Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2026 13:01 Ólöf er heima í dag með þrjár stelpur sem ekki geta farið í leikskólann vegna manneklu. Skipulögð fáliðun hefur verið á leikskólanum frá því vorið 2024. Vísir/Vilhelm Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar. Leikskólinn Funaborg er þriggja deilda leikskóli þar sem 58 börn dvelja að jafnaði. Deildirnar heita Fagrabrekka, Helgustekkur og Guddumói. Leikskólinn starfar í tveimur húsum en þar á meðal er nýtt skógarhús sem tekið var í notkun í janúar 2022. Á Funaborg starfa um 20 manns samkvæmt heimasíðu borgarinnar. Til stendur að breyta leikskólanum í sjö deilda leikskóla og flytja þá starfsemina í Húsaskóla. „Ég er með tvö börn á leikskólanum og er þess aðnjótandi að maðurinn minn vinnur vaktavinnu þannig við höfum meira svigrúm kannski heldur en margur,“ segir Ólöf. Sem formaður foreldraráðs vilji hún þó vekja athygli á málinu fyrir hönd allra foreldra. „Það eru auðvitað einstæðir foreldrar og foreldrar sem eru verr settir heldur en við sem eru bara í miklu veseni,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Ólöf með þremur börnum heima í barnagæslunni á meðan börnin verða að vera heima. Vísir/Vilhelm Hálfur dagur sem verður einn og hálfur „Þetta byrjaði sem hálfur dagur vorið 2024 og því lauk þegar að sumarstarfsfólk kom inn. Svo hófst þetta aftur í mars 2025. Alveg út maí og aftur tókst þeim að ljúka við þessa fáliðun. Og þá var það heill dagur,“ segir Ólöf og að þegar sumarstarfsfólk hóf svo störf síðasta sumar hafi skipulagðri fáliðun lokið. Þetta haustið hafi leikskólinn verið fullmannaður í fyrsta sinn í langan tíma en staðan fljótlega breyst. „Það er full mönnun á leikskólanum, í fyrsta skipti bara í langan tíma, og við fögnum því auðvitað, en svo bara hrynur starfsfólk út einhvern veginn. Sumir hætta og sumir eru í langtímaveikindum. Það vantar bara gríðarlega marga starfsmenn á leikskólann þannig að núna erum við að horfa fram á það að við séum búin að vera með heilan dag í fáliðun og frá og með næstu viku, þá verður þetta einn og hálfur dagur í viku,“ segir Ólöf. Hún segir starfsfólk reyna að vera sveigjanlegt. „Þær eru auðvitað að gera sitt allra, allra besta … þú átt annaðhvort mánudag, þriðjudaginn eða miðvikudag alltaf fast og svo fara öll börnin heim í hádeginu á föstudögum.“ Hún segir starfsfólk reyna að vera liðlegt þegar eitthvað kemur upp á og fólk hafi getað breytt um dag með stuttum fyrirvara. Ólöf segir foreldra og foreldraráð búna að hafa samband við borgina en þau hafi ekki fengið nein svör. Í gær hafi foreldraráð því hvatt alla foreldra til að hafa samband við borgina. „Því fleiri, því betra, af því að þetta er orðið, sko, nú er fólk að missa út 30 prósent af vistun. Það er rosalega mikið. Það er enginn vinnuveitandi sem þætti sér bara við það að missa 30 prósent eða 15 prósent starfskraft ef að fólk nær að skipta þessu 50/50.“ Heima með fjögur börn Ólöf segir eiginmann sinn til dæmis vinna næturvaktir aðra hvora viku og þá vikuna sjái hún alfarið um heimilið. Til að leysa vandann skiptist foreldrar á að passa börnin. „Við erum með annað foreldrapar sem við skiptumst á að taka krakkana hjá hvert öðru því við erum bara að láta dæmi ganga upp.“ Þannig eruð þið með barnagæslu heima? „Maðurinn minn er heima núna með fjögur börn.