Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2025 14:48 Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður KR. Vísir/Ívar Orri Hrafn Kjartansson skipti nýverið frá toppliði Vals yfir til KR sem situr í fallsæti í Bestu deild karla. Liðin eru Reykjavíkurstórveldi og erkifjendur en það truflar Orra lítið, sem fékk þó einhver skilaboð frá Völsurum eftir skiptin. Hann kveðst viss um að KR geti snúið blaðinu við. Aðdragandinn að skiptum Orra var ekki langur en KR fékk hann til að fylla í skarð Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem hélt til Danmerkur. „Ég get ekki sagt það. Ég frétti að Valur hefði samþykkt tilboð og heyrði frá Óskari og hann kynnti fyrir mér verkefnið. Ég varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Orri Hrafn en hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá Val. Hann var þó ekki að leita að leið út. „Ég var í fínasta hlutverki í byrjun tímabils en svo fór mínútunum að fækka en liðið spilaði vel. Þó það hafi tekið á er erfitt að mótmæla því. Svo gerist þetta.“ Hvað er spennandi við þetta verkefni? „Eins og flestir hafi séð í sumar, þá spilar KR skemmtilega, það er hátt tempo og ég held það henti leikstíl mínum. Það vantar bara lítil fínatriði upp á að allt fari að smella, held ég,“ segir Orri. En er ekki sérkennilegt að fara frá liði sem er efst í deildinni til liðs sem er í fallsæti? „Ég horfði aldrei á það þannig. Þetta er risastór klúbbur líka, einn stærsti klúbbur í sögu Íslands, það gengur smá illa í stigasöfnun en það vantar lítið upp á að við séum í flottri baráttu,“ segir Orri Hrafn. En hvað þá með að skipta frá einu Reykjavíkurstórveldi til annars? Rígur er á milli liðanna - truflar það ekki? „Ég hef reyndar fengið bara mjög jákvæð skilaboð. Fólk heldur bara með manni og maður er Fylkismaður í grunninn svo það er kannski aðeins leyfilegra,“ segir Orri en hafa Valsarar ekkert skotið á hann? „Eitthvað aðeins, en ekkert af viti,“ segir Orri og hlær. Staðan á KR er ekki góð. Liðið situr í fallsæti og hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum, nú síðast tap fyrir ÍBV. Orri Hrafn segir þó liðið jákvætt á framhaldið, þrátt fyrir allt. „Við erum meðvitaðir um það. Óskar hefur imprað á því að vera ekki að ofhugsa það en vera meðvitaðir um það. Við þurfum að halda fókus. Liðsandinn er mjög góður, ég fann það frá fyrstu sekúndu. Menn eru alveg tilbúnir í þetta verkefni og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ekki stórmál að skipta úr Val í KR KR Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Aðdragandinn að skiptum Orra var ekki langur en KR fékk hann til að fylla í skarð Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem hélt til Danmerkur. „Ég get ekki sagt það. Ég frétti að Valur hefði samþykkt tilboð og heyrði frá Óskari og hann kynnti fyrir mér verkefnið. Ég varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Orri Hrafn en hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá Val. Hann var þó ekki að leita að leið út. „Ég var í fínasta hlutverki í byrjun tímabils en svo fór mínútunum að fækka en liðið spilaði vel. Þó það hafi tekið á er erfitt að mótmæla því. Svo gerist þetta.“ Hvað er spennandi við þetta verkefni? „Eins og flestir hafi séð í sumar, þá spilar KR skemmtilega, það er hátt tempo og ég held það henti leikstíl mínum. Það vantar bara lítil fínatriði upp á að allt fari að smella, held ég,“ segir Orri. En er ekki sérkennilegt að fara frá liði sem er efst í deildinni til liðs sem er í fallsæti? „Ég horfði aldrei á það þannig. Þetta er risastór klúbbur líka, einn stærsti klúbbur í sögu Íslands, það gengur smá illa í stigasöfnun en það vantar lítið upp á að við séum í flottri baráttu,“ segir Orri Hrafn. En hvað þá með að skipta frá einu Reykjavíkurstórveldi til annars? Rígur er á milli liðanna - truflar það ekki? „Ég hef reyndar fengið bara mjög jákvæð skilaboð. Fólk heldur bara með manni og maður er Fylkismaður í grunninn svo það er kannski aðeins leyfilegra,“ segir Orri en hafa Valsarar ekkert skotið á hann? „Eitthvað aðeins, en ekkert af viti,“ segir Orri og hlær. Staðan á KR er ekki góð. Liðið situr í fallsæti og hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum, nú síðast tap fyrir ÍBV. Orri Hrafn segir þó liðið jákvætt á framhaldið, þrátt fyrir allt. „Við erum meðvitaðir um það. Óskar hefur imprað á því að vera ekki að ofhugsa það en vera meðvitaðir um það. Við þurfum að halda fókus. Liðsandinn er mjög góður, ég fann það frá fyrstu sekúndu. Menn eru alveg tilbúnir í þetta verkefni og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ekki stórmál að skipta úr Val í KR
KR Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira