Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júní 2025 14:01 Lárus Orri var ekki lengi að bregðast við þegar kallið kom frá uppeldisfélaginu ÍA. vísir / sigurjón Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. „Þetta kom þannig til að ég fékk símtal frá stjórnarmönnum á Akranesi á fimmtudagskvöldið, svo gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig og sólarhring síðar komust við að samkomulagi, svo skrifaði ég undir á laugardag“ sagði Lárus í samtali við íþróttadeild. Erfitt gengi en öflugur leikmannahópur ÍA er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig og átta töp eftir ellefu umferðir. „Það er búið að ganga erfiðlega, en það er mjög öflugur leikmannahópur þarna og öflugt starfsfólk í kringum þetta allt saman, þannig að vonandi náum við að bæta úr genginu“ sagði Lárus sem mun þó ekki standa á hliðarlínunni í leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Hann ætlar að fylgjast með úr stúkunni og leyfa aðstoðarþjálfaranum Dean Martin að stýra leiknum sem hann hefur undirbúið alla vikuna. Albert enn að jafna sig Lárus tekur svo við að fullu hjá ÍA frá og með morgundeginum, og kveður á sama tíma starf sitt sem sérfræðingur Stúkunnar, umfjöllunarþáttar Bestu deildarinnar á Sýn Sport. „Það eru alveg blendnar tilfinningar. Búið að vera mjög gaman að starfa í Stúkunni, frábært fólk í kringum þetta og búið að vera mjög gaman undanfarin ár. Ég hlakka mikið til að horfa á þáttinn.“ Lárus hefur starfað sem sérfræðingur Stúkunnar og átt sérlega skemmtilegt samstarf með Alberti Brynjari Ingasyni.sýn sport / stúkan Átti Albert Brynjar, þinn besti vinur, erfitt með þetta? „Mjög svo, hann er ekki búinn að jafna sig ennþá. Ég held að hann sé bara heima að sleikja sárin“ sagði Lárus léttur að lokum. Nánar verður rætt við Lárus í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Leikur ÍA og Stjörnunnar er svo í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan korter yfir sjö. Besta deild karla ÍA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
„Þetta kom þannig til að ég fékk símtal frá stjórnarmönnum á Akranesi á fimmtudagskvöldið, svo gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig og sólarhring síðar komust við að samkomulagi, svo skrifaði ég undir á laugardag“ sagði Lárus í samtali við íþróttadeild. Erfitt gengi en öflugur leikmannahópur ÍA er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig og átta töp eftir ellefu umferðir. „Það er búið að ganga erfiðlega, en það er mjög öflugur leikmannahópur þarna og öflugt starfsfólk í kringum þetta allt saman, þannig að vonandi náum við að bæta úr genginu“ sagði Lárus sem mun þó ekki standa á hliðarlínunni í leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Hann ætlar að fylgjast með úr stúkunni og leyfa aðstoðarþjálfaranum Dean Martin að stýra leiknum sem hann hefur undirbúið alla vikuna. Albert enn að jafna sig Lárus tekur svo við að fullu hjá ÍA frá og með morgundeginum, og kveður á sama tíma starf sitt sem sérfræðingur Stúkunnar, umfjöllunarþáttar Bestu deildarinnar á Sýn Sport. „Það eru alveg blendnar tilfinningar. Búið að vera mjög gaman að starfa í Stúkunni, frábært fólk í kringum þetta og búið að vera mjög gaman undanfarin ár. Ég hlakka mikið til að horfa á þáttinn.“ Lárus hefur starfað sem sérfræðingur Stúkunnar og átt sérlega skemmtilegt samstarf með Alberti Brynjari Ingasyni.sýn sport / stúkan Átti Albert Brynjar, þinn besti vinur, erfitt með þetta? „Mjög svo, hann er ekki búinn að jafna sig ennþá. Ég held að hann sé bara heima að sleikja sárin“ sagði Lárus léttur að lokum. Nánar verður rætt við Lárus í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Leikur ÍA og Stjörnunnar er svo í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan korter yfir sjö.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira