„Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 11:02 Hér má sjá þessa tvo dóma sem Víkingar fengu á silfurfati í gær. Fyrst vítið sem Valdimar Þór Ingimundarson fiskaði og svo þegar Karl Friðleifur Gunnarsson varði með hendi á marklínu. Sýn Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson ræddu vítadómana tvo í leik Víkings og KR í síðasta þætti Stúkunnar. Það þótti mörgum Víkingar hafa sloppið afar vel, fyrst með því að fá umdeilt víti og svo með því að komast upp með að verja með höndum á marklínunni. Karl Friðleifur Gunnarsson fékk vissulega dæmt á sig víti en slapp við rauða spjaldið. KR-ingar jöfnuðu metin úr vítinu en Víkingar voru áfram ellefu á móti ellefu og unnu leikinn að lokum 3-2. Það var ástæða til að ræða þessa tvo umdeildu dóma í Stúkunni. Klippa: Umræða Stúkunnar um umdeilda dóma í leik Víkings og KR Eins mikil dýfa og þær verða „Aðeins um þetta. Albert, þú öskraðir víti, víti, víti, strax og þetta gerðist. Þetta er aldrei vítaspyrna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég hef aldrei séð Árbæing henda sér svona niður. Auðvitað hélt ég bara að þetta væri víti en þetta er aldrei vítaspyrna. Ég er mikill talsmaður vítaspyrna en þetta er eins mikil dýfa og þær verða,“ sagði Albert. „Sjáum við stöðu dómarans,“ spurði Lárus Orri Sigurðsson. „Við getum örugglega spólað aðeins til baka og hreinlega fengið að sjá þetta aftur. Séð hvert Jóhann Ingi er mættur þegar hann tekur þessa ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það sést svo vel þegar hann stígur í hægri fótinn og hendir sér niður,“ sagði Albert. „Reynir svo að skilja vinstri fótinn eftir af því að hann náði ekki snertingu við þann hægri,“ sagði Guðmundur. Þú verður bara að trúa því Þeir voru samt á því að hnéð á markverði hafi mögulega snert vinstri fótinn á Valdimari en þá hafi framherjinn verið byrjaður að láta sig falla. „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing,“ sagði Albert. „Þú verður bara að trúa því,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þetta er risaatriði því þetta er fyrsta markið. Þetta er annað risa risaatriði,“ sagði Guðmundur og sýndi vítið sem KR fékk. „Karl Friðleifi vantaði bara hanska því þetta er bara varsla og þetta er varsla sem Ingvar var aldrei að fara að verja. Hann fer strax í vasann án þess að hugsa þetta,“ sagði Guðmundur. Þetta er klárlega rautt spjald „Þetta er nánast eins og hann sé að verja boltann með hendi á marklínu. Boltinn er á leiðinni inn,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er klárlega rautt spjald,“ sagði Lárus. „Ég er sammála því, hann er aldrei að fara að verja þetta,“ sagði Albert. Umræðuna má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Það þótti mörgum Víkingar hafa sloppið afar vel, fyrst með því að fá umdeilt víti og svo með því að komast upp með að verja með höndum á marklínunni. Karl Friðleifur Gunnarsson fékk vissulega dæmt á sig víti en slapp við rauða spjaldið. KR-ingar jöfnuðu metin úr vítinu en Víkingar voru áfram ellefu á móti ellefu og unnu leikinn að lokum 3-2. Það var ástæða til að ræða þessa tvo umdeildu dóma í Stúkunni. Klippa: Umræða Stúkunnar um umdeilda dóma í leik Víkings og KR Eins mikil dýfa og þær verða „Aðeins um þetta. Albert, þú öskraðir víti, víti, víti, strax og þetta gerðist. Þetta er aldrei vítaspyrna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég hef aldrei séð Árbæing henda sér svona niður. Auðvitað hélt ég bara að þetta væri víti en þetta er aldrei vítaspyrna. Ég er mikill talsmaður vítaspyrna en þetta er eins mikil dýfa og þær verða,“ sagði Albert. „Sjáum við stöðu dómarans,“ spurði Lárus Orri Sigurðsson. „Við getum örugglega spólað aðeins til baka og hreinlega fengið að sjá þetta aftur. Séð hvert Jóhann Ingi er mættur þegar hann tekur þessa ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það sést svo vel þegar hann stígur í hægri fótinn og hendir sér niður,“ sagði Albert. „Reynir svo að skilja vinstri fótinn eftir af því að hann náði ekki snertingu við þann hægri,“ sagði Guðmundur. Þú verður bara að trúa því Þeir voru samt á því að hnéð á markverði hafi mögulega snert vinstri fótinn á Valdimari en þá hafi framherjinn verið byrjaður að láta sig falla. „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing,“ sagði Albert. „Þú verður bara að trúa því,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þetta er risaatriði því þetta er fyrsta markið. Þetta er annað risa risaatriði,“ sagði Guðmundur og sýndi vítið sem KR fékk. „Karl Friðleifi vantaði bara hanska því þetta er bara varsla og þetta er varsla sem Ingvar var aldrei að fara að verja. Hann fer strax í vasann án þess að hugsa þetta,“ sagði Guðmundur. Þetta er klárlega rautt spjald „Þetta er nánast eins og hann sé að verja boltann með hendi á marklínu. Boltinn er á leiðinni inn,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er klárlega rautt spjald,“ sagði Lárus. „Ég er sammála því, hann er aldrei að fara að verja þetta,“ sagði Albert. Umræðuna má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira