Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2025 21:55 Bruno Fernandes skoraði frábært mark úr aukaspyrnu í kvöld. Getty/Carl Recine Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United missti þar með af tækifæri til að komast upp að hlið Chelsea sem er í 4. sæti en er nú eitt fjögurra liða með 26 stig, líkt og Crystal Palace, Liverpool og Sunderland, í 5.-8. sæti. Liðin eru tíu stigum á eftir toppliði Arsenal. Bournemouth er með 21 stig í 13. sæti. United var umtalsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en þó aðeins 2-1 yfir að honum loknum. Amad Diallo kom liðinu yfir en Antoine Semenyo jafnaði eftir að Bournemouth vann boltann af Luke Shaw úti við hliðarlínu. Casemiro sá hins vegar til þess að United væri yfir í hléi, með skallamarki eftir hornspyrnu Bruno Fernandes. Það voru hins vegar aðeins 40 sekúndur liðnar af seinni hálfleik þegar Evanilson hafði jafnað metin og Marcus Tavernier kom Bournemouth svo yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Bruno Fernandes svaraði því með glæsilegu aukaspyrnumarki á 77. mínútu og Matheus Cunha kom United yfir tveimur mínútum síðar. Fjörinu var þó ekki lokið og hinn 19 ára gamli Eli Junior Kroupi tryggði Bournemouth stig með marki á 84. mínútu. Gestirnir frá Bournemouth voru nær því að skora sigurmark í lokin og þurfti Senne Lammens í tvígang að verja vel en átta urðu mörkin og eitt stig fyrir hvort lið. Enski boltinn Manchester United AFC Bournemouth
Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United missti þar með af tækifæri til að komast upp að hlið Chelsea sem er í 4. sæti en er nú eitt fjögurra liða með 26 stig, líkt og Crystal Palace, Liverpool og Sunderland, í 5.-8. sæti. Liðin eru tíu stigum á eftir toppliði Arsenal. Bournemouth er með 21 stig í 13. sæti. United var umtalsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en þó aðeins 2-1 yfir að honum loknum. Amad Diallo kom liðinu yfir en Antoine Semenyo jafnaði eftir að Bournemouth vann boltann af Luke Shaw úti við hliðarlínu. Casemiro sá hins vegar til þess að United væri yfir í hléi, með skallamarki eftir hornspyrnu Bruno Fernandes. Það voru hins vegar aðeins 40 sekúndur liðnar af seinni hálfleik þegar Evanilson hafði jafnað metin og Marcus Tavernier kom Bournemouth svo yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Bruno Fernandes svaraði því með glæsilegu aukaspyrnumarki á 77. mínútu og Matheus Cunha kom United yfir tveimur mínútum síðar. Fjörinu var þó ekki lokið og hinn 19 ára gamli Eli Junior Kroupi tryggði Bournemouth stig með marki á 84. mínútu. Gestirnir frá Bournemouth voru nær því að skora sigurmark í lokin og þurfti Senne Lammens í tvígang að verja vel en átta urðu mörkin og eitt stig fyrir hvort lið.