Ægir Jarl farinn frá KR til AB í Danmörku Ægir Jarl Jónasson er farinn frá KR og genginn til liðs við AB í Danmörku þar sem hann mun spila undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Íslenski boltinn 11. júlí 2024 18:12
„Ég hef engan áhuga á því að vera á bekknum“ Margt bendir til þess að Valsmenn verði með tvo frábæra markverði í sínum herbúðum næstu mánuði. En aðeins einn þeirra getur verið inn á vellinum í einu. Íslenski boltinn 11. júlí 2024 08:01
Sveinn Sigurður farinn vestur Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson er genginn í raðir Vestra sem er í 11. sæti Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 10. júlí 2024 11:23
„Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna“ Viktor Jónsson skoraði fernu í sigri Skagamanna á HK í síðasta leik og er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með tólf mörk í fyrstu þrettán umferðunum. Stúkan ræddi frammistöðu Viktors og fór yfir mörkin hans á tímabilinu. Íslenski boltinn 10. júlí 2024 10:01
Jason Daði seldur til Grimsby Breiðablik hefur selt Jason Daða Svanþórsson til enska D-deildarliðsins Grimbsy Town. Íslenski boltinn 9. júlí 2024 17:11
Furða sig á brotthvarfi aðstoðarþjálfarans: „Gjörsamlega galið“ Fylkir mátti þola 4-0 tap er liðið heimsótti Val í Bestu-deild karla síðastliðinn laugardag. Í uppgjörsþættinum Stúkan myndaðist umræða um Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara liðsins. Fótbolti 9. júlí 2024 16:00
„Óskiljanlegt að þetta mark hafi fengið að standa“ FH komst yfir á móti KA í 1-1 jafntefli liðanna í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í gær en KA-menn voru mjög ósáttir með að markið hafi fengið að standa. Stúkan ræddi þetta umdeilda mark FH-inga í gær. Íslenski boltinn 9. júlí 2024 10:30
Hneykslaðir á fjarveru Jasonar Daða: „Ekki sama lið án hans“ Blikar töpuðu mikilvægum stigum á Ísafirði í Bestu deildinni í fótbolta um helgina þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Vestra. Stúkan ræddi fjarveru Jasonar Daða Svanþórssonar í leiknum. Íslenski boltinn 9. júlí 2024 09:01
Sjáðu umdeilt mark FH og vítadóminn sem færði KA stig FH og KA gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik þrettándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Íslenski boltinn 9. júlí 2024 08:01
Ívar Örn: Ótrúleg vinnubrögð dómarans Ívar Örn Árnason leikmaður KA átti fínan leik í vörn Akureyringa í 1-1 jafntefli gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld. Hann var þó heldur ósáttur með mark FH í leiknum. Íslenski boltinn 8. júlí 2024 21:55
Uppgjör: FH - KA 1-1 | Akureyringar stigu lítið skref í átt frá falldraugnum FH og KA gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Stigið er lífsnauðsynlegt fyrir KA sem er nú komið einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. FH á sama tíma missti af mikilvægum stigum í Evrópubaráttunni. Íslenski boltinn 8. júlí 2024 21:20
Nýta undanþágu til að fá Jason Daða til Englands Enska D-deildarliðið Grimsby Town nýtir sér undanþágu til að sækja hægri vængmanninn Jason Daða Svanþórsson. Það stefnir í að Mosfellingurinn verði leikmaður félagsins fyrr en seinna. Fótbolti 8. júlí 2024 17:16
Fyrsta ferna Skagamanns síðan Pétur Péturs náði því nítján ára Viktor Jónsson skoraði fjögur mörk í 8-0 stórsigri Skagamanna á HK í Bestu deild karla í fótbolta um helgina. Íslenski boltinn 8. júlí 2024 14:00
Feðgar komu við sögu þegar Ingi Björn missti bæði markametin sín Ingi Björn Albertsson var markahæsti leikmaður Íslandsmótsins í þrjátíu ár og markahæsti Valsmaðurinn í 46 ár. Nú hefur hann misst bæði þessi markamet sín. Íslenski boltinn 8. júlí 2024 12:02
„Klikkaðir“ FH-ingar á grasi reyna að þyngja það með lóðum Leikmenn FH bera þung lóð á Kaplakrikavöll í von um að þyngja hann fyrir komandi heimaleiki í Bestu deildum karla og kvenna, í myndbandi sem birt er á samfélagsmiðlum félagsins. Íslenski boltinn 7. júlí 2024 09:00
Sjáðu fernu og dans Viktors, Valsara í stuði og tæpt jöfnunarmark KR Skagamenn skoruðu átta mörk í lygilegum sigri á HK í dag, og Valsmenn komust nær toppnum með öruggum sigri á Fylki. Mörkin úr öllum fjórum leikjum dagsins í Bestu deild karla má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 6. júlí 2024 21:46
„Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið“ „Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið, held ég, tengt fótbolta,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 8-0 tap upp á Skaga gegn heimamönnum í Bestu deildinni í fótbolta í dag. Íslenski boltinn 6. júlí 2024 17:15
Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 6. júlí 2024 17:06
Pálmi Rafn: Á von á því að Ægir Jarl sé á förum KR gerði 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var ósáttur með stigið og greindi frá því að Ægir Jarl Jónsson væri að öllum líkindum á förum frá liðinu. Sport 6. júlí 2024 16:38
Uppgjör og viðtöl: Valur-Fylkir 4-0 | Valsmenn ekki í vandræðum með botnliðið Valsmenn voru ekki vandræðum með botnlið Fylkis í leik liðanna í kvöld en lokatölur voru 4-0. Gylfi Þór skoraði eitt sem og Adam Ægir en Patrick Pedersen skoraði tvíveigis. Íslenski boltinn 6. júlí 2024 16:15
Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 2-2 | Fyrsta stig Vestra á Ísafirði en eru Blikar að missa af lestinni? Vestri og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli á Kerecis-vellinum á Ísafirði í dag. Það dugar Blikum skammt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en stigið var það fyrsta sem Vestri fær á nýja heimavellinum sínum. Íslenski boltinn 6. júlí 2024 16:00
Uppgjörið og viðtöl: KR-Stjarnan 1-1 | Axel Óskar tryggði heimamönnum stig KR og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli og KR er án sigurs í síðustu sex leikjum. Allt benti til þess að Stjarnan myndi vinna 0-1 en Axel Óskar Andrésson jafnaði í uppbótartíma. Íslenski boltinn 6. júlí 2024 15:55
Uppgjörið: ÍA-HK 8-0 | HK-ingar hnepptir í þrældóm á Írskum dögum Það má með sanni segja að ÍA hafi boðið upp á flugeldasýningu þegar liðið mætti HK í 13. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 6. júlí 2024 15:50
Dagskráin í dag: Barist í Bestu deildunum og í tímatöku á Silverstone Leikir í Bestu deild karla og kvenna í fótbolta auk tímatökunnar í Formúlu 1 eru á meðal þess sem sjá má í beinni útsendingu á sporstöðvum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. Sport 6. júlí 2024 07:00
Frederik fer frá Val og Ögmundur gengur til liðs við félagið Frederik Schram hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Val sem rennur út eftir tímabilið. Ögmundur Kristinsson snýr heim úr atvinnumennsku og mun verja mark Valsmanna næstu þrjú árin. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 15:25
ÍTF í herferð gegn tölfræðiþjófum: „Þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni“ Ólögleg tölfræðisöfnun á sér stað á leikjum í Bestu deildinni. Hagsmunasamtökin Íslenskur toppfótbolti hafa hrundið af stað herferð gegn þjófunum sem laumast um og brjóta gegn vörðum réttindum íslenskra knattspyrnufélaga. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 10:00
Liðsfélagar Helga skjóta hann í hausinn: „Ég þarf að ræða við þá eða drulla mér í burtu bara“ Helgi Guðjónsson hefur tvisvar á síðustu dögum fengið dúndurbolta í andlitið frá eigin liðsfélaga. Bæði skiptin slapp við hann við heilahristing en hann segist þurfa að eiga orð við þá Viktor Örlyg og Ara Sigurpálsson, nú eða bara finna leiðir til að forða sér úr aðstæðum. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 14:17
Óskar Hrafn ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR KR hefur ráðið Óskar Hrafn Þorvaldsson sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Hann tekur formlega til starfa um næstu mánaðarmót. Fótbolti 3. júlí 2024 10:36
Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Meistaradeildin í snóker Besta deild kvenna í fótbolta á kvöldið þegar þrír hörkuleikir fara fram í elleftu umferðinni en það má einnig sjá bestu snókerspilara heimsins spreyta sig í Meistaradeildinni. Sport 2. júlí 2024 06:00
Fagnaði markinu með því að þykjast kasta vatnsbrúsa Víkingur hélt út gegn Fram og vann 2-1 sigur í 13. umferð Bestu deildar karla. Mörkin úr leiknum og sérstakt fagn Danijels Dejan Djuric má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 1. júlí 2024 12:00