Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir, Einar Freyr Ingason og Þórir Bergsson skrifa 8. júlí 2025 16:32 Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítalanum. Okkur er annt um sjúklingahópinn sem þarf á þjónustu okkar að halda og viljum sinna honum á sem allra bestan hátt með fagmennskuna í fyrirrúmi. Því miður eru þær aðstæður sem við okkur blasa á hverjum degi óviðunandi, þær eru óboðlegar fyrir sjúklingana en líka fyrir okkur, fagfólkið sem höfum valið okkur Landspítalann sem vinnustað. Þann 2. júlí sl. birti Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítala og tók þar saman stöðuna eins og hún blasir við í dag. Mönnunarvandi er á þjóðarsjúkrahúsinu, sjúklingum hefur fjölgað um 20% en á sama tíma hefur rúmum á legudeild fækkað, rúmanýting á bráðamóttöku Landspítalans er að meðaltali 154% og á þremur sviðum spítalans af fimm er rúmanýting yfir 100%. Þetta þýðir í raun og veru að sjúklingar eru fleiri en spítalinn ræður við að sinna. Forstjóri segir viðbragðsáætlun komna í þrot, sem eru orð að sönnu þegar neyðaráætlunin er orðin að hversdagsleika. Á hverjum degi sinnum við sjúklingum, oft á þeirra verstu og viðkvæmustu stundum, á ganginum á bráðamóttökunni eða á legudeildunum, liggjandi á hörðum bekk eða sitjandi í stól. Það er engin ró, ekkert næði, enginn friður, ekkert einkalíf. Legudeildir eru alltaf fullar, að meðaltali 29 innlagðir sjúklingar lágu á bráðamóttöku á degi hverjum árið 2024 og ekki er óalgengt að sjúklingar komist aldrei af bráðamóttöku heldur ljúki sinni meðferð þar og útskrifist heim, stundum eftir vikudvöl á erilsamri deild þar sem ljósin eru aldrei slökkt. Ekkert nýtt Þetta er alls ekki nýtt ástand og í raun er ekkert í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kemur okkur sem vinnum á Landspítalanum á óvart. Það sem okkur þykir ekki koma skýrt fram í skýrslunni er að ástandið fer sífellt versnandi, þær vaktir verða sífellt algengari þar sem ekki er hægt að taka bráðveika sjúklinga beint inn á bráðamóttöku hreinlega vegna skorts á legubekkjum, rúmum og jafnvel stólum. Komið hefur fyrir að sjúkrabílar hafi þurft að bíða með að losa sjúklinga af börum á meðan unnið er að því að finna bráðveikum pláss. Erfitt er að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeildum, sem ekki þurfa lengur gjörgæslumeðferð, vegna plássleysis á spítalanum. Það hefur svo í för með sér að erfitt getur verið að koma sjúklingum sem sannarlega þurfa slíka meðferð á gjörgæslu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar segir að síðastliðin ár hafi að meðaltali 19% allra inniliggjandi sjúklinga á Landspítala verið með samþykkt færni-og heilsumat. Í því felst að viðkomandi einstaklingur, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk eru öll sammála um að hann sé ekki lengur fær um að búa sjálfstætt heldur sé bæði öryggi og heilsa hans best tryggð á hjúkrunarheimili. Þetta er mjög hátt hlutfall af heildarfjölda sjúklinga á spítalanum og alveg ljóst að bráðasjúkrahús þar sem oftast er engin aðstaða í boði önnur en rúmstokkurinn, engin virkni og oft engin hvíld á erilsamri deild er engum bjóðandi. Gleymum því ekki að þetta er fólkið okkar allra, foreldrar, ömmur og afar sem búa við þessar ömurlegu aðstæður oft mánuðum saman. Meðalbiðtími eftir rými á hjúkrunarheimili er 176 dagar en árið 2019 setti heilbrigðisráðuneytið sér það markmið að biðtími væri ekki lengri en 90 dagar. Biðtíminn er því um tvöfalt lengri en átti að verða enda hefur lítið sem ekkert gerst í uppbyggingu hjúkrunarheimila þrátt fyrir fögur fyrirheit fleiri en einnar ríkisstjórnar. Ekkert sem útlistað er hér að ofan er nýtt, bara verra en áður og fer stöðugt versnandi. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Íslendingum fjölgar á hverjum degi - og ótrúlegt en satt þá verðum við líka eldri með hverjum deginum sem líður og með hækkandi aldri eykst gjarnan þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvers vegna skyldi vera mannekla á Landspítalanum? Það sem rakið er hér að framan er langstærsta ástæðan, það er starfsumhverfið og aðstæðurnar sem við vinnum við. Ástæðan er ekki læknar í hlutastarfi eða læknar sem starfa sjálfstætt á stofu. Sá hópur er ómissandi fyrir heilbrigðiskerfið og sinnir mjög fjölbreyttum vandamálum sem eiga betur heima utan sjúkrahúss. Fyrir þá sem starfa á Landspítalanum er erfitt að koma í vinnuna á hverjum degi og sjá ástandið versna, það er erfitt að koma í vinnuna og þurfa að færa erfiðar fréttir á ganginum, það er erfitt að geta ekki sinnt sjúklingum eins og fagleg samviska býður, það er erfitt að vera á vakt marga sólarhringa samfleytt eins og raunin er hjá mörgum smærri sérgreinum sem gjarna eru á vakt fyrir allt landið. Það eru engin takmörk á því hversu mörgum sjúklingum hver læknir sinnir á degi hverjum og engin viðmið til um hvað telst eðlilegt að þeir séu margir. Eitt af því sem áður laðaði lækna til starfa á sjúkrahúsum, tækifæri til vísindavinnu, gæðastarfs og kennslu fær nú minna rými en áður vegna álags og er augljós þáttur í mönnunarvanda sjúkrahúsa landsins, ekki bara Landspítala. Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítala og okkur þykir vænt um vinnustaðinn okkar. Þar er mannslífum bjargað á hverjum degi, frábært fagfólk vinnur saman að því að tryggja sem besta og öruggasta þjónustu fyrir hvern og einn en þarf að hlaupa hraðar og lengur með hverjum deginum sem líður. Það er tímabært að stjórnvöld láti verkin tala, orð án innihalds duga ekki lengur. Höfundar eru Hildur Jónsdóttir, lyflæknir á Landspítala og formaður félags sjúkrahúslækna, Einar Freyr Ingason, svæfinga og gjörgæslulæknir á Landspítala og Þórir Bergsson, bráðalæknir á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítalanum. Okkur er annt um sjúklingahópinn sem þarf á þjónustu okkar að halda og viljum sinna honum á sem allra bestan hátt með fagmennskuna í fyrirrúmi. Því miður eru þær aðstæður sem við okkur blasa á hverjum degi óviðunandi, þær eru óboðlegar fyrir sjúklingana en líka fyrir okkur, fagfólkið sem höfum valið okkur Landspítalann sem vinnustað. Þann 2. júlí sl. birti Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítala og tók þar saman stöðuna eins og hún blasir við í dag. Mönnunarvandi er á þjóðarsjúkrahúsinu, sjúklingum hefur fjölgað um 20% en á sama tíma hefur rúmum á legudeild fækkað, rúmanýting á bráðamóttöku Landspítalans er að meðaltali 154% og á þremur sviðum spítalans af fimm er rúmanýting yfir 100%. Þetta þýðir í raun og veru að sjúklingar eru fleiri en spítalinn ræður við að sinna. Forstjóri segir viðbragðsáætlun komna í þrot, sem eru orð að sönnu þegar neyðaráætlunin er orðin að hversdagsleika. Á hverjum degi sinnum við sjúklingum, oft á þeirra verstu og viðkvæmustu stundum, á ganginum á bráðamóttökunni eða á legudeildunum, liggjandi á hörðum bekk eða sitjandi í stól. Það er engin ró, ekkert næði, enginn friður, ekkert einkalíf. Legudeildir eru alltaf fullar, að meðaltali 29 innlagðir sjúklingar lágu á bráðamóttöku á degi hverjum árið 2024 og ekki er óalgengt að sjúklingar komist aldrei af bráðamóttöku heldur ljúki sinni meðferð þar og útskrifist heim, stundum eftir vikudvöl á erilsamri deild þar sem ljósin eru aldrei slökkt. Ekkert nýtt Þetta er alls ekki nýtt ástand og í raun er ekkert í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kemur okkur sem vinnum á Landspítalanum á óvart. Það sem okkur þykir ekki koma skýrt fram í skýrslunni er að ástandið fer sífellt versnandi, þær vaktir verða sífellt algengari þar sem ekki er hægt að taka bráðveika sjúklinga beint inn á bráðamóttöku hreinlega vegna skorts á legubekkjum, rúmum og jafnvel stólum. Komið hefur fyrir að sjúkrabílar hafi þurft að bíða með að losa sjúklinga af börum á meðan unnið er að því að finna bráðveikum pláss. Erfitt er að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeildum, sem ekki þurfa lengur gjörgæslumeðferð, vegna plássleysis á spítalanum. Það hefur svo í för með sér að erfitt getur verið að koma sjúklingum sem sannarlega þurfa slíka meðferð á gjörgæslu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar segir að síðastliðin ár hafi að meðaltali 19% allra inniliggjandi sjúklinga á Landspítala verið með samþykkt færni-og heilsumat. Í því felst að viðkomandi einstaklingur, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk eru öll sammála um að hann sé ekki lengur fær um að búa sjálfstætt heldur sé bæði öryggi og heilsa hans best tryggð á hjúkrunarheimili. Þetta er mjög hátt hlutfall af heildarfjölda sjúklinga á spítalanum og alveg ljóst að bráðasjúkrahús þar sem oftast er engin aðstaða í boði önnur en rúmstokkurinn, engin virkni og oft engin hvíld á erilsamri deild er engum bjóðandi. Gleymum því ekki að þetta er fólkið okkar allra, foreldrar, ömmur og afar sem búa við þessar ömurlegu aðstæður oft mánuðum saman. Meðalbiðtími eftir rými á hjúkrunarheimili er 176 dagar en árið 2019 setti heilbrigðisráðuneytið sér það markmið að biðtími væri ekki lengri en 90 dagar. Biðtíminn er því um tvöfalt lengri en átti að verða enda hefur lítið sem ekkert gerst í uppbyggingu hjúkrunarheimila þrátt fyrir fögur fyrirheit fleiri en einnar ríkisstjórnar. Ekkert sem útlistað er hér að ofan er nýtt, bara verra en áður og fer stöðugt versnandi. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Íslendingum fjölgar á hverjum degi - og ótrúlegt en satt þá verðum við líka eldri með hverjum deginum sem líður og með hækkandi aldri eykst gjarnan þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvers vegna skyldi vera mannekla á Landspítalanum? Það sem rakið er hér að framan er langstærsta ástæðan, það er starfsumhverfið og aðstæðurnar sem við vinnum við. Ástæðan er ekki læknar í hlutastarfi eða læknar sem starfa sjálfstætt á stofu. Sá hópur er ómissandi fyrir heilbrigðiskerfið og sinnir mjög fjölbreyttum vandamálum sem eiga betur heima utan sjúkrahúss. Fyrir þá sem starfa á Landspítalanum er erfitt að koma í vinnuna á hverjum degi og sjá ástandið versna, það er erfitt að koma í vinnuna og þurfa að færa erfiðar fréttir á ganginum, það er erfitt að geta ekki sinnt sjúklingum eins og fagleg samviska býður, það er erfitt að vera á vakt marga sólarhringa samfleytt eins og raunin er hjá mörgum smærri sérgreinum sem gjarna eru á vakt fyrir allt landið. Það eru engin takmörk á því hversu mörgum sjúklingum hver læknir sinnir á degi hverjum og engin viðmið til um hvað telst eðlilegt að þeir séu margir. Eitt af því sem áður laðaði lækna til starfa á sjúkrahúsum, tækifæri til vísindavinnu, gæðastarfs og kennslu fær nú minna rými en áður vegna álags og er augljós þáttur í mönnunarvanda sjúkrahúsa landsins, ekki bara Landspítala. Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítala og okkur þykir vænt um vinnustaðinn okkar. Þar er mannslífum bjargað á hverjum degi, frábært fagfólk vinnur saman að því að tryggja sem besta og öruggasta þjónustu fyrir hvern og einn en þarf að hlaupa hraðar og lengur með hverjum deginum sem líður. Það er tímabært að stjórnvöld láti verkin tala, orð án innihalds duga ekki lengur. Höfundar eru Hildur Jónsdóttir, lyflæknir á Landspítala og formaður félags sjúkrahúslækna, Einar Freyr Ingason, svæfinga og gjörgæslulæknir á Landspítala og Þórir Bergsson, bráðalæknir á Landspítala.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun