Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. október 2025 09:31 Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni. Þannig hefur baráttufólk fyrir hagsmunum hreyfihamlaðs fólks bent á að skipulagsáætlanir nýrra hverfa í Reykjavík gangi freklega gegn grunnréttindum þeirra - fari jafnvel gegn lagaskyldum um aðgengi. Ítrekaðar kröfur, ábendingar og athugasemdir frá þeim hafa þó engar undirtektir fengið frá meirihlutanum í borginni. Ég tók málið því upp á Alþingi í formi fyrirspurnar til ráðherra málaflokks fatlaðs fólks, Ingu Sæland, en flokkur hennar fer auðvitað einnig með völd í Reykjavíkurborg. Meðal þess sem er augljóst brot á réttindum þessa hóps eru áform meirihlutans í Reykjavík um að útrýma bílastæðum og uppbygging einhvers konar miðlægra bílastæðahúsa í úthverfum. Framtíðarsýn sem gerir ekki ráð fyrir fjölskyldum með lítil börn. Fyrir eldra fólki. Fyrir fólki með fötlun. Sem á sér ákveðna samsvörun í skáldsögu Huxleys Veröld ný og góð. Það er auðvitað ótrúleg staða sem upp er komin, og mikið skref aftur á bak, þegar hreyfihamlað fólk þarf að lúslesa torskilin og oft á tíðum falin skipulagsgögn til að tryggja grundvallaraðgengi. Rétt sem við höfum tryggt kirfilega í lögum og reglugerðum. Jafnvel hefur verið fullyrt að með framferði sínu sé meirihlutinn í Reykjavík að færa aðgengismál 30 ár aftur í tímann. Ráðherrann er einörð baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun. Mér þótti því mikilvægt að kalla fram afstöðu hennar til þessara mála. Í svörum hennar í þinginu rakti hún í löngu máli gildandi lög og reglur um skipulagsmál, en gerði þó lítið úr aðkomu Flokks fólksins að stjórn Reykjavíkurborgar. Að lokum fékkst þó upp úr ráðherranum að flokkurinn myndi gera „allt sem í þeirra valdi stæði“ til að gæta að aðgengismálum hreyfihamlaðs fólks. Ég hefði gjarnan viljað heyra afdráttarlausari yfirlýsingar frá formanni Flokks fólksins, en fulltrúar flokksins gegna nú margvíslegum valdastöðum bæði hjá ríki og borg. Yfirlýsingar um að það myndi ekki gerast á þeirra vakt, í þeirra umboði, að hreyfihömluðu fólki yrði úthýst af stórum svæðum höfuðborgarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Skipulag Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni. Þannig hefur baráttufólk fyrir hagsmunum hreyfihamlaðs fólks bent á að skipulagsáætlanir nýrra hverfa í Reykjavík gangi freklega gegn grunnréttindum þeirra - fari jafnvel gegn lagaskyldum um aðgengi. Ítrekaðar kröfur, ábendingar og athugasemdir frá þeim hafa þó engar undirtektir fengið frá meirihlutanum í borginni. Ég tók málið því upp á Alþingi í formi fyrirspurnar til ráðherra málaflokks fatlaðs fólks, Ingu Sæland, en flokkur hennar fer auðvitað einnig með völd í Reykjavíkurborg. Meðal þess sem er augljóst brot á réttindum þessa hóps eru áform meirihlutans í Reykjavík um að útrýma bílastæðum og uppbygging einhvers konar miðlægra bílastæðahúsa í úthverfum. Framtíðarsýn sem gerir ekki ráð fyrir fjölskyldum með lítil börn. Fyrir eldra fólki. Fyrir fólki með fötlun. Sem á sér ákveðna samsvörun í skáldsögu Huxleys Veröld ný og góð. Það er auðvitað ótrúleg staða sem upp er komin, og mikið skref aftur á bak, þegar hreyfihamlað fólk þarf að lúslesa torskilin og oft á tíðum falin skipulagsgögn til að tryggja grundvallaraðgengi. Rétt sem við höfum tryggt kirfilega í lögum og reglugerðum. Jafnvel hefur verið fullyrt að með framferði sínu sé meirihlutinn í Reykjavík að færa aðgengismál 30 ár aftur í tímann. Ráðherrann er einörð baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun. Mér þótti því mikilvægt að kalla fram afstöðu hennar til þessara mála. Í svörum hennar í þinginu rakti hún í löngu máli gildandi lög og reglur um skipulagsmál, en gerði þó lítið úr aðkomu Flokks fólksins að stjórn Reykjavíkurborgar. Að lokum fékkst þó upp úr ráðherranum að flokkurinn myndi gera „allt sem í þeirra valdi stæði“ til að gæta að aðgengismálum hreyfihamlaðs fólks. Ég hefði gjarnan viljað heyra afdráttarlausari yfirlýsingar frá formanni Flokks fólksins, en fulltrúar flokksins gegna nú margvíslegum valdastöðum bæði hjá ríki og borg. Yfirlýsingar um að það myndi ekki gerast á þeirra vakt, í þeirra umboði, að hreyfihömluðu fólki yrði úthýst af stórum svæðum höfuðborgarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun