„Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 11:02 Hér má sjá þessa tvo dóma sem Víkingar fengu á silfurfati í gær. Fyrst vítið sem Valdimar Þór Ingimundarson fiskaði og svo þegar Karl Friðleifur Gunnarsson varði með hendi á marklínu. Sýn Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson ræddu vítadómana tvo í leik Víkings og KR í síðasta þætti Stúkunnar. Það þótti mörgum Víkingar hafa sloppið afar vel, fyrst með því að fá umdeilt víti og svo með því að komast upp með að verja með höndum á marklínunni. Karl Friðleifur Gunnarsson fékk vissulega dæmt á sig víti en slapp við rauða spjaldið. KR-ingar jöfnuðu metin úr vítinu en Víkingar voru áfram ellefu á móti ellefu og unnu leikinn að lokum 3-2. Það var ástæða til að ræða þessa tvo umdeildu dóma í Stúkunni. Klippa: Umræða Stúkunnar um umdeilda dóma í leik Víkings og KR Eins mikil dýfa og þær verða „Aðeins um þetta. Albert, þú öskraðir víti, víti, víti, strax og þetta gerðist. Þetta er aldrei vítaspyrna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég hef aldrei séð Árbæing henda sér svona niður. Auðvitað hélt ég bara að þetta væri víti en þetta er aldrei vítaspyrna. Ég er mikill talsmaður vítaspyrna en þetta er eins mikil dýfa og þær verða,“ sagði Albert. „Sjáum við stöðu dómarans,“ spurði Lárus Orri Sigurðsson. „Við getum örugglega spólað aðeins til baka og hreinlega fengið að sjá þetta aftur. Séð hvert Jóhann Ingi er mættur þegar hann tekur þessa ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það sést svo vel þegar hann stígur í hægri fótinn og hendir sér niður,“ sagði Albert. „Reynir svo að skilja vinstri fótinn eftir af því að hann náði ekki snertingu við þann hægri,“ sagði Guðmundur. Þú verður bara að trúa því Þeir voru samt á því að hnéð á markverði hafi mögulega snert vinstri fótinn á Valdimari en þá hafi framherjinn verið byrjaður að láta sig falla. „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing,“ sagði Albert. „Þú verður bara að trúa því,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þetta er risaatriði því þetta er fyrsta markið. Þetta er annað risa risaatriði,“ sagði Guðmundur og sýndi vítið sem KR fékk. „Karl Friðleifi vantaði bara hanska því þetta er bara varsla og þetta er varsla sem Ingvar var aldrei að fara að verja. Hann fer strax í vasann án þess að hugsa þetta,“ sagði Guðmundur. Þetta er klárlega rautt spjald „Þetta er nánast eins og hann sé að verja boltann með hendi á marklínu. Boltinn er á leiðinni inn,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er klárlega rautt spjald,“ sagði Lárus. „Ég er sammála því, hann er aldrei að fara að verja þetta,“ sagði Albert. Umræðuna má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Það þótti mörgum Víkingar hafa sloppið afar vel, fyrst með því að fá umdeilt víti og svo með því að komast upp með að verja með höndum á marklínunni. Karl Friðleifur Gunnarsson fékk vissulega dæmt á sig víti en slapp við rauða spjaldið. KR-ingar jöfnuðu metin úr vítinu en Víkingar voru áfram ellefu á móti ellefu og unnu leikinn að lokum 3-2. Það var ástæða til að ræða þessa tvo umdeildu dóma í Stúkunni. Klippa: Umræða Stúkunnar um umdeilda dóma í leik Víkings og KR Eins mikil dýfa og þær verða „Aðeins um þetta. Albert, þú öskraðir víti, víti, víti, strax og þetta gerðist. Þetta er aldrei vítaspyrna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég hef aldrei séð Árbæing henda sér svona niður. Auðvitað hélt ég bara að þetta væri víti en þetta er aldrei vítaspyrna. Ég er mikill talsmaður vítaspyrna en þetta er eins mikil dýfa og þær verða,“ sagði Albert. „Sjáum við stöðu dómarans,“ spurði Lárus Orri Sigurðsson. „Við getum örugglega spólað aðeins til baka og hreinlega fengið að sjá þetta aftur. Séð hvert Jóhann Ingi er mættur þegar hann tekur þessa ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það sést svo vel þegar hann stígur í hægri fótinn og hendir sér niður,“ sagði Albert. „Reynir svo að skilja vinstri fótinn eftir af því að hann náði ekki snertingu við þann hægri,“ sagði Guðmundur. Þú verður bara að trúa því Þeir voru samt á því að hnéð á markverði hafi mögulega snert vinstri fótinn á Valdimari en þá hafi framherjinn verið byrjaður að láta sig falla. „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing,“ sagði Albert. „Þú verður bara að trúa því,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þetta er risaatriði því þetta er fyrsta markið. Þetta er annað risa risaatriði,“ sagði Guðmundur og sýndi vítið sem KR fékk. „Karl Friðleifi vantaði bara hanska því þetta er bara varsla og þetta er varsla sem Ingvar var aldrei að fara að verja. Hann fer strax í vasann án þess að hugsa þetta,“ sagði Guðmundur. Þetta er klárlega rautt spjald „Þetta er nánast eins og hann sé að verja boltann með hendi á marklínu. Boltinn er á leiðinni inn,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er klárlega rautt spjald,“ sagði Lárus. „Ég er sammála því, hann er aldrei að fara að verja þetta,“ sagði Albert. Umræðuna má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira