Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar 10. júlí 2025 19:03 Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum. Í stað þess að horfast í augu við skort á þekkingu, reynslu og pólitískum vilja innan eigin raða, hafa stjórnarliðar gripið til þess ráðs að finna öflugri stjórnarandstöðu allt til foráttu. Nú í morgun tók svo steininn úr þegar ríkisstjórnin sakaði minnihluta þingsins um valdarán og gerræðislega tilburði, nú sé háð orrusta um Ísland og ríkisstjórnin ætli sér að verja lýðveldið gegn slíkum tilburðum. Að þessu tilefni er rétt að minna á þá óumdeildu staðreynd að það er ríkisstjórnin sem fer með óskorað dagskrárvald á Alþingi. Það er alfarið á hennar ábyrgð hvaða mál eru sett á dagskrá, hvenær og í hvaða forgangi þau eru afgreidd. Sum mál stóð aldrei til að klára Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á strandveiðum er dæmi um mál sem stjórnarliðar hafa nefnt í þessu samhengi þótt þinginu sé enn ólokið. Það mál kom ekki inn í þing fyrr en 28. maí, tveimur mánuðum eftir að lögbundnum fresti lauk og hálfum mánuði áður en áformað var að slíta þinginu samkvæmt starfsáætlun. Málið var ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd fyrr en 26. júní og önnur umræða um málið ekki sett á dagskrá fyrr en 8. júlí. Þessi almenni seinagangur er ekki stjórnarandstöðunni að kenna. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar undirstrika þá staðreynd. Engin raunveruleg samstaða er innan ríkisstjórnarflokkanna til þess að klára strandveiðimálið, a.m.k. að sinni. Hefði ráðherra ætlað sér að tryggja 48 daga strandveiðar, þá hefði málið verið lagt fram fyrr, farið hratt og vel í gegnum nefnd og verið sett á dagskrá þingsins mun fyrr. Allt stóð þetta ríkisstjórninni til boða, hafi raunverulegur vilji staðið til þess að klára málið. Slíkt hið sama gildir um öll hin stóru málin sem þeim er tíðrætt um að stjórnarandstaðan stoppi með málþófi sínu um veiðigjöld, þar á meðal samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og rammaáætlun, sem er reyndar forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Ef þessi mál hefðu í raun og veru verið forgangsmál ríkisstjórnarinnar hefðu þau verið lögð fram fyrr og tekin til umræðu í tæka tíð. Þingleg meðferð tekur tíma. Vönduð málsmeðferð tekur tíma. Þetta vita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar en aðhöfðust ekkert. Ábyrgðin er þeirra. Fjörutíu mál hlotið afgreiðslu þingsins Rétt að árétta að þrátt fyrir háværa umræðu stjórnarliða um málþóf, hafa um fjörutíu stjórnarmál þegar verið afgreidd á yfirstandandi þingi. Það staðfestir að ríkisstjórnin getur vel náð málum fram, ef vilji er fyrir hendi. Það er þeirra val að draga veigamikil og umdeild mál inn í þingsal á síðustu metrum þingvetrarins og ætlast til þess að þau séu svo afgreidd með hraði. Það liggur í augum uppi að mörg þessara mála voru vísvitandi lögð seint fram. Auðvelt hefði verið að tryggja framgang margra þessara mála sem nú er fyrirséð að munu ekki ná fram að ganga. Viljinn til þess þarf að vera til staðar og hann var það augljóslega ekki. Það er pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin þarf að lifa með og ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar. Þingræði byggir á þeirri grundvallarreglu að þeir sem fara með völdin bera ábyrgðina. Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks flólksins, að leggja þessi veigamiklu mál seint fram, böðla þeim í gegnum nefndir þingsins og setja þau ekki á dagskrá. Það er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ber ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi á Alþingi. Höfundur er ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum. Í stað þess að horfast í augu við skort á þekkingu, reynslu og pólitískum vilja innan eigin raða, hafa stjórnarliðar gripið til þess ráðs að finna öflugri stjórnarandstöðu allt til foráttu. Nú í morgun tók svo steininn úr þegar ríkisstjórnin sakaði minnihluta þingsins um valdarán og gerræðislega tilburði, nú sé háð orrusta um Ísland og ríkisstjórnin ætli sér að verja lýðveldið gegn slíkum tilburðum. Að þessu tilefni er rétt að minna á þá óumdeildu staðreynd að það er ríkisstjórnin sem fer með óskorað dagskrárvald á Alþingi. Það er alfarið á hennar ábyrgð hvaða mál eru sett á dagskrá, hvenær og í hvaða forgangi þau eru afgreidd. Sum mál stóð aldrei til að klára Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á strandveiðum er dæmi um mál sem stjórnarliðar hafa nefnt í þessu samhengi þótt þinginu sé enn ólokið. Það mál kom ekki inn í þing fyrr en 28. maí, tveimur mánuðum eftir að lögbundnum fresti lauk og hálfum mánuði áður en áformað var að slíta þinginu samkvæmt starfsáætlun. Málið var ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd fyrr en 26. júní og önnur umræða um málið ekki sett á dagskrá fyrr en 8. júlí. Þessi almenni seinagangur er ekki stjórnarandstöðunni að kenna. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar undirstrika þá staðreynd. Engin raunveruleg samstaða er innan ríkisstjórnarflokkanna til þess að klára strandveiðimálið, a.m.k. að sinni. Hefði ráðherra ætlað sér að tryggja 48 daga strandveiðar, þá hefði málið verið lagt fram fyrr, farið hratt og vel í gegnum nefnd og verið sett á dagskrá þingsins mun fyrr. Allt stóð þetta ríkisstjórninni til boða, hafi raunverulegur vilji staðið til þess að klára málið. Slíkt hið sama gildir um öll hin stóru málin sem þeim er tíðrætt um að stjórnarandstaðan stoppi með málþófi sínu um veiðigjöld, þar á meðal samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og rammaáætlun, sem er reyndar forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Ef þessi mál hefðu í raun og veru verið forgangsmál ríkisstjórnarinnar hefðu þau verið lögð fram fyrr og tekin til umræðu í tæka tíð. Þingleg meðferð tekur tíma. Vönduð málsmeðferð tekur tíma. Þetta vita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar en aðhöfðust ekkert. Ábyrgðin er þeirra. Fjörutíu mál hlotið afgreiðslu þingsins Rétt að árétta að þrátt fyrir háværa umræðu stjórnarliða um málþóf, hafa um fjörutíu stjórnarmál þegar verið afgreidd á yfirstandandi þingi. Það staðfestir að ríkisstjórnin getur vel náð málum fram, ef vilji er fyrir hendi. Það er þeirra val að draga veigamikil og umdeild mál inn í þingsal á síðustu metrum þingvetrarins og ætlast til þess að þau séu svo afgreidd með hraði. Það liggur í augum uppi að mörg þessara mála voru vísvitandi lögð seint fram. Auðvelt hefði verið að tryggja framgang margra þessara mála sem nú er fyrirséð að munu ekki ná fram að ganga. Viljinn til þess þarf að vera til staðar og hann var það augljóslega ekki. Það er pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin þarf að lifa með og ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar. Þingræði byggir á þeirri grundvallarreglu að þeir sem fara með völdin bera ábyrgðina. Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks flólksins, að leggja þessi veigamiklu mál seint fram, böðla þeim í gegnum nefndir þingsins og setja þau ekki á dagskrá. Það er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ber ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi á Alþingi. Höfundur er ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun