Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar 12. ágúst 2025 08:02 Hún er ósýnileg en þung þögnin sem verður eftir þegar loforð breytast í tómar orðarunur og röddin sem þú þráðir að heyra hljóðnar. Fyrir barn er hún eins og lag utanum hjartað, verður óskrifuð kennslubók í því að treysta ekki of mikið. Dag eftir dag lætur hún þig hugsa „Er ég nóg?“ Þetta er ekki bara saga eins barns. Hún er saga þeirra fjölmörgu sem alast upp í óvissu eftir skilnað eða önnur rof í fjölskyldum. Þau læra að fela sárin, setja upp varnir, lesa í þögnina og túlka hana oft sem sína sök. Stundum sjáum við afleiðingarnar í skólastofunni, í hegðun sem vekur áhyggjur, námserfiðleikum, eða í barni sem virðist alltaf vera í uppnámi. En, undir öllu þessu er ákall sem við megum ekki missa af. Eftir skilnað foreldra minna flutti mamma með okkur systkinin til Reykjavíkur. Fyrir sveitastrák var Lindargatan bæði ævintýri og skóli sem enga einkunn gaf. Á öðrum endanum sátu mennirnir við vínbúðina, grófir í andliti en mildir í augum þegar þeir spjölluðu við mig. Á hinum endanum blasti súkkulaðiverksmiðjan við, ilmandi eins og loforð um að heimurinn gæti verið sætur. Mamma vann stanslaust til að eiga í okkur og á, og ég elstur þriggja systkina, bar ábyrgð á systkinum mínum á meðan. Þegar ég komst út til að leika nýtti ég frelsið til að vera með félögunum í skylmingaleikjum með trésverðum, ákefðin og offorsið var drifið áfram af einni þrá og það var að verða hetja, hetja í minni eigin sögu. En leikurinn var ekki bara skemmtun. Hann var líka tilraun til að verða „nógu góður“, hetja sem pabbi myndi vilja hitta. Hann lofaði símtölum og heimsóknum sem aldrei urðu. Smám saman fór ég að trúa því að ástleysið væri mér að kenna. Þá fæddist skuggi sem átti eftir að fylgja mér lengi, tilfinningin að ég skipti ekki máli og „væri ekki nóg“. Við fluttum síðar út á land þar sem stjúpfaðir minn tók á móti okkur með hlýju og opnum örmum. Ábyrgðin hvarf, en draumurinn um að verða hetja lifði áfram. Ég safnaði liði í gömlum rústum og hélt áfram að berjast í ímynduðum orrustum enn í þeirri von að pabbi myndi hringja í hetjuna sína. Eina nóttina heyrði ég mömmu segja við hann „geturðu ekki hringt í börnin?“ Hjarta mitt fylltist af von sem logaði innra með mér. En á afmælisdaginn minn beið aðeins þögn. Ég hætti að tala um hann og lærði að fela sárin. Það var lítið sem móðir mín gat gert annað en að reyna að hughreysta mig. Þegar tengsl barns og foreldris rofna verður heimurinn óöruggari. Barnið lærir að vera á vakt, tilbúið að verja sig fyrir næsta höggi. Það er varnarkerfi sem bjargar, en krefst orku sem annars færi í að kanna, læra og þroskast. Þegar barn býr í stöðugu tilfinningalegu óöryggi verður skólinn ekki lengur bara staður til að læra. Hann verður vettvangur þar sem hugurinn þarf að fylgjast með hverri hreyfingu, hverju orði og svipbrigðum í kringum sig. Það er lífshæfni sem getur varið hjartað, það er mín reynsla. En hún kemur á kostnað námsins. Orkan sem annars færi í að lesa, reikna eða skrifa, fer í að lesa í aðstæður og bregðast við mögulegri hættu. Það er eins og að reyna að skrifa ritgerð á meðan brunabjallan hringir stöðugt í bakgrunni, hugurinn hleypur alltaf aftur að hættunni, þó hún sé kannski ekki lengur til staðar. Afleiðingin getur verið að barnið nær ekki að mynda sterkan grunn í námi. Lestrarfærni þróast hægar, talnaskilningur verður ótryggur, og minni og einbeiting verður brothætt. Kennarar sjá stundum bara ,óþolinmóða nemandann, þann draumkennda eða „vandamálabarnið“, en sjaldnar það sem raunverulega er í gangi, barn sem er að reyna að lifa af í aðstæðum þar sem öryggið er ekki sjálfgefið. Námserfiðleikar eru ekki alltaf það sama og skortur á greind eða hæfileikum. Þeir lýsa sér sem viðvarandi hindranir í að tileinka sér ákveðna færni, þekkingu eða námstengda hegðun, þrátt fyrir eðlilegan kennslutíma og viðeigandi stuðning. Þeir geta átt rætur í mörgu, frá líffræðilegum þáttum eins og taugaþroskafrávikum til félagslegra og tilfinningalegra aðstæðna. Þegar barn býr við langvarandi óöryggi, eins og oft gerist eftir skilnað eða tengslarof, geta námsörðugleikarnir verið afleiðing þess að hugurinn er stöðugt að verja hjartað í stað þess að opna sig fyrir náminu. Barnsárin liðu og ég óx í hæð, en ekki í virðingu fyrir sjálfum mér. Ég leitaði stöðugt eftir staðfestingu frá öðrum, þar til mér varð ljóst að höfnunin var aldrei mín sök. Skylmingaleikurinn hafði ekki bara verið leikur. Hann hafði bjargað mér, gefið mér skjól, von og æfingu í að halda áfram. Ég var hetja, ekki fyrir pabba, heldur fyrir sjálfan mig. Lífið er æfing, ekki dómur. Líkt og þegar ég sat við símann, aftur og aftur, fullur vonar þrátt fyrir þögnina. Ég sé það núna að biðin var hluti af minni æfingu, þ.e.a.s. æfingin í að halda áfram, jafnvel þegar ekkert svar kemur. Og þessi æfing stendur enn yfir hjá ótal börnum sem búa við höfnun eða tilfinningalegt óöryggi. Það nám er dýru verði keypt, borgað með hluta af orkunni sem annars færi í leik, forvitni og uppbyggingu sjálfsmyndar. Sagan mín er ekki bara mín. Hún er spegill fyrir ótal önnur börn. Hún sýnir hvernig sár reynsla getur mótað bæði sjálfsmynd og framtíðarsýn. En hún sýnir líka að sár geta gróið. Höfnun er ekki sannleikur um manneskjuna, heldur viðbragð annarra. Með tíma, mildi og því að hlusta á eigin rödd er hægt að stíga út úr þögninni og inn í sjálfsvirðingu. Ást og virðing eru ekki verðlaun sem barn þarf að vinna sér inn, þau eru ófrávíkjanlegur réttur allra barna. Þegar þau réttindi eru vanrækt, birtist það ekki alltaf í háværum mótmælum, heldur í hljóðri hörku, í augnaráði sem leitar undan, í námi sem stöðvast eða í barni sem virðist vera að missa áttir. Við verðum að hlusta áður en við leiðréttum og spyrja áður en við dæmum. Því þessi börn sem þögnin hefur umvafið bera oft stærstu sögurnar. Og þegar þau fá loksins að segja þær, þá breytist allt. Ég hef séð það með eigin augum, í speglinum. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hún er ósýnileg en þung þögnin sem verður eftir þegar loforð breytast í tómar orðarunur og röddin sem þú þráðir að heyra hljóðnar. Fyrir barn er hún eins og lag utanum hjartað, verður óskrifuð kennslubók í því að treysta ekki of mikið. Dag eftir dag lætur hún þig hugsa „Er ég nóg?“ Þetta er ekki bara saga eins barns. Hún er saga þeirra fjölmörgu sem alast upp í óvissu eftir skilnað eða önnur rof í fjölskyldum. Þau læra að fela sárin, setja upp varnir, lesa í þögnina og túlka hana oft sem sína sök. Stundum sjáum við afleiðingarnar í skólastofunni, í hegðun sem vekur áhyggjur, námserfiðleikum, eða í barni sem virðist alltaf vera í uppnámi. En, undir öllu þessu er ákall sem við megum ekki missa af. Eftir skilnað foreldra minna flutti mamma með okkur systkinin til Reykjavíkur. Fyrir sveitastrák var Lindargatan bæði ævintýri og skóli sem enga einkunn gaf. Á öðrum endanum sátu mennirnir við vínbúðina, grófir í andliti en mildir í augum þegar þeir spjölluðu við mig. Á hinum endanum blasti súkkulaðiverksmiðjan við, ilmandi eins og loforð um að heimurinn gæti verið sætur. Mamma vann stanslaust til að eiga í okkur og á, og ég elstur þriggja systkina, bar ábyrgð á systkinum mínum á meðan. Þegar ég komst út til að leika nýtti ég frelsið til að vera með félögunum í skylmingaleikjum með trésverðum, ákefðin og offorsið var drifið áfram af einni þrá og það var að verða hetja, hetja í minni eigin sögu. En leikurinn var ekki bara skemmtun. Hann var líka tilraun til að verða „nógu góður“, hetja sem pabbi myndi vilja hitta. Hann lofaði símtölum og heimsóknum sem aldrei urðu. Smám saman fór ég að trúa því að ástleysið væri mér að kenna. Þá fæddist skuggi sem átti eftir að fylgja mér lengi, tilfinningin að ég skipti ekki máli og „væri ekki nóg“. Við fluttum síðar út á land þar sem stjúpfaðir minn tók á móti okkur með hlýju og opnum örmum. Ábyrgðin hvarf, en draumurinn um að verða hetja lifði áfram. Ég safnaði liði í gömlum rústum og hélt áfram að berjast í ímynduðum orrustum enn í þeirri von að pabbi myndi hringja í hetjuna sína. Eina nóttina heyrði ég mömmu segja við hann „geturðu ekki hringt í börnin?