsdóttur og Sigrún skoraði með skoti úr aukaspyrnu í uppbótartíma.
Stórsigur KR-stelpna er athyglisverður í ljósi þess að liðið leikur í næstefstu deild í sumar. HK/Víkingur verður hins vegar nýliði í efstu deild.
Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að systur skori í sama leiknum fyrir KR. Ásthildur og Þóra Helgadætur skoruðu fyrir KR í 9-1 sigri á Þór/KA/KS 1. júní 2003. Ásthildur skoraði fyrsta og fjórða mark KR í leiknum en landsliðsmarkvörðurinn Þóra skoraði níunda mark KR úr vítaspyrnu.
Systurnar Arna og Anna Steinsen, Dagmar og Hulda Mýrdal og Berglind og Rut Bjarnadætur skoruðu allar fyrir meistaraflokk KR en ekki í sama leiknum.
Í hóp með Ásthildi og Þóru
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn


„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn


Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram
Enski boltinn