Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2025 15:49 Drengirnir fór hér yfir á hlaupahjóli þegar ekið var á þá. Sólin var afar lágt á lofti þegar atvikið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Ekið var á tvö níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annað var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang samkvæmt upplýsingum frá Árna Friðleifssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna var eldri ökumaður sem blindast af sól og sér ekki börn sem eru á gangbrautinni. Vitni á staðnum sögðu sólina hafa verið mjög lágt á lofti og mjög blindandi í þessari akstursátt. Það var minniháttar slys á barninu,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Laugarnesskóli sést hér í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Senda ábendingu á veghaldara Árni segir skýrt verklag hjá lögreglu þegar slys eiga sér stað að senda ábendingar til veghaldara, sérstaklega þegar tvö slys eru á sama stað eða þau varða börn. „Ef það eru slys á börnum þá skoðum við það sérstaklega,“ segir Árni sem á von á því að lögreglan sendi ábendingu og beiðni til borgarinnar um að skoða aðstæður á vettvangi. Árni Friðleifsson segir lögreglu alltaf taka það mjög alvarlega þegar ekið er á börn. Vísir/Ívar Fannar Það verði þó að taka tillit til þess að sól hafi verið lágt á lofti og sem dæmi sé ekki víst að umferðarljós hefðu stöðvað þennan ökumann við þessar tilteknu aðstæður. Hvað varðar hitt slysið, í október, segir hann „glórulaust“ að ökumaður hafi farið af vettvangi. Bæði slys voru tilkynnt til lögreglunnar. Sólin afar lágt á lofti Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla, varð vitni að atvikinu í dag. „Ég var rétt búin að labba yfir með konunni minni og syni og var komin fjóra til fimm metra þegar ég heyrði bílinn nauðhemla,“ segir hann og að bíllinn hafi farið á hjól drengs sem var að fara yfir götuna. Hjólið sé skemmt en drengurinn hafi ekki slasast alvarlega. Hann segir annan dreng hafa verið á staðnum en aðeins var tilkynnt um eitt barn til lögreglu. Guðmundur segir sólina hafa verið lágt á lofti og hann hafi sjálfur sérstaklega gætt að því að ökumenn myndu sjá hann. Ökumaðurinn hafi verið miður sín yfir atvikinu. „Þetta tiltekna atvik er kannski ekki fréttin hérna, heldur er fréttin sú að það er mánuður síðan það var keyrt á annað barn þarna,“ segir hann. Fjallað var um atvikið á Vísi en þá lét ökumaðurinn sig hverfa af vettvangi án þess að stöðva. Vitni láðist að skilja eftir númer. Faðir drengsins sagði hann í áfalli. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Frétt uppfærð 16:51 þann 11.11.2025 Í upprunalegri útgáfu var haft eftir lögreglu að barnið hefði verið á hlaupahjóli. Samkvæmt vitni sem fréttastofa ræddi við var barnið á reiðhjóli. Þá kom einnig fram í upprunalegri útgáfu að í tilkynningu til lögreglu hefði aðeins verið talað um að ekið hefði verið á eitt barn. Þau voru tvö, annað á hjóli, og það var síðar leiðrétt. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Umferðaröryggi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang samkvæmt upplýsingum frá Árna Friðleifssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna var eldri ökumaður sem blindast af sól og sér ekki börn sem eru á gangbrautinni. Vitni á staðnum sögðu sólina hafa verið mjög lágt á lofti og mjög blindandi í þessari akstursátt. Það var minniháttar slys á barninu,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Laugarnesskóli sést hér í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Senda ábendingu á veghaldara Árni segir skýrt verklag hjá lögreglu þegar slys eiga sér stað að senda ábendingar til veghaldara, sérstaklega þegar tvö slys eru á sama stað eða þau varða börn. „Ef það eru slys á börnum þá skoðum við það sérstaklega,“ segir Árni sem á von á því að lögreglan sendi ábendingu og beiðni til borgarinnar um að skoða aðstæður á vettvangi. Árni Friðleifsson segir lögreglu alltaf taka það mjög alvarlega þegar ekið er á börn. Vísir/Ívar Fannar Það verði þó að taka tillit til þess að sól hafi verið lágt á lofti og sem dæmi sé ekki víst að umferðarljós hefðu stöðvað þennan ökumann við þessar tilteknu aðstæður. Hvað varðar hitt slysið, í október, segir hann „glórulaust“ að ökumaður hafi farið af vettvangi. Bæði slys voru tilkynnt til lögreglunnar. Sólin afar lágt á lofti Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla, varð vitni að atvikinu í dag. „Ég var rétt búin að labba yfir með konunni minni og syni og var komin fjóra til fimm metra þegar ég heyrði bílinn nauðhemla,“ segir hann og að bíllinn hafi farið á hjól drengs sem var að fara yfir götuna. Hjólið sé skemmt en drengurinn hafi ekki slasast alvarlega. Hann segir annan dreng hafa verið á staðnum en aðeins var tilkynnt um eitt barn til lögreglu. Guðmundur segir sólina hafa verið lágt á lofti og hann hafi sjálfur sérstaklega gætt að því að ökumenn myndu sjá hann. Ökumaðurinn hafi verið miður sín yfir atvikinu. „Þetta tiltekna atvik er kannski ekki fréttin hérna, heldur er fréttin sú að það er mánuður síðan það var keyrt á annað barn þarna,“ segir hann. Fjallað var um atvikið á Vísi en þá lét ökumaðurinn sig hverfa af vettvangi án þess að stöðva. Vitni láðist að skilja eftir númer. Faðir drengsins sagði hann í áfalli. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan tvö á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Drengurinn, sem er í sjötta bekk, var að hjóla yfir gangbraut við Laugarnesskóla þegar keyrt var á hann. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Frétt uppfærð 16:51 þann 11.11.2025 Í upprunalegri útgáfu var haft eftir lögreglu að barnið hefði verið á hlaupahjóli. Samkvæmt vitni sem fréttastofa ræddi við var barnið á reiðhjóli. Þá kom einnig fram í upprunalegri útgáfu að í tilkynningu til lögreglu hefði aðeins verið talað um að ekið hefði verið á eitt barn. Þau voru tvö, annað á hjóli, og það var síðar leiðrétt.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Umferðaröryggi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira