Landsliðskonan Sandra María Jessen var ekki í leikmannahópi Þórs/KA gegn Stjörnunni í gær. Sandra meiddist á hné í upphafi apríl og hefur verið á hækjum síðan.
„Hún fer aftur í segulómun þann 12. maí. Þá getum við farið að meta hvenær hún verður klár,“ segir Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA.
Hann segir álagið á Söndru Maríu hafa verið mikið á undirbúningstímabilinu. Bæði hafi hún farið með íslenska A-landsliðinu til Algarve og svo farið utan í æfingaferð með Þór/KA. Svo hafi hún verið valin í U19 ára landsliðið sem fór til La Manga og þar meiddist Sandra.
Sandra María skoraði 18 mörk í deildinni síðastliðið sumar. Ljóst er að meistararnir verða án hennar í fyrstu leikjum sumarsins. - ktd
Sandra laus við hækjurnar
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti



