Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Aron Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 12:30 Þjarmað var að Andries Jonker, landsliðsþjálfara Hollands, á blaðamannafundi í gær Vísir/Getty Það má með sanni segja að vegferð hollenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss fari ekki rólega af stað. Hollenskur blaðamaður sakaði í gær þjálfara liðsins um að trufla þátttöku Hollands á mótinu eftir ummæli í hlaðvarpsþætti ytra. Hollenska knattspyrnusambandið hafði gefið það út í janúar fyrr á þessu ári að samningur landsliðsþjálfarans Andries Jonker yrði ekki framlengdur eftir Evrópumótið í Sviss og að leikir Hollands á mótinu yrðu þá síðustu leikir þess undir stjórn Jonker. Í hlaðvarpsþætti sem að Jonker fór í á dögunum sagðist hann hafa íhugað að hætta sem landsliðsþjálfari Hollands fyrir EM en Holland mætir Wales í fyrstu umferð D-riðils í dag. Enn fremur sagðist Jonker þar efast um áhrif sín innan liðsins sem og stuðninginn í sinn garð. Óhætt er að segja að hollenska pressan hafi þjarmað að Jonker á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Wales í gær og ásakaði blaðamaður De Telegraaf, Jonker um að búa til brúðuleikhús (e.puppet show) þar sem að allt snerist um hann en ekki leikmenn hollenska landsliðsins. Jonker lét blaðamanninn heyra það á móti. „Þessar konur hafa lagt allt í sölurnar til þess að vera hér á EM í Sviss. Allt. Það höfum við gert saman. Þið eruð hér í dag vegna okkar. Þessara kvenna. Konungsfjölskyldan verður á fyrsta leiknum og þú dirfist til að kalla þetta brúðuleikhús. Ef þú telur þetta vera brúðuleikhús þá verður það bara að vera þín skoðun. Þú ert að móðga leikmennina. Ég hef aldrei séð þig á æfingum okkar og þú ert síðan að spyrja mína leikmenn hvort þeir haldi að þetta verði brúðuleikhús.“ Jonker hefur verið landsliðsþjálfari hollenska landsliðsins frá árinu 2022. Undir hans stjórn komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit HM árið 2023. Nú er liðið í dauðariðli EM með Englandi, Frakklandi og Wales en aðeins tvö þessara liða komast áfram í átta liða úrslit mótsins. Jonker mun mæta eftirmanni sínum í starfi á EM því Arjan Veurink, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, tekur við starfi landsliðsþjálfara Hollands eftir EM. EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Hollenska knattspyrnusambandið hafði gefið það út í janúar fyrr á þessu ári að samningur landsliðsþjálfarans Andries Jonker yrði ekki framlengdur eftir Evrópumótið í Sviss og að leikir Hollands á mótinu yrðu þá síðustu leikir þess undir stjórn Jonker. Í hlaðvarpsþætti sem að Jonker fór í á dögunum sagðist hann hafa íhugað að hætta sem landsliðsþjálfari Hollands fyrir EM en Holland mætir Wales í fyrstu umferð D-riðils í dag. Enn fremur sagðist Jonker þar efast um áhrif sín innan liðsins sem og stuðninginn í sinn garð. Óhætt er að segja að hollenska pressan hafi þjarmað að Jonker á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Wales í gær og ásakaði blaðamaður De Telegraaf, Jonker um að búa til brúðuleikhús (e.puppet show) þar sem að allt snerist um hann en ekki leikmenn hollenska landsliðsins. Jonker lét blaðamanninn heyra það á móti. „Þessar konur hafa lagt allt í sölurnar til þess að vera hér á EM í Sviss. Allt. Það höfum við gert saman. Þið eruð hér í dag vegna okkar. Þessara kvenna. Konungsfjölskyldan verður á fyrsta leiknum og þú dirfist til að kalla þetta brúðuleikhús. Ef þú telur þetta vera brúðuleikhús þá verður það bara að vera þín skoðun. Þú ert að móðga leikmennina. Ég hef aldrei séð þig á æfingum okkar og þú ert síðan að spyrja mína leikmenn hvort þeir haldi að þetta verði brúðuleikhús.“ Jonker hefur verið landsliðsþjálfari hollenska landsliðsins frá árinu 2022. Undir hans stjórn komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit HM árið 2023. Nú er liðið í dauðariðli EM með Englandi, Frakklandi og Wales en aðeins tvö þessara liða komast áfram í átta liða úrslit mótsins. Jonker mun mæta eftirmanni sínum í starfi á EM því Arjan Veurink, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, tekur við starfi landsliðsþjálfara Hollands eftir EM.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira