Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Agnar Már Másson skrifar 7. janúar 2026 17:06 Konan hefur sætt einangrun á Hólmsheiði frá því í desember. Vísir/Vilhelm Ung kona sem sætt hefur einangrun nær óslitið frá því í september hefur meðal annars verið ákærð fyrir að ráðast á níu lögreglumenn og sjúkraflutningamann. Hún er einnig sögð hafa rispað bíl lögreglumanns. Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur konunni vegna meintra brota gegn valdstjórninni, eignaspjalla og brota á vopnalögum hennar sem ná yfir tímabilið 17. júní til 2. september 2025. Íslandsdeild Amnesty lýsti í desember áhyggjum af umfjöllun um að ung kona hefði sætt einangrun á Hólmsheiði í þrjá mánuði og gerði Amnesty auk þess kröfu um úrbætur í fangelsum. Tilefnið var umfjöllun Rúv í nóvember um konuna, sem hafði að sögn miðilsins verið í einangrun vegna sjálfsskaða svo vikum skiptir. Meint brot hennar gegn valdstjórninni varða þrjú atvik. Hún mun hinn 21. ágúst, í sjúkrabifreið á leið frá heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hafa sparkað í mjöðm sjúkraflutningamanns og klipið í hægri hönd lögreglumanns. Þegar komið var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er hún sögð hafa sparkað í fótlegg eins lögreglumanns, svo sparkað í innanvert vinstra læri annars lögreglumanns, og síðan stappað á fót, aftur sparkað í læri og sköflung þeirra. Eftir það er henni meint að hafa sparkað í sköflung fjórða lögreglumannsins og að lokum sparkað í hné fimmta lögreglumannsins. Annar ákæruliðurinn undir broti gegn valdstjórninni kemur fram að hún hafi í kjölfar handtöku utandyra við Stóru-Vogaskóla í Vogum fimmtudaginn 28. ágúst sparkað í hné lögreglumanns við skyldustörf og með svo skömmu síðar, í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hringbraut 130, Reykjanesbæ, sparkað í læri sama lögreglumanns. Aðfaranótt þriðjudagsins 2. september, við handtöku að Heiðarenda í Reykjanesbæ, mun hún svo hafa sparkað í læri eins lögreglumanns og svo annars. Skömmu síðar, er verið var að færa ákærðu inn í fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ, hafi hún svo aftur sparkað í hné annars lögreglumanns, svo í hægri sköflung lögreglumanns og síðan, með því að hafa um morguninn þegar verið var að framkvæma leit í bifreið ákærðu í bílageymslu lögreglustöðvarinnar hafi hún sparkað í hægri og vinstri sköflung lögreglumanns. Hún mun því alls hafa ráðist á níu lögreglumenn. Allir lögreglumenn voru við skyldustörf, samkvæmt ákærunni. Auk þess er hún ákærð fyrir eignaspjöll með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 26. ágúst kastað þremur eggjum í bifreið í eigu lögreglumanns, þar sem hún stóð kyrrstæð við götu í Reykjanesbæ, með þeim afleiðingum að grunnar rispur hafi orðið á vélarhlíf bílsins. Síðan hafi hún hinn 30. ágúst rispað ökumannshurð bíls í eigu sama lögreglumanns með lykli með þeim afleiðingum að skemmdir hafi orðið. Síðan hafi hún lýst því 2. september í samskiptum við 1717 að hún væri á leiðinni til Keflavíkur að rústa bifreið í eigu annars lögreglumanns og brjóta rúður í bifreið hans með rúðubrjóti. Þá hafi hún ekið að Heiðarenda í Reykjanesbæ í því skyni að vinna skemmdir á bifreið lögreglumannsins þar sem hún var handtekin af lögreglu við Heiðarenda með rúðubrjót meðferðis. Auk þess er hún grunuð um brot gegn vopnalögum með því að hafa í vörslum sínum fjaðrahníf sem lögregla fann við húsleit á heimili konunnar í Garði, en ekki liggur í ákæru fyrir hvers vegna ráðist var í húsleit þennan dag. Þá hafi hún hinn 27. ágúst borið kokkahníf með 16 cm blaðlengd á almannafæri utandyra við Stóru-Vogaskóla í Vogum. Fangelsismál Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur konunni vegna meintra brota gegn valdstjórninni, eignaspjalla og brota á vopnalögum hennar sem ná yfir tímabilið 17. júní til 2. september 2025. Íslandsdeild Amnesty lýsti í desember áhyggjum af umfjöllun um að ung kona hefði sætt einangrun á Hólmsheiði í þrjá mánuði og gerði Amnesty auk þess kröfu um úrbætur í fangelsum. Tilefnið var umfjöllun Rúv í nóvember um konuna, sem hafði að sögn miðilsins verið í einangrun vegna sjálfsskaða svo vikum skiptir. Meint brot hennar gegn valdstjórninni varða þrjú atvik. Hún mun hinn 21. ágúst, í sjúkrabifreið á leið frá heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hafa sparkað í mjöðm sjúkraflutningamanns og klipið í hægri hönd lögreglumanns. Þegar komið var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er hún sögð hafa sparkað í fótlegg eins lögreglumanns, svo sparkað í innanvert vinstra læri annars lögreglumanns, og síðan stappað á fót, aftur sparkað í læri og sköflung þeirra. Eftir það er henni meint að hafa sparkað í sköflung fjórða lögreglumannsins og að lokum sparkað í hné fimmta lögreglumannsins. Annar ákæruliðurinn undir broti gegn valdstjórninni kemur fram að hún hafi í kjölfar handtöku utandyra við Stóru-Vogaskóla í Vogum fimmtudaginn 28. ágúst sparkað í hné lögreglumanns við skyldustörf og með svo skömmu síðar, í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hringbraut 130, Reykjanesbæ, sparkað í læri sama lögreglumanns. Aðfaranótt þriðjudagsins 2. september, við handtöku að Heiðarenda í Reykjanesbæ, mun hún svo hafa sparkað í læri eins lögreglumanns og svo annars. Skömmu síðar, er verið var að færa ákærðu inn í fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ, hafi hún svo aftur sparkað í hné annars lögreglumanns, svo í hægri sköflung lögreglumanns og síðan, með því að hafa um morguninn þegar verið var að framkvæma leit í bifreið ákærðu í bílageymslu lögreglustöðvarinnar hafi hún sparkað í hægri og vinstri sköflung lögreglumanns. Hún mun því alls hafa ráðist á níu lögreglumenn. Allir lögreglumenn voru við skyldustörf, samkvæmt ákærunni. Auk þess er hún ákærð fyrir eignaspjöll með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 26. ágúst kastað þremur eggjum í bifreið í eigu lögreglumanns, þar sem hún stóð kyrrstæð við götu í Reykjanesbæ, með þeim afleiðingum að grunnar rispur hafi orðið á vélarhlíf bílsins. Síðan hafi hún hinn 30. ágúst rispað ökumannshurð bíls í eigu sama lögreglumanns með lykli með þeim afleiðingum að skemmdir hafi orðið. Síðan hafi hún lýst því 2. september í samskiptum við 1717 að hún væri á leiðinni til Keflavíkur að rústa bifreið í eigu annars lögreglumanns og brjóta rúður í bifreið hans með rúðubrjóti. Þá hafi hún ekið að Heiðarenda í Reykjanesbæ í því skyni að vinna skemmdir á bifreið lögreglumannsins þar sem hún var handtekin af lögreglu við Heiðarenda með rúðubrjót meðferðis. Auk þess er hún grunuð um brot gegn vopnalögum með því að hafa í vörslum sínum fjaðrahníf sem lögregla fann við húsleit á heimili konunnar í Garði, en ekki liggur í ákæru fyrir hvers vegna ráðist var í húsleit þennan dag. Þá hafi hún hinn 27. ágúst borið kokkahníf með 16 cm blaðlengd á almannafæri utandyra við Stóru-Vogaskóla í Vogum.
Fangelsismál Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira