Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar 31. júlí 2025 14:00 Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna. Þessi tími á að snúast um samveru, gleði og hvíld – en því miður hefur hún í gegnum tíðina einnig markast af alvarlegum umferðarslysum. Nú er rétti tíminn til að minna á mikilvægi umferðaröryggis og sameinast um markmið okkar allra: að komast heil heim. Staðreyndin er sú að framundan er hættulegasti tíminn í umferðinni enflest umferðarslys með meiðslum verða í ágúst, að meðaltali 90 undanfarin 5 ár samkvæmt skýrslum Samgöngustofu. Eftir einn ei aki neinn Einn áfengur drykkur er alltaf einum drykk of mikið ef fólk ætlar að setjast undir stýri. Í fyrra voru tugir ökumanna teknir fyrir ölvunarakstur um verslunarmannahelgina enda lögreglan með sérstakt eftirlit þá. Hættan sem fylgir ölvunarakstri er mikil, fimmtíu og fjórir slösuðust alvarlega í ölvunarakstursslysum 2024. Ef þú ætlar að neyta áfengis um helgina, vertu þá búinn að skipuleggja heimferðina fyrirfram. Það er ekki nóg að „finnast þú vera edrú“ – lögin er skýr og áhrif á aksturshæfni geta verið meiri en fólk heldur. Viðmið um hvenær ökumaður telst hæfur til að stjórna ökutæki voru lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill árið 2020 og lýsir það vel óþoli okkar fyrir þessari hegðun. Ökumaður ber ábyrgð – ekki bara á sjálfum sér, heldur öllum sem með honum ferðast og þeim sem verða á vegi hans. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Í þungri umferð eins og búast má við um helgina er meiri hætta á að óþolinmóðir ökumenn fari í framúrakstur. Í fyrra mátti merkja aukningu í slysum vegna framanákeyrsla og útafaksturs samanborið við fyrri ár og þeirri þróun viljum við snúa við. Framúrakstur getur reynst varasamur, sérstaklega á þröngum vegum þar sem sýn er takmörkuð. Framúrakstur á röngum stað getur haft skelfilegar afleiðingar. Ekkigeispa.is Í öllu stuðinu um helgina getur verið auðvelt að gleyma sér og vaka lengi á kostnað svefnsins. Gætum samt vel að því síðustu nóttina fyrir heimferð að ná góðum svefni og aka með fulla athygli heim aftur. Þegar við erum þreytt er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta. Á vefnum ekkigeispa.is eru góð ráð fyrir ökumenn um hvað skal gera ef þreytan svífur á. Skiptumst á að aka ef hægt er, stoppum og teygjum úr okkur eða leggjum okkur í 15 mínútur. Bílbelti bjargar lífi Einn einfaldasti og árangursríkasti öryggisbúnaður bílsins er bílbeltið. Þrátt fyrir að notkun bílbelta sé almenn á Íslandi, er það enn staðreynd að fólk deyr og slasast alvarlega vegna þess að ökumenn eða farþegar voru ekki spenntir í belti. Bílbelti getur dregið úr meiðslum og komið í veg fyrir að einstaklingar kastist út úr ökutækinu við árekstur. Allir í bílnum, bæði í framsæti og aftursæti, eiga að vera spenntir – alltaf, alla leiðina. Regngalli og góða skapið Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Það verður rigning einhverja daga, klæðum okkur vel og munum góða skapið. Verum þolinmóð – það tekur aðeins nokkrar mínútur að bíða, en eitt augnabliksgáleysi getur kostað mannslíf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferð Umferðaröryggi Verslunarmannahelgin Slysavarnir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna. Þessi tími á að snúast um samveru, gleði og hvíld – en því miður hefur hún í gegnum tíðina einnig markast af alvarlegum umferðarslysum. Nú er rétti tíminn til að minna á mikilvægi umferðaröryggis og sameinast um markmið okkar allra: að komast heil heim. Staðreyndin er sú að framundan er hættulegasti tíminn í umferðinni enflest umferðarslys með meiðslum verða í ágúst, að meðaltali 90 undanfarin 5 ár samkvæmt skýrslum Samgöngustofu. Eftir einn ei aki neinn Einn áfengur drykkur er alltaf einum drykk of mikið ef fólk ætlar að setjast undir stýri. Í fyrra voru tugir ökumanna teknir fyrir ölvunarakstur um verslunarmannahelgina enda lögreglan með sérstakt eftirlit þá. Hættan sem fylgir ölvunarakstri er mikil, fimmtíu og fjórir slösuðust alvarlega í ölvunarakstursslysum 2024. Ef þú ætlar að neyta áfengis um helgina, vertu þá búinn að skipuleggja heimferðina fyrirfram. Það er ekki nóg að „finnast þú vera edrú“ – lögin er skýr og áhrif á aksturshæfni geta verið meiri en fólk heldur. Viðmið um hvenær ökumaður telst hæfur til að stjórna ökutæki voru lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill árið 2020 og lýsir það vel óþoli okkar fyrir þessari hegðun. Ökumaður ber ábyrgð – ekki bara á sjálfum sér, heldur öllum sem með honum ferðast og þeim sem verða á vegi hans. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Í þungri umferð eins og búast má við um helgina er meiri hætta á að óþolinmóðir ökumenn fari í framúrakstur. Í fyrra mátti merkja aukningu í slysum vegna framanákeyrsla og útafaksturs samanborið við fyrri ár og þeirri þróun viljum við snúa við. Framúrakstur getur reynst varasamur, sérstaklega á þröngum vegum þar sem sýn er takmörkuð. Framúrakstur á röngum stað getur haft skelfilegar afleiðingar. Ekkigeispa.is Í öllu stuðinu um helgina getur verið auðvelt að gleyma sér og vaka lengi á kostnað svefnsins. Gætum samt vel að því síðustu nóttina fyrir heimferð að ná góðum svefni og aka með fulla athygli heim aftur. Þegar við erum þreytt er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta. Á vefnum ekkigeispa.is eru góð ráð fyrir ökumenn um hvað skal gera ef þreytan svífur á. Skiptumst á að aka ef hægt er, stoppum og teygjum úr okkur eða leggjum okkur í 15 mínútur. Bílbelti bjargar lífi Einn einfaldasti og árangursríkasti öryggisbúnaður bílsins er bílbeltið. Þrátt fyrir að notkun bílbelta sé almenn á Íslandi, er það enn staðreynd að fólk deyr og slasast alvarlega vegna þess að ökumenn eða farþegar voru ekki spenntir í belti. Bílbelti getur dregið úr meiðslum og komið í veg fyrir að einstaklingar kastist út úr ökutækinu við árekstur. Allir í bílnum, bæði í framsæti og aftursæti, eiga að vera spenntir – alltaf, alla leiðina. Regngalli og góða skapið Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Það verður rigning einhverja daga, klæðum okkur vel og munum góða skapið. Verum þolinmóð – það tekur aðeins nokkrar mínútur að bíða, en eitt augnabliksgáleysi getur kostað mannslíf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun