Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Aron Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 10:01 Agla María hér á æfingu íslenska kvennalandsliðsins fyrir fyrsta leik á EM gegn Finnlandi á dögunum Vísir/Anton Brink Agla María Albertsdóttir þurfti á sínum tíma að láta landsliðsferil sinn mæta afgangi þegar nóg var um að vera í lífi hennar. Hún var valin aftur í landsliðið skömmu fyrir EM og er mjög þakklát fyrir að vera komin á EM. Agla María var valin aftur í landsliðið í maí fyrr á þessu ári fyrir loka leiki Íslands í Þjóðadeildinni. Fyrir það hafði hún ekki spilað landsleik síðan í desember árið 2023. Lengi vel lá á huldu hvers vegna Agla María gaf ekki kost á sér í landsliðið en auðveldast er að segja að lífið hafi einfaldlega verið of flókið á þessum tíma. „Það er bara ýmislegt. Margir boltar sem ég er með fyrir utan fótboltann. Ég fann bara að ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu. Vera ekki undir svona gífurlega miklu álagi. Það er helsta ástæðan fyrir þessu,“ segir Agla María í samtali við íþróttadeild Sýnar. Klippa: „Ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu“ Þú þurftir að forgangsraða í lífinu? „Já það er rétt skilið.“ Hver var þá aðdragandi þess að þú kemur aftur inn í hópinn? Er það Þorsteinn sem hefur samband og þú hugsar málið? „Já Steini heyrir í mér og ég kem inn í verkefnið fyrir EM en þá bara opið hvort ég yrði í lokahópnum eða ekki. Svo enda ég á því að vera í lokahópnum. Þetta er ekki flóknara en það.“ Það hefur verið spennandi tilhugsun að snúa aftur og enda þá hér á EM? „Já engin spurning. Ef þú hefðir spurt mig í byrjun árs hvort ég væri á leiðinni á EM þá hefði svarið líklegast ekki verið já. En það er bara óvænt ánægja að vera hér og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi í fyrsta leik liðanna í A-riðli EM í Sviss á dögunum. Ísland mætir Sviss á morgun á Wankdorf leikvanginum í Bern og hefst leikurinn klukkan sjö á íslenskum tíma. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Umfjöllun íþróttadeildar um mótið má finna í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Sjá meira
Agla María var valin aftur í landsliðið í maí fyrr á þessu ári fyrir loka leiki Íslands í Þjóðadeildinni. Fyrir það hafði hún ekki spilað landsleik síðan í desember árið 2023. Lengi vel lá á huldu hvers vegna Agla María gaf ekki kost á sér í landsliðið en auðveldast er að segja að lífið hafi einfaldlega verið of flókið á þessum tíma. „Það er bara ýmislegt. Margir boltar sem ég er með fyrir utan fótboltann. Ég fann bara að ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu. Vera ekki undir svona gífurlega miklu álagi. Það er helsta ástæðan fyrir þessu,“ segir Agla María í samtali við íþróttadeild Sýnar. Klippa: „Ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu“ Þú þurftir að forgangsraða í lífinu? „Já það er rétt skilið.“ Hver var þá aðdragandi þess að þú kemur aftur inn í hópinn? Er það Þorsteinn sem hefur samband og þú hugsar málið? „Já Steini heyrir í mér og ég kem inn í verkefnið fyrir EM en þá bara opið hvort ég yrði í lokahópnum eða ekki. Svo enda ég á því að vera í lokahópnum. Þetta er ekki flóknara en það.“ Það hefur verið spennandi tilhugsun að snúa aftur og enda þá hér á EM? „Já engin spurning. Ef þú hefðir spurt mig í byrjun árs hvort ég væri á leiðinni á EM þá hefði svarið líklegast ekki verið já. En það er bara óvænt ánægja að vera hér og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi í fyrsta leik liðanna í A-riðli EM í Sviss á dögunum. Ísland mætir Sviss á morgun á Wankdorf leikvanginum í Bern og hefst leikurinn klukkan sjö á íslenskum tíma. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Umfjöllun íþróttadeildar um mótið má finna í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Sjá meira