Innlent

Eldur kveiktur í lyftu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjórir voru færðir á lögreglustöð vegna gruns um akstur undir áhrifum.
Fjórir voru færðir á lögreglustöð vegna gruns um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart um skemmdarverk í gærkvöldi eða nótt, þegar eldur var kveiktur í lyftu í bílastæðahúsi í póstnúmerinu 104. Minniháttar skemmdir urðu á lyftunni en ekki er vitað hver var að verki.

Tveir voru handteknir fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni í póstnúmerinu 108 og þá voru fjórir færðir á lögreglustöð grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, þar á meðal einn sem hafði ekið utan í aðra bifreið.

Tilkynnt var um húsbrot og þjófnað úr verslun í Hafnarfirði. 

Þá tilkynnti vegfarandi um fundið þýfi í miðborginni. Það tókst að hafa uppi á eigandanum og hyggst hann sækja muni sína á lögreglustöðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×