“ Hjarta mitt fylltist af von sem logaði innra með mér. En á afmælisdaginn minn beið aðeins þögn. Ég hætti að tala um hann og lærði að fela sárin. Það var lítið sem móðir mín gat gert annað en að reyna að hughreysta mig. Þegar tengsl barns og foreldris rofna verður heimurinn óöruggari. Barnið lærir að vera á vakt, tilbúið að verja sig fyrir næsta höggi. Það er varnarkerfi sem bjargar, en krefst orku sem annars færi í að kanna, læra og þroskast. Þegar barn býr í stöðugu tilfinningalegu óöryggi verður skólinn ekki lengur bara staður til að læra. Hann verður vettvangur þar sem hugurinn þarf að fylgjast með hverri hreyfingu, hverju orði og svipbrigðum í kringum sig. Það er lífshæfni sem getur varið hjartað, það er mín reynsla. En hún kemur á kostnað námsins. Orkan sem annars færi í að lesa, reikna eða skrifa, fer í að lesa í aðstæður og bregðast við mögulegri hættu. Það er eins og að reyna að skrifa ritgerð á meðan brunabjallan hringir stöðugt í bakgrunni, hugurinn hleypur alltaf aftur að hættunni, þó hún sé kannski ekki lengur til staðar. Afleiðingin getur verið að barnið nær ekki að mynda sterkan grunn í námi. Lestrarfærni þróast hægar, talnaskilningur verður ótryggur, og minni og einbeiting verður brothætt. Kennarar sjá stundum bara ,óþolinmóða nemandann, þann draumkennda eða „vandamálabarnið“, en sjaldnar það sem raunverulega er í gangi, barn sem er að reyna að lifa af í aðstæðum þar sem öryggið er ekki sjálfgefið. Námserfiðleikar eru ekki alltaf það sama og skortur á greind eða hæfileikum. Þeir lýsa sér sem viðvarandi hindranir í að tileinka sér ákveðna færni, þekkingu eða námstengda hegðun, þrátt fyrir eðlilegan kennslutíma og viðeigandi stuðning. Þeir geta átt rætur í mörgu, frá líffræðilegum þáttum eins og taugaþroskafrávikum til félagslegra og tilfinningalegra aðstæðna. Þegar barn býr við langvarandi óöryggi, eins og oft gerist eftir skilnað eða tengslarof, geta námsörðugleikarnir verið afleiðing þess að hugurinn er stöðugt að verja hjartað í stað þess að opna sig fyrir náminu. Barnsárin liðu og ég óx í hæð, en ekki í virðingu fyrir sjálfum mér. Ég leitaði stöðugt eftir staðfestingu frá öðrum, þar til mér varð ljóst að höfnunin var aldrei mín sök. Skylmingaleikurinn hafði ekki bara verið leikur. Hann hafði bjargað mér, gefið mér skjól, von og æfingu í að halda áfram. Ég var hetja, ekki fyrir pabba, heldur fyrir sjálfan mig. Lífið er æfing, ekki dómur. Líkt og þegar ég sat við símann, aftur og aftur, fullur vonar þrátt fyrir þögnina. Ég sé það núna að biðin var hluti af minni æfingu, þ.e.a.s. æfingin í að halda áfram, jafnvel þegar ekkert svar kemur. Og þessi æfing stendur enn yfir hjá ótal börnum sem búa við höfnun eða tilfinningalegt óöryggi. Það nám er dýru verði keypt, borgað með hluta af orkunni sem annars færi í leik, forvitni og uppbyggingu sjálfsmyndar. Sagan mín er ekki bara mín. Hún er spegill fyrir ótal önnur börn. Hún sýnir hvernig sár reynsla getur mótað bæði sjálfsmynd og framtíðarsýn. En hún sýnir líka að sár geta gróið. Höfnun er ekki sannleikur um manneskjuna, heldur viðbragð annarra. Með tíma, mildi og því að hlusta á eigin rödd er hægt að stíga út úr þögninni og inn í sjálfsvirðingu. Ást og virðing eru ekki verðlaun sem barn þarf að vinna sér inn, þau eru ófrávíkjanlegur réttur allra barna. Þegar þau réttindi eru vanrækt, birtist það ekki alltaf í háværum mótmælum, heldur í hljóðri hörku, í augnaráði sem leitar undan, í námi sem stöðvast eða í barni sem virðist vera að missa áttir. Við verðum að hlusta áður en við leiðréttum og spyrja áður en við dæmum. Því þessi börn sem þögnin hefur umvafið bera oft stærstu sögurnar. Og þegar þau fá loksins að segja þær, þá breytist allt. Ég hef séð það með eigin augum, í speglinum. Höfundur er mannvinur og kennari.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun