Yfir­lýsing frá Frökkum í fyrsta leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Sandy Baltimore fagnar marki sínu í kvöld ásamt liðsfélögum.
Sandy Baltimore fagnar marki sínu í kvöld ásamt liðsfélögum. Vísir/Getty

Englendingar byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir á 15. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu en engin leið var að sjá rangstöðuna með berum augum og rifust sérfræðingarnir í EM stofunni mikið yfir þessum dómi eftir leik.

Eftir það tóku Frakkar öll völd á vellinum og komust í 2-0 áður en fyrri hálfleikur var á enda með mörkum frá Marie-Antoinette Katoto og Sandy Baltimore á 36. og 39. mínútu.

Englendingar virtust algjörlega heillum horfnir en liðið skapaði sér varla færi allan síðari hálfleikinn fyrr en í blálokin þegar Wiegman fækkaði í vörninni. Keira Walsh minnkaði muninn með innanfótar þrumufleyg á 87. mínútu og við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem Englendingar lögðu allt í sölurnar til að jafna en allt kom fyrir ekki og 2-1 sigur Frakka staðreynd.

Sterkur sigur hjá Frökkum sem skildu nokkra af bestu og eldri leikmönnum sínum eftir heima fyrir mót og eru að ganga í gegnum ákveðin kynslóðaskipti. Að sama skapi er það áhyggjuefni fyrir Englendinga hversu þunnskipuð miðjan hjá þeim er.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira