Enski boltinn

Fulham vann í markaleik á Turf Moor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Wilson fagnar marki sínu sem var þriðja mark Fulham í leiknum og á endanum það mark sem skildi á milli liðanna.
Harry Wilson fagnar marki sínu sem var þriðja mark Fulham í leiknum og á endanum það mark sem skildi á milli liðanna. Getty/Molly Darlington

Fulham sótti þrjú mikilvæg stig í kvöld í 3-2 sigri á Burnley á Turf Moor-leikvanginn þegar liðin mættust í botnslag í ensku úrvalsdeildinni.

Fulham komst tvisvar yfir og var síðan komið í 3-1 eftir klukkutíma leik. Heimamenn minnkuðu muninn undir lokin en náðu ekki að fá neitt út úr þessum leik.

Harry Wilson var maður leiksins en hann skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö fyrir Fulham.

Tapið, það sjöunda í röð hjá Burnley, þýðir að liðið situr áfram í fallsæti, nú fimm stigum frá öruggu sæti.

Sigurinn kemur Fulham aftur á móti upp í þrettánda sætið og upp fyrir bæði Bournemouth og Brentford.

Emile Smith Rowe kom Fulham í 1-0 á 9. mínútu þegar hann stýrði inn hornspyrnu Harry Wilson.

Lesley Ugochukwu jafnaði metin á 21. mínútu eftir laglega sendingu frá Josh Cullen.

Calvin Bassey skallaði inn fyrirgjöf Harry Wilson á 31. mínútu og Wilson kom Fulham síðan í 3-1 eftir sendingu frá Samuel Chukwueze á 58. mínútu.

Oliver Sonne minnkaði muninn í 3-2 á 86. mínútu en heimamönnum tókst ekki að jafna metin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×