„Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. janúar 2026 09:58 Guðlaugur Þór ætlar ekki að bjóða sig fram til oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni. Vísir/Lýður Valberg Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar ekki að bjóða sig fram sem oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segist munu styðja Hildi Björnsdóttur sem oddvita. Guðlaugur tilkynnti um ákvörðun sína í yfirlýsingu á Facebook í morgun. Þar sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að þátttaka hans í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins myndi kalla fram flokkadrætti sem hafi verið flokknum erfiðir. „Þrátt fyrir áskoranir sem ég hef fengið á síðustu vikum og þrátt fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fundið, þá hefur sú skoðun mín ekki breyst - skoðun sem ég lýsti í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins í mars síðastliðnum þegar mögulegt framboð mitt til formanns bar á góma - að ég þyrfti að leggja mitt af mörkum til að draga úr þessum flokkadráttum,“ skrifaði Guðlaugur Þór í yfirlýsingunni. „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Í viðtali við fréttastofu eftir að yfirlýsingin var birt segir Guðlaugur Þór að hann hafi haft mikið að gera í þingstörfum fyrir áramótin. „Síðan komu jólin þannig að það er bara í kjölfarið og á síðustu dögum sem ég hef verið að gera þetta upp við mig,“ sagði Guðlaugur en um helgina birtust niðurstöður úr þjóðarpúlsi Gallup þar sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni mældist með 35,5% fylgi en fengið mest 33% í kosningum eftir hrun. Guðlaugur er ekki tilbúinn að lýsa afdráttarlaust yfir stuðningi við núverandi oddvita Hildi Björnsdóttur. „Það liggur alveg ljóst fyrir að ég mun styðja oddvita Sjálfstæðisflokksins einarðlega og styðja listann í komandi kosningum. Hildur er sú eina sem hefur boðið sig fram, ef hún verður kosin sem eru allar líkur á, þá mun ég að sjálfsögðu styðja hana,“ en framboðsfrestur í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins rennur út á hádegi í dag. Uppfært: Eftir að fréttin var birt hafði Guðlaugur Þór samband og vildi ítreka að hann styðji Hildi Björnsdóttur og beri fullt traust til hennar sem oddvita. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagðist Guðlaugur Þór styðja þann oddvita sem yrði fyrir valinu í leiðtogakjöri. Neitar fyrir dramatík Guðlaugur Þór og Hildur hafa átt í samskiptum um mögulegt framboð hans. „Við erum alveg að tala saman ég og Hildur og höfum átt gott samstarf. Ég hef talað við hana og ýmsa aðra í tengslum við þessa ákvörðun,“ segir Guðlaugur Þór og þvertekur fyrir að nokkur dramatík hafi verið í kringum ákvörðun hans. „Nei nei, ekkert svoleiðis. Þetta er stór ákvörðun og sá á kvölina sem á völina og maður þarf bara að leggja málið eins vel niður fyrir sig eins og hægt er og taka ákvörðun. Það er ekkert utanaðkomandi eða einhverjir slíkir hlutir sem hafa haft áhrif á mína ákvörðun. Það vita allir að ég tek mínar ákvarðanir sjálfur. Ég hef alltaf gert það og mun gera áfram.“ Hann segir Hildi hafa sýnt mögulegu framboði hans skilning „Hún hafði auðvitað fundið fyrir því eins og hefur komið fram í fjölmiðlum að það væri stuðningur við að ég færi í þetta. Þannig að það var ekkert sem kom henni á óvart eða eitthvað sem hún tók með neinum hætti illa. Eins og áður segir mældist fylgi Sjálfstæðiflokksins 35,5% í könnun Gallup sem birtist um helgina en flokkurinn fékk 24,5% í kosningunum fyrir fjórum árum síðan. Guðlaugur Þór segist hafa stutt borgarstjórnarfulltrúa flokksins sem unnið hafi að því að vekja athygli á því hvað má gera betur. „Það er bara mjög mikið af öflugu fólki sem vinnur vanþakklátt starf sem vinnur oft vanþakklátt starf. Nú er bara verkefnið að raða upp nýjum lista og það er mikilvægt að við gerum það eins vel og mögulegt er. Það er ekki alltaf vinsælt eða auðvelt að vera í minnihlut og ég hef þekkt það á mínum stjórnmálaferli. Þau hafa verið einstaklega dugleg.“ Mun styðja forystuna þannig að eftir verði tekið Þegar Guðlaugur Þór er spurður að lokum hvort hann sé ekki tilbúinn að lýsa yfir eindregnum stuðningi við Hildi Björnsdóttur, sem verður að öllum líkindum ein í framboði til oddvita, segir hann hana hafa staðið sig prýðilega. „Hún er mjög frambærilegur forystumaður og á þessari bendir ekkert til annars en að hún verði bara áfram forystumaður okkar í borgarmálunum og ég mun styðja hana einarðlega. En það eru nokkrir tímar í þetta og ég á ekki von á að neinn annar sé að koma fram. En ég segi í þessari yfirlýsingu að ég muni styðja forystu Sjálfstæðisflokksins þannig að eftir verði tekið.“ Hann vill ekki tjá sig um hvort nýtt blóð sé nauðsynlegt í borgarstjórnarflokkinn. „Það er annarra en mín að velja á lista. Það er mjög mikilvægt að við styðjum listann til þess að gera það sem hann á að gera sem er að koma meirihlutanum frá og breyta áherslum í borginni. Það er mjög mikið af góðu fólki sem kemur til greina.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Guðlaugur tilkynnti um ákvörðun sína í yfirlýsingu á Facebook í morgun. Þar sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að þátttaka hans í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins myndi kalla fram flokkadrætti sem hafi verið flokknum erfiðir. „Þrátt fyrir áskoranir sem ég hef fengið á síðustu vikum og þrátt fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fundið, þá hefur sú skoðun mín ekki breyst - skoðun sem ég lýsti í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins í mars síðastliðnum þegar mögulegt framboð mitt til formanns bar á góma - að ég þyrfti að leggja mitt af mörkum til að draga úr þessum flokkadráttum,“ skrifaði Guðlaugur Þór í yfirlýsingunni. „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Í viðtali við fréttastofu eftir að yfirlýsingin var birt segir Guðlaugur Þór að hann hafi haft mikið að gera í þingstörfum fyrir áramótin. „Síðan komu jólin þannig að það er bara í kjölfarið og á síðustu dögum sem ég hef verið að gera þetta upp við mig,“ sagði Guðlaugur en um helgina birtust niðurstöður úr þjóðarpúlsi Gallup þar sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni mældist með 35,5% fylgi en fengið mest 33% í kosningum eftir hrun. Guðlaugur er ekki tilbúinn að lýsa afdráttarlaust yfir stuðningi við núverandi oddvita Hildi Björnsdóttur. „Það liggur alveg ljóst fyrir að ég mun styðja oddvita Sjálfstæðisflokksins einarðlega og styðja listann í komandi kosningum. Hildur er sú eina sem hefur boðið sig fram, ef hún verður kosin sem eru allar líkur á, þá mun ég að sjálfsögðu styðja hana,“ en framboðsfrestur í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins rennur út á hádegi í dag. Uppfært: Eftir að fréttin var birt hafði Guðlaugur Þór samband og vildi ítreka að hann styðji Hildi Björnsdóttur og beri fullt traust til hennar sem oddvita. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagðist Guðlaugur Þór styðja þann oddvita sem yrði fyrir valinu í leiðtogakjöri. Neitar fyrir dramatík Guðlaugur Þór og Hildur hafa átt í samskiptum um mögulegt framboð hans. „Við erum alveg að tala saman ég og Hildur og höfum átt gott samstarf. Ég hef talað við hana og ýmsa aðra í tengslum við þessa ákvörðun,“ segir Guðlaugur Þór og þvertekur fyrir að nokkur dramatík hafi verið í kringum ákvörðun hans. „Nei nei, ekkert svoleiðis. Þetta er stór ákvörðun og sá á kvölina sem á völina og maður þarf bara að leggja málið eins vel niður fyrir sig eins og hægt er og taka ákvörðun. Það er ekkert utanaðkomandi eða einhverjir slíkir hlutir sem hafa haft áhrif á mína ákvörðun. Það vita allir að ég tek mínar ákvarðanir sjálfur. Ég hef alltaf gert það og mun gera áfram.“ Hann segir Hildi hafa sýnt mögulegu framboði hans skilning „Hún hafði auðvitað fundið fyrir því eins og hefur komið fram í fjölmiðlum að það væri stuðningur við að ég færi í þetta. Þannig að það var ekkert sem kom henni á óvart eða eitthvað sem hún tók með neinum hætti illa. Eins og áður segir mældist fylgi Sjálfstæðiflokksins 35,5% í könnun Gallup sem birtist um helgina en flokkurinn fékk 24,5% í kosningunum fyrir fjórum árum síðan. Guðlaugur Þór segist hafa stutt borgarstjórnarfulltrúa flokksins sem unnið hafi að því að vekja athygli á því hvað má gera betur. „Það er bara mjög mikið af öflugu fólki sem vinnur vanþakklátt starf sem vinnur oft vanþakklátt starf. Nú er bara verkefnið að raða upp nýjum lista og það er mikilvægt að við gerum það eins vel og mögulegt er. Það er ekki alltaf vinsælt eða auðvelt að vera í minnihlut og ég hef þekkt það á mínum stjórnmálaferli. Þau hafa verið einstaklega dugleg.“ Mun styðja forystuna þannig að eftir verði tekið Þegar Guðlaugur Þór er spurður að lokum hvort hann sé ekki tilbúinn að lýsa yfir eindregnum stuðningi við Hildi Björnsdóttur, sem verður að öllum líkindum ein í framboði til oddvita, segir hann hana hafa staðið sig prýðilega. „Hún er mjög frambærilegur forystumaður og á þessari bendir ekkert til annars en að hún verði bara áfram forystumaður okkar í borgarmálunum og ég mun styðja hana einarðlega. En það eru nokkrir tímar í þetta og ég á ekki von á að neinn annar sé að koma fram. En ég segi í þessari yfirlýsingu að ég muni styðja forystu Sjálfstæðisflokksins þannig að eftir verði tekið.“ Hann vill ekki tjá sig um hvort nýtt blóð sé nauðsynlegt í borgarstjórnarflokkinn. „Það er annarra en mín að velja á lista. Það er mjög mikilvægt að við styðjum listann til þess að gera það sem hann á að gera sem er að koma meirihlutanum frá og breyta áherslum í borginni. Það er mjög mikið af góðu fólki sem kemur til greina.“
Uppfært: Eftir að fréttin var birt hafði Guðlaugur Þór samband og vildi ítreka að hann styðji Hildi Björnsdóttur og beri fullt traust til hennar sem oddvita. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagðist Guðlaugur Þór styðja þann oddvita sem yrði fyrir valinu í leiðtogakjöri.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira