Heimir: „Erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn“ Árni Jóhannsson skrifar 15. júní 2025 21:38 Heimir Guðjónsson var svekktur út í sína menn í kvöld og mátti vera það. Vísir / Anton Brink FH laut í gras fyrir Fram í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld og sitja að henni lokinni í fallsæti. Þjálfari liðsins, Heimir Guðjónsson, var ómyrkur í máli um það hvað hans menn þurfa að fara að gera svo ekki illa fari. Heimir var beðinn um að fara yfir leikinn að honum loknum og var ekki mikið sem hann gat verið ánægður með. „Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en við hleypum Fram í það sem þeir eru góðir í. Við töpuðum boltum á slæmum stöðum og þeir eru góðir í að skipta úr vörn í sókn og við fengum á okkur mark. Eftir það var bara eitt lið á vellinum og það var Fram og við vorum heppnir að sleppa með 1-0 inn í hálfleik. Mér fannst við þó í seinni hálfleik við sýna smá karakter og við reyndum. Markvörðurinn þeirra átti einhverjar þrjár heimsklassa markvörslur. Við náttúrlega gáfum aukaspyrnu á slæmum stað og vorum ekki klárir í frákastið og þannig varð staðan 2-0 en við héldum áfram. Fyrri hálfleikurinn bara svakaleg vonbrigði.“ Heimir var þá spurður nánar út í mörkin sem FH fékk á sig en frá bæjardyrum blaðamannsins voru menn að gleyma sér í bæði skiptin. Var það nokkuð ósanngjarnt mat? „Nei ég meina þetta eru búin að vera vandræðin hjá okkur síðustu ár. Við náum ekki að halda einbeitingu út allan leikinn og erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn og það kann ekki góðri lukku að stýra.“ Nú eru 11 umferðir búnar og í gamla daga hefði það verið helmingurinn af Íslandsmótinu og FH situr í fallsæti. Eru miklar áhyggjur af ástandinu? „Nei eins og þú segir þá eru 11 umferðir eftir og eftir 22 umferðir ræðst ekki hvort lið falla eða ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að fara að gera betur og átta okkur á því hvar styrkleikarnir okkar liggja. Við höfum sýnt það að þegar við stöndum saman í þessu og gerum þetta sem lið þá erum við ansi gott fótboltalið. En þegar við mætum eins og í dag, 11 einstaklingar, sérstaklega þegar við fáum á okkur markið þá bara töpum við öllum leikjum. Þetta er ekkert flókið. Við, ég og allir í kringum þetta, þurfum að fara að líta í eigin barm og bara gera betur.“ Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
Heimir var beðinn um að fara yfir leikinn að honum loknum og var ekki mikið sem hann gat verið ánægður með. „Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en við hleypum Fram í það sem þeir eru góðir í. Við töpuðum boltum á slæmum stöðum og þeir eru góðir í að skipta úr vörn í sókn og við fengum á okkur mark. Eftir það var bara eitt lið á vellinum og það var Fram og við vorum heppnir að sleppa með 1-0 inn í hálfleik. Mér fannst við þó í seinni hálfleik við sýna smá karakter og við reyndum. Markvörðurinn þeirra átti einhverjar þrjár heimsklassa markvörslur. Við náttúrlega gáfum aukaspyrnu á slæmum stað og vorum ekki klárir í frákastið og þannig varð staðan 2-0 en við héldum áfram. Fyrri hálfleikurinn bara svakaleg vonbrigði.“ Heimir var þá spurður nánar út í mörkin sem FH fékk á sig en frá bæjardyrum blaðamannsins voru menn að gleyma sér í bæði skiptin. Var það nokkuð ósanngjarnt mat? „Nei ég meina þetta eru búin að vera vandræðin hjá okkur síðustu ár. Við náum ekki að halda einbeitingu út allan leikinn og erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn og það kann ekki góðri lukku að stýra.“ Nú eru 11 umferðir búnar og í gamla daga hefði það verið helmingurinn af Íslandsmótinu og FH situr í fallsæti. Eru miklar áhyggjur af ástandinu? „Nei eins og þú segir þá eru 11 umferðir eftir og eftir 22 umferðir ræðst ekki hvort lið falla eða ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að fara að gera betur og átta okkur á því hvar styrkleikarnir okkar liggja. Við höfum sýnt það að þegar við stöndum saman í þessu og gerum þetta sem lið þá erum við ansi gott fótboltalið. En þegar við mætum eins og í dag, 11 einstaklingar, sérstaklega þegar við fáum á okkur markið þá bara töpum við öllum leikjum. Þetta er ekkert flókið. Við, ég og allir í kringum þetta, þurfum að fara að líta í eigin barm og bara gera betur.“
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33