“ Ólöf segir leikskólastjórana hafa auglýst linnulaust eftir starfsfólki en það hafi ekki skilað neinu. „Þær eru búnar að fullnýta öll þau verkfæri sem að þær hafa eins vel og þær geta, vegna þess að þær eru náttúrulega mikið inni á deildum núna. Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri, er bara að hlaupa í skarðið.“ Faglegt starf skert og leikskólastjórar inni á deildum Hún segir þetta sorglega stöðu og faglegt starf leikskólans skerðist við þessa stöðu. „Funaborg er virkilega góður leikskóli með frábært faglegt starf og börnum líður ofboðslega vel þarna. Þetta er svo ósanngjarnt að fólk sem vinnur þarna er ekki að geta sinnt sínu, sérkennslustjórar til dæmis. Það er verið að skerða starfið af því það fæst ekki starfsfólk í almennar stöður. Þeir eru að fara úr fullri mönnun niður í næstum því hálfa mönnun á innan við einni önn.“ Hún segir yfirvofandi framkvæmdir einnig hafa haft áhrif en stefnt er á að breyta leikskólanum úr þriggja deilda leikskóla í sjö deilda leikskóla. Ólöf segir að samkvæmt plani hafi átt að hefja starfsemi síðasta haust í Húsaskóla en ekkert hafi orðið af því og ekki liggi fyrir hvenær verði af því. Þetta hafi samt sem áður orðið til þess að bæði hafi starfsfólk hætt og fólk flutt börn sín á aðra leikskóla. Á sama tíma og það séu yfirvofandi framkvæmdir hafi verið tekin inn ný börn sem svo fari beint í fáliðun. Ólöf segir það í samræmi við yfirlýsta stefnu borgarinnar, en segir þessa stefnu gallaða. „Það er náttúrulega líka það sem er pínu ergjandi, að nýja stefnan hjá Reykjavíkurborg er þannig að öll börn sem fá úthlutað plássi komast inn og fara í aðlögun,“ segir hún og að áður fyrr hafi það verið þannig að börnin biðu þar til búið var að manna. Ólöf segir að einhverju leyti sé það sanngjarnara en þessi staða sé orðin of langdregin á leikskólanum. „Ég get alveg skilið að það eigi að vera sanngirni í þessu. Að frekar fari heill leikskóli hálfan dag heim heldur en að það sitji einhver börn föst heima. Ég er algjörlega sammála því,“ segir hún. Ólöf segir fáliðunarstefnu borgarinnar gallaða og kallar eftir breytingum. Vísir/Vilhelm Staðan sé samt þannig núna að tíu börn í Funaborg hafi óskað eftir flutningi vegna framkvæmda og mörg önnur hafi flutt vegna framkvæmda. Hún telur best að þegar þessi tíu börn eru farin annað að ekki verði fyllt í plássin og leikskólanum gefið rými til að jafna sig á viðvarandi manneklu. „Það er líka orðið svona eins og fáliðun sé orðin bara eitthvað svona hjá Reykjavíkurborg, svona síðan 2024, svona samþykkt meira. Eins og þetta sé sko orðið norm. Mér finnst endalaust verið að grípa í þetta, að þú veist, af því að það fæst ekki mönnun, en þetta er ekki lausnin. Hún kallar eftir viðbrögðum. „Þetta er náttúrulega ofboðslega erfið staða fyrir stjórnendur leikskólans. Og þær eru að standa sig ofboðslega vel í því og við erum bara að kalla eftir í foreldraráðinu að Reykjavíkurborg bregðist við þessu vandamáli.“ Ólöf segir fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá og skipulagi leikskólastarfs í Reykjavík jákvæðar. „Eins og þetta var kynnt fyrir okkur í foreldraráðinu þá er það þannig að núna eru leikskólakennarar með 36 tíma vinnuviku en meðalbarnið með yfir 40 tíma vistunartíma. Það sér það hver maður að þetta gengur ekki upp,“ segir hún og með minni nýtingu á skráningardögum verði vonandi hægt að leyfa starfsfólki að nýta sína styttingu á þeim dögum. „Af því að það er eins og þetta er núna þá er bara endalaus fáliðun, og stór partur af þessari fáliðun er til þess að fólk fái styttinguna sína, sem að þau eiga sannarlega rétt á, en þetta er bara svo illa skipulagt.“ Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Leikskólinn Funaborg er þriggja deilda leikskóli þar sem 58 börn dvelja að jafnaði. Deildirnar heita Fagrabrekka, Helgustekkur og Guddumói. Leikskólinn starfar í tveimur húsum en þar á meðal er nýtt skógarhús sem tekið var í notkun í janúar 2022. Á Funaborg starfa um 20 manns samkvæmt heimasíðu borgarinnar. Til stendur að breyta leikskólanum í sjö deilda leikskóla og flytja þá starfsemina í Húsaskóla. „Ég er með tvö börn á leikskólanum og er þess aðnjótandi að maðurinn minn vinnur vaktavinnu þannig við höfum meira svigrúm kannski heldur en margur,“ segir Ólöf. Sem formaður foreldraráðs vilji hún þó vekja athygli á málinu fyrir hönd allra foreldra. „Það eru auðvitað einstæðir foreldrar og foreldrar sem eru verr settir heldur en við sem eru bara í miklu veseni,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Ólöf með þremur börnum heima í barnagæslunni á meðan börnin verða að vera heima. Vísir/Vilhelm Hálfur dagur sem verður einn og hálfur „Þetta byrjaði sem hálfur dagur vorið 2024 og því lauk þegar að sumarstarfsfólk kom inn. Svo hófst þetta aftur í mars 2025. Alveg út maí og aftur tókst þeim að ljúka við þessa fáliðun. Og þá var það heill dagur,“ segir Ólöf og að þegar sumarstarfsfólk hóf svo störf síðasta sumar hafi skipulagðri fáliðun lokið. Þetta haustið hafi leikskólinn verið fullmannaður í fyrsta sinn í langan tíma en staðan fljótlega breyst. „Það er full mönnun á leikskólanum, í fyrsta skipti bara í langan tíma, og við fögnum því auðvitað, en svo bara hrynur starfsfólk út einhvern veginn. Sumir hætta og sumir eru í langtímaveikindum. Það vantar bara gríðarlega marga starfsmenn á leikskólann þannig að núna erum við að horfa fram á það að við séum búin að vera með heilan dag í fáliðun og frá og með næstu viku, þá verður þetta einn og hálfur dagur í viku,“ segir Ólöf. Hún segir starfsfólk reyna að vera sveigjanlegt. „Þær eru auðvitað að gera sitt allra, allra besta … þú átt annaðhvort mánudag, þriðjudaginn eða miðvikudag alltaf fast og svo fara öll börnin heim í hádeginu á föstudögum.“ Hún segir starfsfólk reyna að vera liðlegt þegar eitthvað kemur upp á og fólk hafi getað breytt um dag með stuttum fyrirvara. Ólöf segir foreldra og foreldraráð búna að hafa samband við borgina en þau hafi ekki fengið nein svör. Í gær hafi foreldraráð því hvatt alla foreldra til að hafa samband við borgina. „Því fleiri, því betra, af því að þetta er orðið, sko, nú er fólk að missa út 30 prósent af vistun. Það er rosalega mikið. Það er enginn vinnuveitandi sem þætti sér bara við það að missa 30 prósent eða 15 prósent starfskraft ef að fólk nær að skipta þessu 50/50.“ Heima með fjögur börn Ólöf segir eiginmann sinn til dæmis vinna næturvaktir aðra hvora viku og þá vikuna sjái hún alfarið um heimilið. Til að leysa vandann skiptist foreldrar á að passa börnin. „Við erum með annað foreldrapar sem við skiptumst á að taka krakkana hjá hvert öðru því við erum bara að láta dæmi ganga upp.“ Þannig eruð þið með barnagæslu heima? „Maðurinn minn er heima núna með fjögur börn.“ Ólöf segir leikskólastjórana hafa auglýst linnulaust eftir starfsfólki en það hafi ekki skilað neinu. „Þær eru búnar að fullnýta öll þau verkfæri sem að þær hafa eins vel og þær geta, vegna þess að þær eru náttúrulega mikið inni á deildum núna. Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri, er bara að hlaupa í skarðið.“ Faglegt starf skert og leikskólastjórar inni á deildum Hún segir þetta sorglega stöðu og faglegt starf leikskólans skerðist við þessa stöðu. „Funaborg er virkilega góður leikskóli með frábært faglegt starf og börnum líður ofboðslega vel þarna. Þetta er svo ósanngjarnt að fólk sem vinnur þarna er ekki að geta sinnt sínu, sérkennslustjórar til dæmis. Það er verið að skerða starfið af því það fæst ekki starfsfólk í almennar stöður. Þeir eru að fara úr fullri mönnun niður í næstum því hálfa mönnun á innan við einni önn.“ Hún segir yfirvofandi framkvæmdir einnig hafa haft áhrif en stefnt er á að breyta leikskólanum úr þriggja deilda leikskóla í sjö deilda leikskóla. Ólöf segir að samkvæmt plani hafi átt að hefja starfsemi síðasta haust í Húsaskóla en ekkert hafi orðið af því og ekki liggi fyrir hvenær verði af því. Þetta hafi samt sem áður orðið til þess að bæði hafi starfsfólk hætt og fólk flutt börn sín á aðra leikskóla. Á sama tíma og það séu yfirvofandi framkvæmdir hafi verið tekin inn ný börn sem svo fari beint í fáliðun. Ólöf segir það í samræmi við yfirlýsta stefnu borgarinnar, en segir þessa stefnu gallaða. „Það er náttúrulega líka það sem er pínu ergjandi, að nýja stefnan hjá Reykjavíkurborg er þannig að öll börn sem fá úthlutað plássi komast inn og fara í aðlögun,“ segir hún og að áður fyrr hafi það verið þannig að börnin biðu þar til búið var að manna. Ólöf segir að einhverju leyti sé það sanngjarnara en þessi staða sé orðin of langdregin á leikskólanum. „Ég get alveg skilið að það eigi að vera sanngirni í þessu. Að frekar fari heill leikskóli hálfan dag heim heldur en að það sitji einhver börn föst heima. Ég er algjörlega sammála því,“ segir hún. Ólöf segir fáliðunarstefnu borgarinnar gallaða og kallar eftir breytingum. Vísir/Vilhelm Staðan sé samt þannig núna að tíu börn í Funaborg hafi óskað eftir flutningi vegna framkvæmda og mörg önnur hafi flutt vegna framkvæmda. Hún telur best að þegar þessi tíu börn eru farin annað að ekki verði fyllt í plássin og leikskólanum gefið rými til að jafna sig á viðvarandi manneklu. „Það er líka orðið svona eins og fáliðun sé orðin bara eitthvað svona hjá Reykjavíkurborg, svona síðan 2024, svona samþykkt meira. Eins og þetta sé sko orðið norm. Mér finnst endalaust verið að grípa í þetta, að þú veist, af því að það fæst ekki mönnun, en þetta er ekki lausnin. Hún kallar eftir viðbrögðum. „Þetta er náttúrulega ofboðslega erfið staða fyrir stjórnendur leikskólans. Og þær eru að standa sig ofboðslega vel í því og við erum bara að kalla eftir í foreldraráðinu að Reykjavíkurborg bregðist við þessu vandamáli.“ Ólöf segir fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá og skipulagi leikskólastarfs í Reykjavík jákvæðar. „Eins og þetta var kynnt fyrir okkur í foreldraráðinu þá er það þannig að núna eru leikskólakennarar með 36 tíma vinnuviku en meðalbarnið með yfir 40 tíma vistunartíma. Það sér það hver maður að þetta gengur ekki upp,“ segir hún og með minni nýtingu á skráningardögum verði vonandi hægt að leyfa starfsfólki að nýta sína styttingu á þeim dögum. „Af því að það er eins og þetta er núna þá er bara endalaus fáliðun, og stór partur af þessari fáliðun er til þess að fólk fái styttinguna sína, sem að þau eiga sannarlega rétt á, en þetta er bara svo illa skipulagt.“
Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira