Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar 31. júlí 2025 14:00 Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna. Þessi tími á að snúast um samveru, gleði og hvíld – en því miður hefur hún í gegnum tíðina einnig markast af alvarlegum umferðarslysum. Nú er rétti tíminn til að minna á mikilvægi umferðaröryggis og sameinast um markmið okkar allra: að komast heil heim. Staðreyndin er sú að framundan er hættulegasti tíminn í umferðinni enflest umferðarslys með meiðslum verða í ágúst, að meðaltali 90 undanfarin 5 ár samkvæmt skýrslum Samgöngustofu. Eftir einn ei aki neinn Einn áfengur drykkur er alltaf einum drykk of mikið ef fólk ætlar að setjast undir stýri. Í fyrra voru tugir ökumanna teknir fyrir ölvunarakstur um verslunarmannahelgina enda lögreglan með sérstakt eftirlit þá. Hættan sem fylgir ölvunarakstri er mikil, fimmtíu og fjórir slösuðust alvarlega í ölvunarakstursslysum 2024. Ef þú ætlar að neyta áfengis um helgina, vertu þá búinn að skipuleggja heimferðina fyrirfram. Það er ekki nóg að „finnast þú vera edrú“ – lögin er skýr og áhrif á aksturshæfni geta verið meiri en fólk heldur. Viðmið um hvenær ökumaður telst hæfur til að stjórna ökutæki voru lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill árið 2020 og lýsir það vel óþoli okkar fyrir þessari hegðun. Ökumaður ber ábyrgð – ekki bara á sjálfum sér, heldur öllum sem með honum ferðast og þeim sem verða á vegi hans. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Í þungri umferð eins og búast má við um helgina er meiri hætta á að óþolinmóðir ökumenn fari í framúrakstur. Í fyrra mátti merkja aukningu í slysum vegna framanákeyrsla og útafaksturs samanborið við fyrri ár og þeirri þróun viljum við snúa við. Framúrakstur getur reynst varasamur, sérstaklega á þröngum vegum þar sem sýn er takmörkuð. Framúrakstur á röngum stað getur haft skelfilegar afleiðingar. Ekkigeispa.is Í öllu stuðinu um helgina getur verið auðvelt að gleyma sér og vaka lengi á kostnað svefnsins. Gætum samt vel að því síðustu nóttina fyrir heimferð að ná góðum svefni og aka með fulla athygli heim aftur. Þegar við erum þreytt er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta. Á vefnum ekkigeispa.is eru góð ráð fyrir ökumenn um hvað skal gera ef þreytan svífur á. Skiptumst á að aka ef hægt er, stoppum og teygjum úr okkur eða leggjum okkur í 15 mínútur. Bílbelti bjargar lífi Einn einfaldasti og árangursríkasti öryggisbúnaður bílsins er bílbeltið. Þrátt fyrir að notkun bílbelta sé almenn á Íslandi, er það enn staðreynd að fólk deyr og slasast alvarlega vegna þess að ökumenn eða farþegar voru ekki spenntir í belti. Bílbelti getur dregið úr meiðslum og komið í veg fyrir að einstaklingar kastist út úr ökutækinu við árekstur. Allir í bílnum, bæði í framsæti og aftursæti, eiga að vera spenntir – alltaf, alla leiðina. Regngalli og góða skapið Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Það verður rigning einhverja daga, klæðum okkur vel og munum góða skapið. Verum þolinmóð – það tekur aðeins nokkrar mínútur að bíða, en eitt augnabliksgáleysi getur kostað mannslíf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferð Umferðaröryggi Verslunarmannahelgin Slysavarnir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna. Þessi tími á að snúast um samveru, gleði og hvíld – en því miður hefur hún í gegnum tíðina einnig markast af alvarlegum umferðarslysum. Nú er rétti tíminn til að minna á mikilvægi umferðaröryggis og sameinast um markmið okkar allra: að komast heil heim. Staðreyndin er sú að framundan er hættulegasti tíminn í umferðinni enflest umferðarslys með meiðslum verða í ágúst, að meðaltali 90 undanfarin 5 ár samkvæmt skýrslum Samgöngustofu. Eftir einn ei aki neinn Einn áfengur drykkur er alltaf einum drykk of mikið ef fólk ætlar að setjast undir stýri. Í fyrra voru tugir ökumanna teknir fyrir ölvunarakstur um verslunarmannahelgina enda lögreglan með sérstakt eftirlit þá. Hættan sem fylgir ölvunarakstri er mikil, fimmtíu og fjórir slösuðust alvarlega í ölvunarakstursslysum 2024. Ef þú ætlar að neyta áfengis um helgina, vertu þá búinn að skipuleggja heimferðina fyrirfram. Það er ekki nóg að „finnast þú vera edrú“ – lögin er skýr og áhrif á aksturshæfni geta verið meiri en fólk heldur. Viðmið um hvenær ökumaður telst hæfur til að stjórna ökutæki voru lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill árið 2020 og lýsir það vel óþoli okkar fyrir þessari hegðun. Ökumaður ber ábyrgð – ekki bara á sjálfum sér, heldur öllum sem með honum ferðast og þeim sem verða á vegi hans. Hraðakstur og framúrakstur Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hraðakstur er hættuleg og vond hugmynd. Ef við byrjum á sektinni þá getur hún numið allt að 250.000 krónum og sviptingu í 3 mánuði. Ökumenn hafa minna svigrúm til að afstýra hættu og árekstrar verða harðari eftir því sem hraðinni er meiri. Í þungri umferð eins og búast má við um helgina er meiri hætta á að óþolinmóðir ökumenn fari í framúrakstur. Í fyrra mátti merkja aukningu í slysum vegna framanákeyrsla og útafaksturs samanborið við fyrri ár og þeirri þróun viljum við snúa við. Framúrakstur getur reynst varasamur, sérstaklega á þröngum vegum þar sem sýn er takmörkuð. Framúrakstur á röngum stað getur haft skelfilegar afleiðingar. Ekkigeispa.is Í öllu stuðinu um helgina getur verið auðvelt að gleyma sér og vaka lengi á kostnað svefnsins. Gætum samt vel að því síðustu nóttina fyrir heimferð að ná góðum svefni og aka með fulla athygli heim aftur. Þegar við erum þreytt er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta. Á vefnum ekkigeispa.is eru góð ráð fyrir ökumenn um hvað skal gera ef þreytan svífur á. Skiptumst á að aka ef hægt er, stoppum og teygjum úr okkur eða leggjum okkur í 15 mínútur. Bílbelti bjargar lífi Einn einfaldasti og árangursríkasti öryggisbúnaður bílsins er bílbeltið. Þrátt fyrir að notkun bílbelta sé almenn á Íslandi, er það enn staðreynd að fólk deyr og slasast alvarlega vegna þess að ökumenn eða farþegar voru ekki spenntir í belti. Bílbelti getur dregið úr meiðslum og komið í veg fyrir að einstaklingar kastist út úr ökutækinu við árekstur. Allir í bílnum, bæði í framsæti og aftursæti, eiga að vera spenntir – alltaf, alla leiðina. Regngalli og góða skapið Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Það verður rigning einhverja daga, klæðum okkur vel og munum góða skapið. Verum þolinmóð – það tekur aðeins nokkrar mínútur að bíða, en eitt augnabliksgáleysi getur kostað mannslíf. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun